Bæting í Kaupmannahöfn

Hvernig segir maður keppnissögu? Mér finnst gott að skrifa nokkur orð til að muna betur upplifunina. Eftir Ironman Barcelona var ég ekki alveg viss að taka heilan strax aftur. Skráði mig í hálfan Ironman í slóvakíu í maí. Svo þegar við Birna María Karlsdóttir vorum á leiðinni norður um páskana viðra ég þessa hugmynd að langaði að nýta þetta góða form eftir að myndi klára hálfan í maí. Lagði til IM köben og mín jánkaði strax. Það kom mér opna skjöldu að hún skildi jánka strax.. ég skráði mig því í Staðarskála í hrútafirði áður en hún myndi fatta hvað hún hafði gert… Það sem ég er heppinn að vera giftur henni.. Svona æfingar sem fylgja svona ,,vitleysu“ er ekki fyrir hvern sem er að skilja. En þetta gefur manni svo ógeðslega mikið að fá öll þessi velíðunar hormón eftir æfingar að þið skuluð ekki prófa þetta 😁 Þannig það byrjaði sami rúnturinn.. hjóla Hvalfjörðinn.. hjóla til Sunny kef, hjóla til Þorlákshafnar.. hlaupa útum allar trissur.. synda í Hafravatni og Nauthólsvík.. taka pulsu rúnta á Krísuvíkur vegi.. hitta frábært fólk í Ægir3 og vera með skemmtilegu vitleysingunum í þríþrautadeild Kiwanis klúbbs Mosfellsbæjar.

Þegar nær dróg keppni fann ég að formið var orðið mun betra en í Barcelona. Svo ég reyndi að stýra væntingunum. Draumurinn er auðvitað að vera undir 10klst og á góðum degi ef allt gengi upp gæti það gengið.. Dagarnir í Köben voru góðir. Var í góðu yfirlæti hjá Kristin Anna Einarsdóttirfrænku systur mömmu og Palla. Tók góðar æfingar og heimsótti gamla skólan minn þegar ég var 12 år gammel og við bjuggum í Trørød. Færði mig svo uppá hótel nálægt keppnisstað daginn fyrir keppni.

Ég var óvenju rólegur fyrir þessa keppni. Ekki sama stressið. Veit að Birna þolir ekki þessa samlíkingu.. Alveg eins og þegar við eignuðumst barn númer tvö. Þá var ég sultu slakur eins og nú. Birna kominn með talsverða samdrætti og við á leiðinni uppá spítala.. segi við hana að ætla ekki gera sömu mistök og við fyrsta barn, að taka ekkert nesti. Þá var ég mjög svangur og vantaði samlokurnar mínar og monster… svo ég stoppa á N1 með hana öskrandi.. segi við hana: þetta er alltí lagi barnið kemur ekki strax. Ætla ná mér samloku, súkkulaði og kók og monster.. vilt þú eitthvað.. B: Drífðu þig! Í hvössum tón. Því gekk þetta mun betur hér í annað skiptið. Svaf betur Og náði að njóta mun meira.

Sund 3800 metrar

Það var fínt veður á keppnisdag. 21 gráða og 4-7m/s suðvestanátt. Smá gárur í sjónum. Hefði getað verið verra. Sundið gekk framar vonum. Skráði mig í hraðara hólf og viti menn.. hélt mig í þeim tímaramma þó ég synti næstum í vitlausa átt og stúlka á kajak bankaði í hausinn á mér og benti mér á rétta leið. Náði drafti svona helminginn af tímanum. Kitlaði einn mann svo mikið að hann stoppaði og öskraði á mig. Held að hann hafi sagt: hvad fand laver du! Ég stefndi á 1:15klst en var 5 min betur. Lenti samt í undarlegum atburði. Þegar maður syndir svona. Gengur mér illa að halda stefnu. Geir var búinn að tala um brýr og aðra hluti til að stefna á. Gleymdu því…. mig minnti að það væru 2 eða 3 brýr á útleið og 3 eða 4 til baka.. ótrúlegt að hafi þetta ekki á hreinu.. svo syndi ég og syndi.. og aldrei finnst mér ég snúa við.. ég skildi þetta ekki.. svo kemur 5 brúin og ég tel mig ekki hafa ennþá snúið við.. ég var farinn að halda að myndi lenda á bellavue ströndinni þar sem pabbi sendi mig, systkini mín og Grétar frænda forðum daga.. árið 1993 að sækja íspinna á útvarpsstöð sem var að senda út á ströndinni.. íspinnarnir voru banana smokkar.. eignaðist mína fyrstu 30 smokka þarna.. 12 ára. Auðvitað þurftu ég og gretar að opna einn inná baðherbergi heima.. blása upp og svona.. nema litla systir Kristrún kallaði yfir allt hús: það er banalykt inná baði.. men..
Allavega. Ég hélt þegar ég snéri við eftir 3000m í sundi að loksins væri ég að verða hálfnaður. Shit hvað ég dansaði í vatninu þegar fattaði hið rétta… eitthvað slökknaði á mér.. sennilega fóta ofskynjunarsveppur í kítli tánni sem ég fékk í mig.

EinarSigurjónshjól

Hjól 180 km

Skipti svæði gekk vel. Stökk uppá hjól og gaf í. Hjólið gekk mjög vel. Talsverður vindur en í hagstæða átt. Hjólaði framhjá Bellevue stranden.. fékk engar gjafir.. hjólaleiðin er miklu meira rúllandi en í Barcelona. Ekki eins hröð. En að máli málanna…
Í Barca reyndi ég að pissa á hjólinu, gekk ekki. Gat haldið í mér fram að hlaupi.. núna.. gleymdu því. Var gjörsamlega að farast í þvagblöðrunni.. Var farið að hafa áhrif á hjóla læri.. svo leit aftur fyrir mig.. langt í næsta. Lét mig renna.. reyndi að pissa.. þetta er ekki auðvelt skal ég segja ykkur.. svo kom þetta.. golden shower.. nema ég pissaði svo mikið og lengi að næsti dúddi var mættur á eftir mér. Duddi með grimma rödd: what are you doing.. hann vissi það svo sem. Ég: the bike is leaking.. svo setti ég í næsta gír og strauaði áfram.. enda svona 500gr léttari.. újé.. djöfull leið mér vel þá.. jebb.. ég pissaði á mig og er stolltur að vera kominn í klúbbinn.. þarf reyndar að mastera þetta betur 😉

Maraþon

Þá varð það hlaupið. Hafði meðvitað hægt aðeins á mér til að vera betur í stakk búinn fyrir hlaupið. Var frekar ferskur og hélt mun betra pace en í Barca. Var enn undir 5:00 pace þegar var hálfnaður og það hefði skilað sub10 klst. En eins og ég hef glímt við í öllum löngum hlaupum.. þá krampa ég.. aftan í hamstring hægra meginn. Það sama gerðist í kringum 25km og því hægðist verulega á mér. Eigilega varð hlaupið mun erfiðara en í minningunni í barca.. sem er mun flatari líka.. ég eigilega varð mjög leiður þegar sá að myndi ekki ganga að ná sub10.. en það gleymdist þegar í mark var komið. Segi eins og Geir þjálfari.. þríþraut verður fíkn. Þvílíka vellíðunnar tilfinningin sem gerir þetta allt þess virði. Að setja sér háleit markmið og standast þau gefur manni ótrulega mikið í þessu lífi.. meðan engin veit hver tilgangur lífsins er.. fullt af tilgátum. Þá geri ég þetta.. kannski í minni skömmtum á næsta ári.. ég meina.. Ná Birnu í góðan bíltúr.. og allt getur gerst. En ég segi eins og áður. Eigðu góðan maka eða ekki eiga maka. Þá er hægt að fara í svona. En frúin fær bestu þakkirnar.. þá er Ægir3 með besta þjálfarann. Takk fyrir stuðninginn og æfingarnar Geir Ómarsson. Nýliðanámskeið hjá ægir3 er fimmtudaginn 6. September í fundarsal á 2. Hæð í laugardalslaug.
Hvað næst? Óákveðið en ekki hættur..

EinarSigurjónssonKaupinh1

Í stuttu máli:

3.8 km sund – 1 klst 10 min 
180 km hjól – 5 klst 8 min – 35 km meðalhraði.
42.2 km hlaup – 3 klst 38 min – 5.12 min með hvern 1km
Heildartími með skiptisvæði : 10 klst 5 min
57 sæti af 263 í aldursflokki
291 sæti af uþb 2500 skráðum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s