Skýfall í Austuríki

Einar Sigurjónsson lætur allt vaða:

Eftir Ironman í Kaupmannahöfn í fyrra þá ákvað ég strax að ég skildi fara aftur. En var óviss hvert. Fyrst skráði ég mig í hálfan Ironman í Jönköping Svíþjóð sem 14 Íslendingar kláruðu núna á sunnudaginn. Þá sagði pabbi við mig hví ég ætlaði í kúbein? Ég skil núna hvaðan minn húmor kemur en eftir að Ólafur Gunnarsson sagði mér að hann væri að fara til Austuríkisí heilan Ironman hætti ég við kúbeinið og skráði mig í Austuríki. Æfingar byrjuðu í september hjá Þríþrautarfélaginu Ægir3 og það gekk vel. Aldrei hef ég skilað jafn mikið af æfingum, aldrei verið eins skemmtilegt, aldrei hef ég verið í jafn góðu formi á ævinni. Hvort sem það var í watta testum á hjólinu eða hlaupa hraða á lágum púls eða synt eins og hafmeyja. Þetta var skothelt. Markmiðið var að fara undir 10 klst í Austuríki. Búmm. Auðvitað hugsaði ég að þetta myndi vera erfitt. Hjólaleggurinn í Austuríki er erfiður. Hækkun uppá tæpa 1600m sem er t.d helmingi meira en þegar fór í IM Barcelona. En sundið og hlaupið gott.
Vorið og sumarið fór vel af stað. Hvalfjörðurinn var hjólaður mörgum sinnum fram og aftur. Ég keppti í styttri vegalengdum við aðra þríþrautakappa. Þar var Gutti, Guðjón Karl Traustason fremstur meðal jafningja. Hann heldur manni alltaf við efnið. Þakka honum fyrir það. Best gekk mér í Ólympískri þríþraut á Laugarvatni þar sem ég endaði í 4.sæti í heildarkeppninni en 2.sæti í 24-39 ára aldursflokki. Þetta lofaði góðu.
Þessi lífstíll er yndislegur og mín lífsfylling í amstri hins venjulega lífs. Að setja sér háleit markmið gefur miðaldra forréttinda karli gleði, tilgang, ego og það sem skiptir mestu máli, betri manneskju. Oft fæ ég spurningu og fullyrðingar hvort ég sé ekki að skemma eitthvað í líkamanum. Ég er farinn að svara þessu. Það er málsháttur sem hangir uppi í World Class um jólin. Hann hljóðar svo: Það skiptir ekki máli hvað þú borðar milli jóla og nýárs heldur nýárs og jóla. Þessir 358 dagar skipta meira máli. Það er dálítið það sama og í æfingum fyrir Ironman. Keppnin var 7.júli. Þann dag var álagið mikið. Hina 364 dagana var þetta innan skynsemis marka. Og andlega hef ég aldrei verið betri.

einar2
Jæja, þá skulum við vinda okkur til Austuríkis. Ég fór með eðal fólki, Óla þjálfara, Ari Hermann Oddsson formanni órólegu deildarinnar hjá Þríþrautafélagi Kiwanis klúbbs Mosfellsbæjar. Svo voru Brynhildur Georgsdottir og Maggi hennar maður mætt líka. Ég mætti á fimmtudegi þann 4.júlí eftir stífa keyrslu um 400km leið frá Munchen til Klagenfurt í Austuríki. Sund- og hjólaæfing var tekin á föstudegi og 15 mín í hverri grein á laugardegi. Svo var farið á keppnisfund. Svaka stemmning og gleði. Mótshaldari tilkynnti að þetta væri ein fjölmennasta ef ekki sú stærsta Ironman keppni sem haldin hefur verið. 4000 þátttakendur… held það hafi verið nær 3500. Allavega. Þá kom fyrsta sjokkið. Vatnið var komið í 26° en þurfti að vera undir 24,5°… daginn áður hafði það mælst 24,8°. Niðurstaðan: engir blautbúningar leyfðir í sundinu. Ég viðurkenni að ég fékk sting í magan. Það bættust 100 fiðrildi við. Þetta þýddi 7-10% hægari sundtími hugsaði ég með mér. Og það myndi kosta meiri orku að synda þetta. Ekki gott. Gat svo sem getið mér til um þetta miðað við hitann sem hafði verið þarna dagana og vikurnar á undan.

einAR1
Daginn fyrir keppni var farið yfir planið með næringu. Salttöflur áttu að hjálpa við krampa sem glími ávallt við. Ari formaður lagði til að taka imodium sem eru töflur við niðurgang. Það hafði hugsanlega hjálpað Lúlla félaga okkar í Swissman fyrir 2-3 vikum, sem var reyndar mættur þarna galvaskur í stuðningsliðinu. Reyndar voru hægðir orðnar frekar mjúkar og ekki vill maður fá þetta niður í miðri keppni, svo þetta hljómaði bara nokkuð ágætlega. Ari tók hinsvegar skýrt fram að inntakan yrði að vera í gegnum endaþarm, til að minnka álagið á nýrun. Já krakkar mínir, það er ástæða fyrir því að hann er formaður órólegu deildarinnar. Þvílíkur gæðingur. Taflan var tekin klukkutíma fyrir keppni. Ekki í gegnum endaþarm.

Sundið.
Það var gríðarleg stemmning á keppnismorgni og frábært verður. Ég stillti mér í sundhólf með Óla, Ara og Binnu í hraðahólfi 1:00-1:10klst þó að ég væri ekki í galla. Bjartsýnn á gott draft og hörku sund. Það var rúllandi start sem þýðir að 4 hlaupa út í vatnið á 5 sek fresti. Mér leið vel í sundinu og náði að vera í drafti örugglega meira en helmingin af leiðinni. Við enduðum síðustu 1000m í 7-10m breiðum kanal þar sem er mikill hraði. En þegar það voru um 100m í mark byrjaði þetta þvílíka kaos. Þú ert í engum galla og færð því ekki flotið þitt. Ég hef aldrei lent í svona miklum slagsmálum í sundi áður. Drakk vatn og fékk mikið af höggum. Ég átti mjög erfitt með að komast uppúr og margir starfsmenn voru komnir út í vatnið að hjálpa fólki uppúr. Það tókst. En fyrsta áfallið kom þegar leit á klukkuna. 1:18 klst. Strax orðinn 10mín á eftir áætlun. Þetta var dýrt spaug. Þetta þurfti að leiðrétta.

T1
Hljóp einhverja 700 m frá canalinum og í gegnum skiptisvæði. Hafði talsverðan tíma til að hugsa mitt ráð. Niðurstaðan var að hamra hjólið. Þvílíka djöfulsins vitleysan, eftirá að hugsa.

Hjólið.
Ég fór vel af stað og hélt góðum hraða. Margar rúllandi brekkur og sumar frekar brattar. Ég braut allar mínar prinsipp reglur um hvaða Wöttum ég skyldi hjóla á. Fór oft yfir 300W+ í of langan tíma. Svo lét maður sig renna niður oft því það voru margir í brautinni og hlykkjóttir vegir. Of oft þurfti maður að bremsa á leið niður. Það er ekki góð leið til að halda háum meðalhraða. Eftir fyrri 90km hafði ég haldið 210 Np wöttum. Ég er 66kg sem þýðir að þetta voru næstum 3,2 meðalwött per kg. Það er alltof mikið fyrir mig. En ég var ánægður með 35km meðalhraða. Kannski kemst ég upp með þetta? Nú var hitinn farinn að vaxa enn meira í sólinni og þreytan var byrjuð að skila sér grimmt. Þegar klifrin byrjuðu aftur í kringum 110km leið mér eins og í bakarofni. Lærin vorum orðinn well done. Var í léttasta gír að reyna stíga pedalana upp erfið klifur. FOKK. Þetta var farið að bíta vel. Ég drakk og drakk.. en aldrei þufti ég að pissa. Fær enginn golden shower? Skildi það nú ekki. En auðvitað svitnaði ég þessu jafnóðum eða ég drakk bara ekki nóg. Gat það verið? Allavega, umhverfið var stórkostlegt. 100 filar lögðu af stað í leiðangur. Jákvæðar hugsanir er það sem þú getur stjórnað. Ský voru farinn að þéttast. Jess! Hitinn fer lækkandi. Ég bruna niður síðustu brekkuna og er kominn á beina kaflann í átt að skiptisvæðinu fyrir hlaupið. Vissi að ég gæti treyst á þessa blessuðu veðurfræðinga. Þeir lofuðu rigningu eftir hádegi og hún virtist vera að koma. En fyrst kom smá vindur. Hann varð svo aðeins meiri og á engri stundu var kominn stormur að mér fannst. Vegirnir voru þakktir greinum, könglum, laufblöðum og allskyns gróðri. Hvað var í gangi? Skv. Veðurstofu Austuríkis fór vindur upp í 18-19 m/s. En sem betur fer var lítið eftir af hjólaleggnum. Þegar hjólið kláraðist hafði ég haldið um 180 meðalvöttum á seinni 90km sem skilaði sér í 192 meðalwöttum á 180km eða 2.9 wött per kg skv. Trainingpeaks. Það er minna en í fyrra. Vonbrigði.

T2
Skiptisvæðið var eins og á hamfarasvæði. Grindur og hjól lágu útum allt og sjálfboðaliðar að reyna hreinsa þetta til. Ég þurfti að bera hjólið á bakinu meðan ég klofaði yfir milljón krónu hjól sem lágu útum allt. Stökk á klósettið, náði að tæma blöðruna vel. Hugsaði þá hvort þetta væri eitthvað grín eða falin myndavél. Var virkilega stormur að ganga þarna yfir? Hugsaði einnig um þá sem áttu mun meira eftir af hjólaleggnum. Þeir lentu víst nokkrir í miklum vandræðum og einhverjir stoppuðu. Stökk svo í hlaupaskóna og af stað.

Hlaupið
Þá byrjaði að rigna. Þá meina ég riiiigggna. Það var skýfall. Kann ekki tölulegar upplýsingar um millimetra af rigningu á klst en ég held að þetta hafi verið talið í metrum á sekúndu! Var þetta nokkuð haglél hugsaði ég, það var sárt að fá dropana á sig. Hlaupabrautin varð að stórfljóti á köflum. Fólk hljóp víða utanbrautar þar sem Þjórsá var ekki. Geri mér ekki alveg grein fyrir hvað þetta stóð lengi. Langar að giska á 30-40 mín. Ég hélt samt hraða það þurfti að bæta upp fyrir svo hægt hjól. Mætti Óla og svo Binnu í brautinni, smellti einni fimmu á þau. Bíddu, eru þau á undan mér, fór ég að hugsa. Er ég ekki að hlaupa út í enda á brautinni? Getur verið að ég sé ekki búinn að snúa við? Þarna var ég orðinn svo ruglaður að ég gleymdi að ég hafði tekið 180° beygju.
Hlaupið gekk vel fram að 22km. Ég hugsaði þá afhverju ég væri ekki í kúbeininu. Helmingurinn eftir og gamlir draugar farnir að mæta. Ég var enn og aftur farinn að fá krampa í framan og aftanverð læri. Hugsaði hvort Ari hefði haft rétt fyrir sér. Djöfulinn, imodium hefði átt að fara inn um endaþarm. Stóð þarna og reyndi að teygja á hægri hamstring en þá öskraði hægri quadriceps. Gömul austuríks kona kemur hlaupandi til mín. Og talar um vatn á þýsku. Ég sagði no, no og fer í vasan á númerabeltinu og segi: „I want pills“. Hugsaði með mér hvað eru salttöflur á ensku? Gamla segir við mig hvössum augum:“ No drugs!!“ Díses. „This is salttöflur.“ Alveg steiktur. Tek vatnið hjá henni og tvær rótsterkar vefaukandi töflur (salttölfur) og af stað. Pace-ið droppar úr 4:55 pace í 6:00 pace. Ef reyndi að auka hraðan fór vöðvinn að skjálfa. Alveg magnað hreint. Var samt alveg sama því ég vissi að markmiðin voru fokinn út í veður og vind -bókstaflega. En mesti sigurinn var að halda haus. Aðra eins vöðva verki og þreytu hef ég ekki upplifað svona grimmt. Líkaminn sagði „stopp“, hausinn sagði „gleymdu því.“ Þarna fóru jákvæðu hugsanirnar í gang. Vissi að Kolbeinn Guðmundsson félagi minn hefði verið á djammi í gær. Honum líður örugglega mun verr en mér. Hann er þunnur. Ekki ég. Hugsaði þegar Kristrún Sigurjónsdóttir systir hljóp á eftir mér þegar ég var 11 ára með skiptilykil og barði honum í herbergishurðina svo það kom gat. Þá þurfti ég að hlaupa hratt. Kannski gæti ég það núna líka. Þetta er hlutinn við þessa íþrótt sem ég elska: Nægur tími til að hugsa um lífið og tilveruna. Um fjölskyldu og vini. Þetta líður allt saman. Verkur er tilfinning. Reyndu að stýra því sjálfur. Þetta mun klárast. Allt í einu er komið skilti. Það stendur 40 km. Vá! Þetta er að klárast. Maður flýgur áfram, öll líkamleg vanlíðan hverfur eins og dögg fyrr sólu. Allt erfiði undanfarna mánuði er að skila sér. Ástæðan fyrir þessu öllu saman. Stórkostleg vellíðan að standast erfiða þrekþraun. Þú ert búinn að vera að í 10 klst og 45 mín betur á miklu álagi og á einu augnabliki ertu þinn eigin sigurvegari. Mér líður betur en þegar Lionel Messi tekur á móti meistaradeildartitli. Þannig er það bara. Þetta er ástæðan að ég mun fara aftur. Þriðja Ironman keppnin á tveimur árum . Er það ekki fyrirsögn!
Handan marklínu: 
Ég fæ mér að borða og fer í sturtu. Bíð eftir Binnu og Óla. Heyri í Ara formanni órólegu deildarinnar. Hann þurfti að hætti keppni vegna meiðsla – því miður. Lúlli tekur epískt viðtal við hann haltrandi. Lúllí: „Hvað gerðist Ari?“ A: „Ég fékk krampa undir ilina í sundinu og þurfti að stoppa tvisvar á fyrri 90km á hjólinu og sá fram á að þetta mundi ekki ganga.“ Lúlli: „Hvar er verkurinn?“ Ari: „Undir hælnum.“ Lúlli: „Það er ekki hægt að HÆLA þér fyrir þetta!“ – BÚMM! Ari: gefur Lúlla fingurinn. Einmitt það sem þú vildir heyra rétt eftir að þú þurftir að hætta keppni. Magnaðir gæjar! Eftir mat í tjaldinu og tvo Big Mac fór ég upp í íbúð. Kláraði að pakka hjólinu og taka allt til. Þurfti að keyra af stað til Munchen 6:00 morguninn eftir. Klukkan var að detta í miðnætti og ég settist á klósettið. Helvítis, það kemur ekki neitt… Helvítis imodium. Ætla þá að standa upp en krampa þá framan í læri. Veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta. Kalla á hjálp en ég veit að enginn er að fara hjálpa mér. Gamla konan hinum meginn á ganginum heyrði illa þegar heilsaði henni daginn áður. Hvað átti hún svo sem að gera? Ég var farinn að hugsa samtalið. Þetta var orðið of skrítið. Tosaði í sturtu hengið og komst á fætur. Hugarástandið var orðið mjög súrt en gleðilegt. Einn í Austuríki fastur á klósettinu og þykist vera Ironman. Hvaða rugl er þetta?

Niðurlag
Vonbrigðin voru á ákveðnum tímapunktum í keppninni. Það leið yfir. Vaknaði kl 6:30 í morgun og byrjaði að glamra þetta. Ég er stolltur og ánægður. Tíma markmiðin náðust ekki. En ég ferðalagið var gott, félagsskapurinn góður og fullt af frábærum æfingafélögum. Binna var fjórða í sínum aldurslokki í IM Austuríki og svo bárust fréttir af því að Tóta Þórunn Margrét Gunnarsdóttirvann sinn aldursflokk í hálfum Ironman í Jönköping á 5:10klst. Það er geggjað skal ég segja ykkur.

Yndisleg fjölskylda sem ég á og því get ég staðið í þessu. Venjuleg æfingavika á veturnar er 8-10 klst á viku. Og síðustu vikur fyrir keppni fóru 20 klst á viku í æfingar. Allt á góðu jöfnu álagi þar sem passað var uppá líkamann. Auk þessar voru 20 mínútur alla virka daga í styrktaræfingar fyrir mjaðmir, hné og ökkla. Þannig helst maður meiðslalaus… 7,9,13. Fyrir ykkur sem nenntuð að lesa þessa dramtísku langloku, þakka ég fyrir. Þakka einnig fyrir allar kveðjur og skilaboð sem hef fengið. Það skiptir máli. Hreyfið ykkur. Það mun gleðja ykkar líf. Þarf ekki svona vitleysu. Undir 10 klst Ironman markmið mun halda áfram. Þessi keppni fer í reynslubankan. Æfingar fyrir áhugasama byrja hjá Ægir3 í september. Munið að skrá ykkur.

Stutta útgáfan:

 Ironman Austria 2019
3.8 km sund – 1 klst 18 min
180 km hjól – 5 klst 31 min – 32,5 km meðalhraði.
42.2 km hlaup – 3 klst 46 min – 5.23 min/km
Heildartími með skiptisvæði : 10 klst 45 min
97 sæti af 333 í aldursflokki af þeim sem kláruðu
484 sæti af uþb 3500+ skráðum
Þriðji heili Ironman.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s