Í víking til Kölnar

3sh borði köln.PNGValerie Maier segir frá:

Undanfarin tvö ár, þegar ég hef sagt fólki að ég æfi þríþraut (með smá mont í röddinni, mér finnst þríþrautafólk svalast af þeim svölustu), þá gerist alltaf það sama: „Já er það? Ironman?“ „Aehhhhh, nei, það eru líka til styttri vegalengdir“ og þegar ég fer svo að útskýra sprettþraut og súpersprettþraut þá er svarið yfirleitt „Nú er það, ég gæti það líklega líka.…“ Einmitt!
Þannig núna eftir hafa lokið minni fyrstu ólympísku þraut líður mér loksins eins og almennilegri þríþrautarkonu!

Hópferð 3SH

Við vorum 14 talsins frá þríþrautarfélaginu 3SH í Hafnarfirði sem fórum til Kölnar fyrstu helgina í september. Þar er boðið upp á alls konar vegalengdir við allra hæfi enda sannkölluð þríþrautarhátíð og tíu í okkar hóp voru skráð til keppni en hinir fjórir voru með og í klappliðinu. Í boði er beint flug til borgarinnar (næturflug) en flestir flugu til Frankfurt og komu sér einhvern veginn til Kölnar, enda ekki langt á milli.

Það er frábært að fara í hóp í svona keppni og fá stuðning og hvatningu frá öllum sérstaklega þegar maður gerir þetta í fyrsta skipti eins og ég. Við vorum tvær sem kepptum á laugardaginn, hin átta á sunnudaginn en samt mættu allir báða dagana og hjálpuðu, klöppuðu og öskruðu fyrir hvert annað. Við klikkuðum bara á því að taka ekki íslenskan fána með!
Köln Triathlon er mjög skemmtileg keppnisstaður, frekar lítill og meðfærilegur. Sundið er í stöðuvatninu Fühlinger See og brautin er bein kassalaga róðrarbraut, ca. 2km á lengd og 300m breið. Vatnið er tært og hreint og óhætt að drekka á leiðinni. Enginn öldugangur! Línur í vatninu með baujum gera það að verkum að maður getur synt alveg beint án þess að þurfa mikið að horfa upp og engin hætta á að víkja af leið. Þetta er frábær byrjendabraut.

Aðstæður
Hjólabrautin var fín, 3x15km hringir í ólympískri þraut (45km í heild!), nokkur hringtorg, ca. 2km kafli sem minnti mig á þröngan Krísuvíkurveg (verri endann), en annars mjög góð, hraðbraut og allt. Snúningspunktur á miðri leið og svo í öllum vegalengdum var annar snúningspunktur við skiptisvæði sem var mjög gaman fyrir áhorfendur þar sem hjólarar komu reglulega framhjá. Brautin fyrir járnmanninn var aðeins öðruvísi 5x 35.6 km og í hálfum járnmanni endaði brautin á því að vera samtals 98km!
Hlaupaleiðin var svo 2x5km hringir í kringum vatnið í ólympísku en 6/3 sinnum 7km fyrir heilan/hálfan járnmann. Það var líka til keppni sem kallaðist Hawaii Special: 3.8km sund, 180 hjól, en 14km hlaup og er ætluð þeim sem fara til Kona seinna á árinu sem æfingakeppni. Var ég búin að segja að þríþrautafólk er svolítið klikkað?

Daginn fyrir
Föstudaginn settum við saman hjólin og hittumst öll á keppnistað, skoðuðum skiptisvæðið og syntum aðeins í vatninu. Ég ákvað að synda ekki í blautgalla því vatnið var 22°C og ég var búin að æfa mig í sumar í svipuðum ástæðum.
Við gistum í íbúðum vitt og breitt um Köln, en fórum flest kvöld saman út að borða. Ég var svo heppin að vera með Gylfa og konu hans Maríu í íbúð og var mjög fegin að þurfa ekki setja hjólið saman ein í fyrsta skipti, geta fara saman á keppnisstaðinn o.sv.frv. Þar sem Gylfi fór í járnmanninn á sunnudeginum, fannst mér ekki viðeigandi að tala um að ég væri stressuð fyrir mína þraut á laugardaginn, þannig allt var þetta mjög rólegt og einbeitt hjá okkur daginn fyrir keppni. Ég var merkilega lítið stressuð fyrir keppnina, kannski helst hjólið, minn veikasti hluti og þar fyrir utan búin að detta á hjóli nokkrum dögum áður.

Börnin keppa!
Laugardagsmorgun keppti Arndís Finnsdóttir í sinu fyrstu þríþraut sem kallaðist „Smartþraut“ (0.7km, 30km, 7km). Í þeirri keppni voru 711 keppendur. Skemmtilegt er að segja frá því að Arndís var skráð, en vegna ýmissa ástæðna var hún eiginlega búin að ákveða að hætta við keppnina. Foreldrar hennar Þórdís og Finnur höfðu borgað ferðina fyrir hana og bróður hennar Svein með það skilyrði að þau ættu að keppa! Þannig á föstudaginn eftir að hafa prufað sundið ákvað Arndís að keppa, fékk lánað hjólið mömmu sinnar sem hún hafði aldrei setið á áður og kláraði með stæl á 2.05 klukkutímum!

3sh valerie á hjóli
Greinarhöfundur, Valerie Maier, á nýja hjólinu!

Keppnin mín byrjaði klukkan 12 og gekk bara vel. Sundið var fínt, tók mikið fram úr þar sem ég var búin að staðsetja mig frekar aftarlega, engin slagsmál, reyndi að drafta sem mest en má örugglega vera aðeins meira ákveðin næst. Eftir æfingahelgar með Karen í vetur var ég tilbúin í troðningu á sundi! Hjólið var ótrúlega skemmtilegt, enda er ég ný búin að kaupa mér frábært hjól (Cervelo P3), þvílíkt gaman! Hugsaði meira að segja í eitt sekúndubrot á hjólinu „jú kannski fer ég einhverntima í hálfan járnkall….“, hlaupið var svo í lagi, ekki besti 10km hraði, en það var frekar heitt 24°C og þurfti að passa vel að drekka nóg. Endaði á 2.51 klukkutímum, var 256. af ca. 800 keppendum, 26. kona (af 192) og fjórða í mínum aldursflokk. Sundið klárlega sterkast, svolitið hæg á hjóli og meðalgóð í hlaupinu. Áætlun fyrir veturinn er að bæta hjólið. Mjög ánægð með það!

3sh halldór þórdís sveinn
Halldór, Sveinn og Þórdís fyrir keppni.

Sunnudaginn kepptu Ívar og Gylfi í heilum járnmanni (106 keppendur í heild) og Finnur í Hawaii Special (58 keppendur), byrjuðu klukkan 7 um morguninn, vatnið ótrúlega fallegt aðeins hlýrra en loftið á þessum tíma. Sundið gekk vel hjá öllum, Gylfi synti á 60 mínútum nákvæmlega eftir plani. Svo tók 180km hjól við og við klappstýrurnar fórum að staðsetja okkur þannig að við gátum hvatt.

Um hádegisbil byrjaði svo hálfur járnmaður (510 keppendur). Fyrir Halldór og Svein var það annar hálfi járnmaður þeirra á þessu ári. Steffi og Torben, sem eru þaulreynd þríþrautahjón, voru búin að vera í 7 ára hvíld frá járninu og því auðvitað spennt fyrir þessa keppni. Torben átti frábært sund á 28.37 mínútum og í endanum var Sveinn fyrstur úr okkar hópi á 5.10 klukkutímum og Torben rétt á eftir. Hefðu klárlega verið undir 5 tímum ef hjólaleggurinn hefði verið 90km í stað 98km.

Það gekk líka vel hjá Þórdísi, Steffi og Halldóri, en öllum fannst hlaupið frekar erfitt, líklega vegna hita. Þordís var 3. í sínum aldursflokki á 5.53 klukkutímum! Allir úr okkur tíu manna hóp náðu að klára og sumir settu persónulegt met, til dæmis Ívar sem kláraði heilan Ironman á 11.27.

3sh ívar kemur í mark sem eisenmann
„Ívar, du bist ein Eisenmann!“

Öll úrslit eru hér:
Mér fannst ofsalega gaman og lærdómsríkt að fá að fylgjast með okkar keppendum á sunnudaginn. Hausinn er klárlega stór hluti í þessu og mjög gaman að fá bros eða thumbs up frá keppendum fyrir hvatninguna, einn maður kom meira segja eftir járnmanninn til mín til að þakka fyrir stuðninginn!

3sh gylfi hvílir sig
Gylfi „eisenmann“ hvílir sig. Bjórinn er óáfengur. Í baksýn er Fuhlinger See.

Eftir keppnina situr þetta eftir:
• Hafa gaman! Við veljum að gera þetta!
• Ekki vera með íbúð á 5. hæð án lyftu!
• Kannski ekki sniðugt að fara á steikhús daginn fyrir keppni ef manni finnst gott rauðvín, en má ekki fá sér!
• Heill Ironman er klikkun, hverjum dettur í hug að hlaupa heilt maraþon eftir allt sem á undan er gengið!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s