Fyrsta þríþrautarþing Þríþrautarsambands Íslands

Fyrsta þríþrautarþing Þríþrautarsambands Íslands var haldið í dag í húsnæði ÍSÍ að Engjavegi 6.
Hafsteinn Pálsson var þingforseti og Jón Oddur Guðmundsson þingritari.

Nú eru tæp tvö ár frá því Þríþrautarsamband Íslands var stofnað, en stofndagurinn var 27. apríl 2016.
Á þinginu í dag, flutti formaður skýrslu stjórnar, gjaldkeri fór yfir endurskoðaða reikninga, lagabreytingar voru gerðar auk þess sem fjárhagsáætlun fyrir 2018 var lögð fram.

 

Kosin var ný stjórn sem er skipuð á eftirfarandi hátt:
Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé – forseti (til tveggja ára)

Hákon Hrafn Sigurðsson – stjórn (til tveggja ára)
Sarah Cushing – stjórn (til tveggja ára)
Rannveig Guicharnaud – stjórn (til eins árs)
Kristín Laufey Steinadóttir – stjórn (til eins árs)
Jón Oddur Guðmundsson – varastjórn (til eins árs)
Gylfi Örn Gylfason – varastjórn (til eins árs)
Bjarki Freyr Rúnarsson – varastjórn (til eins árs)

Við bjóðum nýja stjórnarmenn velkomna á sama tíma og við þökkum fráfarandi stjórnarmönnum, Steffi Gregersen, Rúnari Erni Ágústssyni, Stephen Patrick Bustos og Jóni Sigþóri Jónssyni fyrir þeirra framlag í þágu Þríþrautarsambands Íslands.

 

Þríþrautarsamband Íslands auglýsir eftir fólki í stjórn

Þríþrautarþing árið 2018 fer fram laugardaginn 24.mars næstkomandi kl. 13:00 í húsi ÍSÍ að Engjavegi 6.

Þríþrautarsambandið auglýsir eftir fólki til að gefa kost á sér í stjórn Þríþrautarsambands Íslands, áhugasamir hafi samband á info@triathlon.is fyrir miðnætti föstudaginn 23.mars 2018