Járnið í Kaupinhafn

Sunnudagurinn verður mikill járndagur! Þá keppa þessi í Kaupmannahafnarjárninu.

431 Stefan Karl Saevarsson   M35-39 Bronze Heleneholms Tri Team ISL (Iceland)
432 Benedikt Sigurdsson       M50-54 Bronze ISL (Iceland
2477 Margret Palsdottir         F40-44 Thriko ISL (Iceland)
2478 Hafdis Helgadottir        F40-44 ISL (Iceland)
2479 Didrik Stefansson          M30-34 ISL (Iceland)
2480 Runar Orn Agustsson M30-34 ISL (Iceland)
2481 Leó Einarsson               M30-34 ISL (Iceland)
2482 Einar Sigurjónsson        M35-39 Aegir 3 ISL (Iceland)
2483 Arnar Ingolfsson           M35-39 Aegir 3 ISL (Iceland)
2484 Solvi Thordarson          M35-39 Aegir 3 ISL (Iceland)
2485 Johannes Gunnarsson    M35-39 ISL (Iceland)
2486 Helgi Snæbjörnsson      M40-44 Vejen Tri og Motion ISL (Iceland)
2487 Ragnar Gudmundsson M50-54 ISL (Iceland)
2488 Sveinn Simonarson       M55-59 3SH ISL (Iceland)
2489 Bogi Jonsson                 M60-64 ISL (Iceland)

Við mörlandar fjölmenntum fyrst til Kaupmannahafnar 2010 og það þótti svo fréttnæmt að baksíða Moggans birti þetta viðtal við Vigni og Karen.

Vignir ogKaren 2010

2015 var gott ár fyrir okkur. Þá komst Geir Ómarsson til Kona.

Screenshot 2015-08-23 14.20.06Í gær fór fram Járnmannskeppni í Kaupmannahöfn, þar sem syntir eru 3,8 km í sjó, hjólaðir 180 km um Sjáland og nágrenni og endað á maraþoni. Fulltrúi íslenska þríþrautarsamfélagsins var Geir Ómarsson, sem keppir fyrir Ægir3, og nægði árangur hans til sætis á heimsmeistaramótinu á Havaí sem fer fram í október ár hvert og þykir mikil vegsemd að komast þangað. Árangur Geirs var sem hér segir:geirkoben

Þetta er þriðji besti árangur Íslendings í járnmanni en besta tímann(8:56;29) á Stefán Guðmundsson sem hann setti í Kaupmannahöfn í fyrra. Með þessum árangri er Geir sá fimmti sem vinnur sér inn keppnisrétt í Kona.

Maraþontími Geirs er sá sjötti besti í keppninni í Kaupmannahöfn og hefði dugað í verðlaunasæti í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. En þar þurftu keppendur víst ekki að synda og hjóla í rúma sex tíma fyrst.

Á meðfylgjandi mynd sést Geir á endasprettinum og gleðin leynir sér ekki þegar hann stekkur yfir marklínuna.

2016 gerði Rúnar Örn góða reisu til Kaupmannahafnar:

11 Íslendingar glímdu við danska járnið í dag.

runaraskiptisvæði

Fremstur í flokki þeirra var Rúnar Örn Ágústsson (Breiðablik) sem synti á 58,39 mínútum, hjólaði á 4:37,49 og hljóp maraþonið á 3:02,49. Heildartími hans er 8 klukkustundir, 43 mínútur og 31 sekúnda. Þessi árangur skilar honum í 14. sæti í heildina og silfri í aldursflokkinum 30-34 ára sem þýðir sæti á heimsmeistaramótinu í Kona á Havaí.

Þetta er gaman að rifja upp í tilefni sunnudagsins. Væntanlega vöknum við snemma sem heima sitjum, tékkum á sundtímum félaga okkar og tökum svo sunnudagsæfinguna með þau hjóla.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s