Ber er hver að baki nema bróður eigi…

Dandý segir frá:

Það var síðastliðið haust að ég ásamt nokkuð fleiri heldri borgurum frá Egilsstöðum ákváðum að æfa okkur og taka þátt í IM 70.3 í Helsingör. Ég, Guðbjörg og Keli (minn) fórum 2017 og ákváðum að fara aftur þangað. Því styttra því betra – tengiflugið okkar er alltaf EGS – RVK.  Í niðursuðudós.

Kobbi bróðir, sá eðaldrengur ákveður að koma líka. Jibbí, bónus fyrir mig.

Veturinn líður, það eru þrjár vikur í keppni og ég rifja upp:

  • Við Kobbi höfum margt brallað eins og önnur systkin en fyrsta hreyfiþrautin okkar saman eftir grunnskóla var að fara Laugaveginn 2011. Þá fylgdi hann mér alla leið.
  • 2013 förum við Landvættinn og hann fylgdi mér síðustu þrautina. Svo við urðum Landvættir saman.
  • 2016 tökum við Álkarlinn á Austurlandi saman.
  • Fyrir utan að hafa farið saman (hann aðeins á undan) i fyrsta IM í Kalmar 2014.

Við vorum búin að ræða það að rúlla einn svona IM saman einn daginn. Svo ég henti þessu fram á fjölskyldu snappið „Kobbi, er þetta sá sem við gerum saman“.

„Já já“ Hann sagði: „úr því ég ætlaði hvort sem er að bíða eftir þér einn daginn best að gera það í hálfum og ljúka því af“.

Nema sko þetta er ekki svo einfalt.

Keppnisdagur hefst eins og áður á því að allir tékka dekkin, smyrja kroppinn, pissa, kúka (þeir sem geta) og allt það sem menn reyna að gera til að létta sál og líkama fyrir svona átök. Plast í eyrun, hettan á og jibbí. Veislan er að byrja.

Sund:  Startið er fínt, við hendum okkur í sjóinn hlið við og Kobbi ætlar að hafa auga með mér. Ég sá hann enn eftir um 300 metra en þá kemur að smá kraðaki i sundinu. Það verður einhver barningur og ég fæ högg á sundgleraugun. Við það springur annað glerið og festingin milli glerja skemmist. Frábært bara 1600 metrar eftir. Konan sem tapaði gleðinni var skipað upp í bát því þetta var jú ekki liðsandinn og hún var köttuð út. Ég spyr hvort ég ætti ekki bara að hætta því það væri nokkuð vonlaust að synda þetta án gleraugna. „Nei nei ef þér líður vel reyndu þá við fylgjumst með þér“. UH OK takk.

Ég fann appelsínugulan galla og fylgdi honum því annað hreinlega sá ég ekki. Náði þó annað slagið að stoppa og festa gleraugun eða tylla þeim svo að þetta var nú ekki eins slæmt og hefði getað verið, annað glerið virkaði alltaf um 100 metra í einu. Synti bara með hægri hendi og hætti að vorkenna mér. Þarna var fólk að taka þátt sem var blint og menn með auka einstaklinga í farteskinu svo mér var bara anskotans engin vorkunn.

Sundið 41 mín og einhverjar sek.  Bara töf um sirka þrjár mínútur út af þessu veseni. EN HVAR ER KOBBI.

T1 og hjól:  Ég hendist á skiptisvæðið og litast um en sé ekki Kobba. Hugsa að hann hafi líklega farið, eins og ég sagði við hann „ekki vera að bíða eftir mér ef þú nennir ekki og ég er eitthvað sein“. 

Býst bara við því að hann sé á öðru hundraðinu í hjólabrautinni. Sé mágkonu mína sem húrrar mig áfram og held því að ég hafi rétt fyrir mér. Jogga að hjóli og off I go. Átti bara fínan hjólatíma. Þurfti að stoppa á síðustu stöð eða um 70 km mark því að stómapokinn minn var farinn að lafa og þá er betra að gefa sér fimm til sjö mín krakkar mínir. Það vill enginn hafa kúk í buxum í marki og hvað þá frá miðjum nafla. Konur eru oftast nær skipulagðar svo ég var með allar stómagræjur af þeim fáu sem ég tók með að heiman innan á hjólatreyjunni minni. Húrra fyrir mér.

Hef ekki ennþá séð Kobba. Gæti verið vegna þess að þetta er svolítið þvers og kruss hjólaleið. Klára hjólið á rétt um 3 klst og það er bara mín besta geta á gamla racernum mínum og all weather 25 dekkjum.

HVAR ER KOBBI

T2 og hlaup/labb/sljogg:

Ég vissi að ég myndi ekki hlaupa þetta. Í fyrsta lagi braut ég rif tveimur vikum fyrir keppni. Alls ekkert sem truflaði mig nema bara í hlaupi því að þetta var brot á besta stað og svo var ég ekki með hreyfistómavörurnar mínar. VEL GERT DANDÝ.

Tók ákvörðun um að hlaupa þar til ég fyndi það mikið til að ég gæti ekki hlaupið meira. Og það gerðist bara strax eftir fjóra km svo ég lét mig vaða að fyrstu teygju (gul) og svo var ég sigruð vegna rifjaverkja. EN krakkar mínir, eins og við segjum „þetta er bara verkur, bara líkamlegur verkur og það er bara allt í lagi“.

Meðan hausinn vill þig lengra haldu þá áfram. Ég hafði nægan tíma.

HVAR ER KOBBI

Nú labba ég og strunsa eins og ég get en þarna er heitt. Alltof heitt fyrir mig svona endurlýsandi mjólkurhvítt kvikindi. Nokkrum kílóum of þung, með slitin krossbönd og brotin rifbein þá var gangan tekin á nýtt level.

Ég naut þess að hrósa starfsfólki, pósa fyrir myndavélarnar og sjá alla vini mína út um allt hamast eins og túrbínur.

VAR ÞÁ EKKI KOBBI MÆTTUR. Hann sagði „þú ert á undan og ekki fara að bíða eftir mér, þú tekur þetta bara“.  Waddafúkk. Hvað gerðist? Þarna fékk ég nýtt hugarverkefni meðan ég hjassaðist þessa hringi sem eftir voru.

1.       Hugsa um hvað kom fyrir Kobba

2.       Hugsa um hvar er Kristbjörg

3.       Hugsa um Geira frænda sem var að fara i sinn fyrsta 66 ára gamall og frekar utan við sig

4.       Hugsa um að ég gat ekki hlussast áfram en samt myndi ég vera á betri tíma en síðast

5.       Þakka almennilega fyrir mig á öllum stöðum

Klára þetta á sléttum 7 klst og einhverjum sek sem má eyða.

dandy2
Dandý oog Kobbi með Ásgeiri Kristjáns (66 ára)

TAKIÐ NÚ VEL EFTIR

Kobbi, þessi einstaki bróðir hann beið eftir mér og leitaði að mér á T1 í 49 mínútur. Það eru fjörutíuogníumínútur. Hann setti klárlega met á skiptisvæði.

Bið ykkur um að rétta ekki upp hönd og segja að þið eigið betra eintak. Ætla ekki að hlusta.

Kristbjörg vinkona kom frá Seattle daginn áður og var ekki í andlegu standi fyrir sundið og lenti strax í vandræðum. Hún kemur og klárar næst. Hún var geggjuð sem stuðningsmaður. Mæli með.

Allir Egilsstaðabúar sem fóru af stað kláruðu. Stoltið gæti drepið mig því þau tilkynntu mér hátt og snjallt að þeirra þátttaka væri mér að kenna. Takk ég elska þegar það er mér að kenna að aðrir hreyfa sig og hafa markmið.

Hlakka til að fara aftur, vera þreytt og finna að ég lifi við þau forréttindi að geta þetta þó ég sé skjaldbaka í hraða. Ekki segja „ég get þetta ekki fyrr en þú getur það ekki.“ Reyndu.

dandy3
Hrafnkell, Dandý og Kobbi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s