Uppskeruhátíð ÞRÍ

Uppskeruhátíð Þríþrautarsambands Íslands var haldin á efri hæðinni á Sólon Bístró í Bankastræti og svo skemmtilega vildi til að sælustund eða Happy Hour hófst þegar fyrsti gesturinn gekk í salinn. Margar myndir voru teknar og ef þær prentast vel má sjá gleðina skína af hverju trýni.

stjórnÞrÍ
Þetta er stjórn ÞRÍ: Talið frá vinstri eru Bjarki Rúnar, Kristín Laufey, Hákon, Rannveig, Hákon Jónsson og Halldóra forseti
benni og birna
Birna Íris Jónsdóttir sagði frá lífi sínu í þríþraut og öllum sem því fylgir, birti meira að segja tölur úr heimilisbókhaldinu og gaf kost á spurningum um rómantík. Benni Hjartar sagði frá Ermasundi og öllu sem því fylgir og sýndi skemmtilegar myndir. Hann fékk spurningar um smurningu.
breiðablik
Þetta er stigahæsta lið sumarsins og kennir sig við Breiðablik. Önnur frá hægri er Maja.
Birna, ranna, bjarki, hákon Siggi
Þetta vaska fólk fékk bikara fyrir árangur í stigakeppninni. Siggi og Rannveig fengu þá stærstu. Með þeim á myndinni eru Birna, Bjarki og Hákon. Rannveig og Hákon urðu einnig Íslandsmeistarar í ofursprettþraut.
IngvarogBrynhildurnýliðarársins
Þetta eru nýliðar ársins með bikarana sína. Ingvi Jónasson og Brynhildur Georgsdóttir.
Siggiogmammagullu
Fulltrúar ÞRÍ á viðurkenningahátíð ÍSÍ eru þríþrautarkarl og þríþrautarkona ársins. Þangað mætir Sigurður Örn Ragnarsson og Guðlaug Edda Hannesdóttir sem hafa farið mikinn í sumar. Með Sigga á myndinni er mamma Gullu.

Síðan var borinn fram matur og smjöttuðu flestir vel á veitingunum sem voru tapasbitar á stærð við smáfugla og kjötspjót af nauti og kjúklingi. Þeim fylgdi sósa sem einhverjum var talin trú um að væri orkugel og þá rann það fljótt og vel út.

Á skjánum var útsendingin frá Kona sem gladdi augu margra en aðrir voru kvöldsvæfir og fóru heim til að ná hvíld fyrir morgunæfinguna.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s