Endurhæfing í Elsinore!

Hópur Breiðabliksfélaga hélt í víking til Elsinore í Danaveldi til hálfs járnmanns í veðurblíðunni þar ytra. Öllum gekk vel eins og tölur herma.  Sigurður Nikulásson lauk keppni á tímanum 4.55 klst., Birna Íris Jónsdóttir á 5.03 klst., Kristín Vala Matthíasdóttir á 5.16 klst., Sigríður Lára Guðmundsdóttir á 5.23 klst., Ármann E. Lund á 5.36 klst., Jón Ágúst Gunnlaugsson á 6.01 klst. og Inga Rut Jónsdóttir á 6.32 klst.

Eins og sjá má leiddist engum, sérstaklega eftir keppni og medalían er á stærð við þokkalega undirskál.

Sigurður Nikulásson skíðaþjálfari og þríþrautarberserkur féllst á að segja lauslega frá aðdraganda og keppninni sjálfri.

„Eftir að hafa verið með brotinn hryggjarlið og framskrið í 10 ár og farið fjórum sinnum í  Ironman þannig á mig kominn,  var komið að endastöð. Ég fór í aðgerð 14. júní 2017. Lá meira og minna í 3 mánuði svo tók endurhæfing við og ég ákvað að hluti af endurhæfingunni væri að fara í IM Barcelona okt 2018.
Frá jan 2018 hef ég reynt að æfa þegar það er lokað í Bláfjöllum..(er jú skíðaþjálfari). Fara.á styrktaræfingar í sporthusinu – sjúkraþjálfun – teygjuprogram – core og fl.
Svo 10 maí var allt sett á fullt í æfingum þó að veðráttan á Ísl. sé ekki til fyrirmyndar þá verður maður bara að láta sig hafa það. Reyni alltaf að velja góðu dagana til að gera extra og slæmu í minna. Fór í lok mai í 10 daga hjólaferð til Spánar og var hún nýtt vel.
Ég ákvað um miðjan mai að skella mér í 12 IM til Elsinore Danmörk til að testa skrokkinn.
Ég er algjörlega kominn með það markmið að njóta og reyna að þjóta. Allt sem maður afrekar er jákvætt, alveg sama hvaða tíma ég fæ þá bara hafa gaman, aldrei keyra á þeim hraða að það verið píning eða óbærilegur sársauki hver væri tilgangurinn. Ég er að gera þetta til að vera í formi og líða vel, brosa allan tímann og vera þakklátur fyrir að geta bara tekið þátt.

Sundið
var flott, sjórinn frábær, mjög flókin sundbraut, endalausar beygjur fram og til baka.
34 mín..svo svaka langt hlaup í skiptisvæðið. Ég gaf mér bara tíma í að smyrja allt vel og fara í ermar og hjólasokka því ég er jú kuldafælinn með afbrigðum.

Hjól
Hjólabrautin hröð, töluverður mótvindur og rigning, einnig töluverður meðvindur og sól. Meðalhraði 36 km og tími 2.27.
Hlaup :
Nýir sokkar enda búin að pissa slatta í hina.
3.5 hringir inn í miðbæ Elsinore svaka stemming og hvatning sem ég tók inn og nýtti mér ég hélt 4.40-4.50 pace labbaði í gegnum allar drykkjarstöðvar, borðaði harðfisk bita og fékk mér kók.
Tími 1.41 og endaði í heildartíma 4.55. Váá hvað ég er ánægður með það. Kíkti aldrei á heildartímann fyrr enn 4 km voru eftir, þá sá að ég myndi geta rúllað undir 5 tíma með sama pace tíma og ég var á. Gaf í til að vera öruggur enda eitthvað eftir á tanknum því ég var að njóta og reyna að þjóta. Ef heildartíminn hefði sýnt að ég hefði verið yfir 5 tímum þá ætlaði ég að labba og njóta síðustu 4 km enda var það flottasti hlaupaparturinn.

Næring. 3x brúsar bcca frá Now á hjólinu 3 sis gel frá Hreysti og 3 salttöflur.
Hlaup 3x gel sis 2 x með koffín..harðfiskur og coke.

Ofurskemmtileg keppni í alla staði og mæli 100% með þessu.
Hvet svo þetta fáa fólk á Íslandi sem er í þríþraut að gera meira saman og njóta saman í svona keppnum. Samstaða..hvatning..gleði.

Svo að lokum Barcelona here I come😜😜

Ein athugasemd við “Endurhæfing í Elsinore!”

Lokað er fyrir athugasemdir.