Með viljann að vopni

Katrín Pálsdóttir segir frá:

Í nóvember í fyrra skráði ég og Þorsteinn okkur í hálfan Ironman í Bintan í Indonesíu. Drifum okkur að panta gistingu í 350 fm villu með einkasundlaug staðsett á ströndinni. Við vorum fljót að bjóða Bryndísi, Mà og Ísabellu að koma með okkur því einhver þyrfti að passa tvíburana á meðan við værum að keppa. Þvílík heppni að fá þau með, svo bættist gleðigjafinn Rafn með í ferðina sem gerði ferðina enn betri.

Í febrúar hófst svo undirbúningur fyrir Bintan. Við fengum Geir Ómarsson besta þríþrautamann á Íslandi til að þjálfa okkur. Mín markmið voru mjög skýr þ.e. vinna minn aldursflokk í Bintan og fá boð um að taka þátt í heimsmeistarakeppninni á næsta ári. Ekkert mál, Geir setti upp frábært plan og ég fann í hverjum mánuði að ég var að bæta mig. En mér fannst ég alltaf hálf glötuð að hlaupa, var oft að kommenta á æfinguna að mér liði eins og ég væri 100 ára að hlaupa…

En í byrjun maí hófst þríþrautatímabilið á Íslandi, ég smellti mér strax í fyrstu tvær keppnirnar í stigakeppninni. Gekk ótrúlega vel, var í fyrsta og öðru sæti í mínum flokki og 3ja og fjórða í heildina, en missti alltaf einhverja fram úr í hlaupinu. En var komin í 2 sætið í stigakeppninni í lok maí og næsta keppni tveim vikum síðar á Laugarvatni sem ég ætlaði að rúlla upp.
Mér fannst ég reyndar hafa orðið pínu slöpp eftir síðustu keppnir, eins og ég væri með beinverki og flensu, fékk líka brónkítis en ég hugsaði að ég hefði örugglega ofreynt mig í keppnunum þannig ég ætlaði nú ekki að tala um það. Nokkrum dögum síðar átti ég að mæta á hlaupaæfingu en fannst ég vera eitthvað veikluleg, ég fer samt út að hlaupa en sný við eftir 1 km. Þegar ég kem heim þá hósta ég frekar miklu blóði. Ég hugsa að þetta er örugglega ekkert, ég hafði hóstað blóði í fyrra líka og farið til læknis og hann sent mig í röntgen á lungum og það var ekkert að. Þannig ég ætlaði nú ekki að fara ónáða læknana með að spyrja aftur hvað væri að mér. Svo í júní dettur einn góður vinur okkar í heimsókn, Jóhann Sigurjónsson.  Hann var út í Vík með krakkana í sundi og kíkir við í kaffi. Ég vissi að hann væri að leysa af inni á sjúkrahúsi á Ísafirði og af því ég ætlaði ekki aftur til læknis þá ákvað ég að spyrja hann út í blóðið. Hann heimtaði að ég kæmi strax til sín næsta dag og vildi rannsaka þetta frekar. Ohh ég fékk eiginlega samviskubit að vera spyrja hann læknaspurningu þegar hann væri heim að kíkja í kaffi. En ok, hann hringdi um morguninn og spurði hvort ég væri ekki að koma í tímann. Ég hlýddi auðvita lækninum og stökk af stað. Jóhann setti mig í öndunarpróf til að ath hvort ég gæti verið með astma því það heyrðist alltaf eitthvað „kurr“ í lungunum þegar ég dró andann. Já mér fannst það mjög líklegt, pottþétt með astma 🙂
Svo sendi hann mig í sneiðmynd og þá sást eitthvað skrítið í lungunum, það gæti verið lungnakrabbamein en það gæti líka verið bólginn eitill. Ég hef aldrei reykt, lifi rosalega heilsusamlegu lífi… já pottþétt bólginn eitill! En þetta þurfti að kanna þetta betur og um miðjan júní er ég send í fullt af rannsóknum, sneiðmynd af höfði, kvið, lungu, beinaskanna, öndunartest, blóðprufur og berkjuspeglun. Í berkjuspegluninni sést krabbamein sem er eiginlega búið að loka fyrir eina berkjuna í hægra lunga. Mjög sjaldgjæft krabbamein sem kallast carcinoid. Jæja eins undarlegt og það hljómar þá var ég, 35 ára heilsufríkin komin með lungnakrabbamein! Það var eiginlega ómögulegt. En ég er alltaf súper bjartsýn, drífum þessa aðgerð bara af svo ég geti haldið á með lífið, lækningin er að skera hálft hægra lungað.kata2
Í byrjun júlí er aðgerðardagur. Ég var svo ótrúlega lánsöm að fá Tómas besta skurðlækni á Íslandi til að framkvæma aðgerðina. Hann læknaði mig á methraða. Enda þegar aðgerðin var búin þá var það fyrsta sem ég spurði hann hvort þetta hefði verið „personal best“ hjá honum?? Ok.. var pínu rugluð eftir svæfinguna og með PB á heilanum haha. Ég lá inni í 5 daga á Landspítalanum, þar var ég svo ótrúlega heppin að hafa annan uppáhaldslækni, hann Sigurð sem hjálpaði mér ótrúlega mikið, þvílík heppni að kynnast þessum læknum! Fyrsta daginn eftir aðgerðina gat ég ekki talað heila setningu án þess að þurfa að hvíla mig, ég var með núll þol. Gat ekki farið fram úr án þess að láta hjálpa mér á fætur, enda með leiðindar dren inn í mér sem var með endalaus óþægindi. Við hliðiná mér lá yndisleg kona hún Þórdís, hún hafði verið í sömu aðgerð og ég. Mér fannst hún svo hress að sjá, hún var komin í buxur og farin að reisa sig sjálf upp úr rúminu, ég var enn í læknastuttbuxum og þurfi hjálp á klóið. Keppnis-Kata dreif sig í buxur og fór strax að reyna koma sér sjálf út úr rúminu, ég varð að vera jafn dugleg og Þórdís en komst reyndar að því að hún var búin að vera 2 dögum lengur en ég, þannig ég róaði mig aðeins í keppninni 😀
Ég var mjög fljót að koma mér á fætur, farin að vinna tveim og hálfri viku eftir aðgerðina, farin að hjóla og alltaf að testa hlaupið. Fannst eiginlega best að fara sem fyrst að vinna svo ég gæti setið kyrr í Landsbankanum, annars var ég komin í fjallgöngu eða í einhvern hasar.
Svo er komið að ferð til Indonesíu, 6 vikum síðar…
Ok ég var reyndar ekki viss hvort ég kæmist til Indonesíu, þar sem viku fyrir ferðina fékk ég dren til að losa vökva úr kviðarholinu en gekk ekki alveg eins vel og planið var. Vökvinn minnkaði lítið og ég fékk smá loftbrjóst.

kata3Reglan er að fljúga ekki fyrr en tveim vikum eftir að loftbrjóstið er farið, mitt loftbrjóst fór á mánudeginum og flugferðin var á fimmtudeginum… Ok jæja ef ég kemst ekki með þá verður bara að hafa það en kannski er bara hægt að taka sjensinn, google var búið að segja mér frá nokkrum sem flugu fyrr og það gerðist ekki fyrir þá. Ég talaði við mjög góðan lækni og hann sagði að ég ætti ekkert að stressa mig, bara skella mér í flugið. Ég var alveg pínu stressuð fyrir fluginu, fyrst 3 og hálfur tími til Frankfurt og svo 12 tímar til Singapore, hvað ef lungað fellur saman út af loftbrjóstinu… Ohh það væri vandræðalegt. Ég vandaði mig að anda alla leiðina! Allt gekk upp og við lentum í singapore. Gistum eina nótt og tókum ferju til paradísaeyjunnar Bintan Í Indonesíu.
Skooo ég var náttúrlega alls ekki að fara að keppa, en samt með allt keppnisdótið með mér og komin hinum meginn á hnöttin. Tók hjólið, skóna, sunddótið, hlaupadótið…. Ok ég get kannski bara prófað að æfa mig hér úti og tékkað hvernig gengur. Ironman er á sunnudegi og við komum á laugardegi viku fyrr. Ég prófaði í fyrsta skiptið að synda eftir aðgerðina rúmri viku fyrir keppni og það gekk bara þrusu vel, þannig ég hugsaði að ég gæti nú svo sem synt vegalengdina og hætt svo… Ég var búin að prófa að hjóla 50 km hér úti og allt gekk vel, þannig ef ég væri góð eftir sundið þá gæti ég alveg prófað að hjóla helminginn eða séð hvert ég kemst… sundið var snilld, tær botn og grænn sjór, maður flaug àfram í vatninu. Ok ég er ekkert þreytt þannig ég kiki aðeins á hjólið…

kata5Vááá þessi hjólaleggur var algjör snilld, rolling hills alla leiðina, krakkar á hverju horni að fagna í allskyns smábæjum, ekki sjens að ég ætla bara hætta hér, auðvita klára ég bara hjólið. Var komin í 2 sætið eftir hjólið í mínum flokki, vá það er geggjað. Ég sem var ekki einu sinni að reyna neitt rosalega mikið á mig því ég átti að passa mig að ofgera mér ekki samkvæmt læknisráði 😀 Æjj víst ég var búin með hjólið og sundið og varla móð þá stekk ég bara í hlaupið, hugsaði að ég myndi bara ganga og skokka til skiptist og sjá hve langt ég kæmist.

kata6Það voru tveir 10 km hringir þannig ég gæti náttúrlega klárað einn og hætt svo… En nei glætan, þegar ég á bara 10 km eftir þá fer ég ekki að hætta, auðvita klára ég bara mitt járn!! Já og ég kláraði hálfan járnmann 7 vikum eftir stóra lungna aðgerð, þar sem hálft hægra lungað var tekið úr mér. Ég passaði mig ótrúlega vel að verða aldrei móð og hlusta á líkamann, hef aldrei tekið þátt í eins skemmtilegri keppni. Allt gekk rosalega vel, ekkert stress, endalaust jákvæðni og gleði allan tíman. Yndislegt var að koma í markið þar sem allir tóku á móti mér, Steini rúllaði sinni keppni upp og bætti sig þvílíkt, en þetta er með erfiðari ironman keppnum í heimi.

kata8
Í gegnum allt ferlið síðustu mánuði hef ég passað að halda hausnum á sínum stað, missa hann aldrei í neitt rugl. Ekkert verið að skæla eða vorkenna mér, þegar maður getur ekki breytt einhverju þá þýðir ekki að eyða óþarfa hugsunum í það. Ég var búin að vera þjálfa mental toughness síðasta árið fyrir þríþrautina sem skilaði sér aldeilis vel í öllu þessu umstangi. Næsta mission er Ironman Jönköping þar sem við mætum með þríþrautafélagið 3sh 🙂
Þetta er sagan af Ironman Bintan og jákvæðu hugarfari þá tekst manni svo vel.