(English version below…)
Sumarið 2017, tveimur árum eftir að við ættleiddum stelpurnar okkar þrjár (allar í einu!) sat ég á ströndinni á lítilli eyju í Þýskalandi og hafði fengið gersamlega nóg af því að vera vansæl og ósátt við þyngdina og að ég hafði gersamlega enga orku til að halda í við fallegu börnin mín sem eru sívirk og alltaf á ferðinni!
Ég var mjög virk í þríþrautinni en hafði hætt öllum æfingum eftir að við fengum stelpurnar og notaði allar hugsanlegar afsakanir fyrir að æfa ekki og það var bara fúlt!
Það var þá sem ég gerði mér grein fyrir að ég var tilbúin í breytingar! Miklar breytingar!
Ég vildi verða virk á ný en aðallega að hafa nóga orku til að leika mér og gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni.
Af tilviljun rakst ég á frábæra 8 vikna matarprógram og æfingaáætlun sem sex barna móðir hafði hannað sérstaklega fyrir önnum kafnar mæður. Hún var auðveld og einföld eins og ég þurfti en frekar róttæk og með áherslu á heilsu og næringu og lífsgleði umfram allt!
Til að þetta tækist vissi ég að ég yrði að hafa hugarfarið í lagi og vinna í því hvern einasta dag. Hugurinn er öflugur og þarfnast þjálfunar og þá fylgir líkaminn fordæmi hans!
Ég vissi að ég yrði að koma mér upp viðhorfi sem leyfði engar afsakanir til að halda mínu striki.
Tveimur vikum síðar byrjaði ég og leit aldrei um öxl. Ég hætti að borða sykur, korn, mjólkurvörur, soja og koffín á sama tíma og eftir á að hyggja veit ég ekki hvernig ég og fjölskyldan lifðum af fyrstu vikuna.
Ég hafði ákveðið að fylgja stuttum en erfiðum æfingum á planinu (aðallega HIIT) og byrja ekki á þríþrautaræfingum fyrr en eftir sex mánuði. Ég vildi fyrst ná af mér þyngdinni því æfingarnar voru allt öðruvísi en þær sem líkaminn var vanur einu sinni (cardio) og gerðu mig að brennslumaskínu!
Ég léttist hratt og það var mikil hvatning.
Æfingarnar urðu erfiðari og ég fann víða til eftir þær því ég notaði vöðva sem ég hafði ekki notað lengi og vöðva sem ég vissi ekki að ég hefði.
En æfingarnar voru tiltölulega stuttar sem hentaði mínu önnum kafna lífi og svo voru líka hlaup. Ég man eftir fyrsta 5 K hlaupinu eftir 6 daga án kolvetna (nema í grænmeti) og það var bilað! Ég hafði enga orku og fæturnir voru að gefast upp eftir hvert skref og ég gat varla haldið handleggjunum uppi vegna orkuleysis en hugurinn bar mig hálfa leið og ég þraukaði.
Þarna áttaði ég mig á því að líkaminn þarf að læra að brenna fitu í stað kolvetna og það tekur sinn tíma. Það tók um 5 vikur og eftir það leið mér æðislega á æfingum og skildi að þetta myndi nýtast mér vel í langri þríþrautarkeppni.
Það gekk á ýmsu þennan tíma. Pabbi dó, ég fór í axlaraðgerð, Torben slasaði sig á fjallahjólinu og ótal margt fleira sem fylgir daglega lífinu.
Eftir 3 mánuði hafði ég lést um 20 kíló en gerði mér æ betur grein fyrir að til að verða eins og ég vildi, þyrfti ég að breyta fleiru.
Þó orkan væri meiri en áður jókst þreytan dag frá degi vegna mikillar vinnu, uppeldis þriggja barna og að reyna að halda sjó í æfingunum. Ég var orðin óþolinmóð, skapstygg, örmagna og ekki skemmtilegur félagsskapur og ég var álíka ósátt við þetta eins og þyngdina 3 mánuðum áður.

Eftir á að hyggja var ég nálægt því að brenna út því ættleiðing þriggja stúlkna með öllu sem því fylgir og að byrja að vinna (í starfi sem oft fylgir mikil streita) 2 mánuðum síðar) helltist af lokum yfir mig. Lát pabba sýndi mér líka enn og aftur að lífið er stutt og maður gengur ekki að neinu vísu. Í nóvember lét ég loksins verða af því að hætta að vinna á skrifstofunni og verða bara flugmaður!
Þetta gerðist ekki fyrr en 1. mars en að hafa ákveðið þetta (enda löngu tímabært) hressti mig til muna og næsta 8 vikna umferð í áætluninni urðu auðveldar. Að auki bætti ég í hlaupin og komst upp í 25 km á viku.
Ég fór í jólafrí með fjölskyldunni 28 kílóum léttari en í júlí.

Ég skráði okkur Torben í hálfan járnmann í Köln, rétt fyrir jólin og gaf honum skráninguna í jólagjöf. Segja má að hann hafi ekki verið himinlifandi!
En ég vissi að ég þyrfti að hafa hann með mér í þessu og líka innst inni að hann þurfti að fá keppni til að æfa fyrir til að finna kraftinn á ný.
Á nýju ári ákvað ég að taka þriðja umferð (8 vikur) af áætluninni og bæta í hlaupin og að því loknu myndi ég byrja þríþrautaræfingar 1. mars.
Ég hljóp og æfði í rigningu, hagléljum, snjókomu, roki, hita og lét aðstæðurnar ekki hefta mig.
Einhvern veginn varð þyngdartapið að bónus á þessu ferðalagi því mér leið svo miklu betur. Ég var orkumeiri (þrátt fyrir koffínleysið), hafði meira sjálfstraust og öryggi en fyrst og fremst hamingjusöm. Ég varð betri manneskja inn á við og út á við, þolinmóðari mamma og betri eiginkona því ég var loksins orðin ánægð með mig á ný.
Fyrsti mars rann upp og 36 kílóum léttari byrjaði ég að æfa fyrir þríþraut. Þá voru nákvæmlega 6 mánuðir í hálfa járnmanninn og ég hafði eiginlega ekkert hjólað eða synt í þrjú ár!
Ég vissi að ég þyrfti hjálp við þjálfunina, einkum þar sem ég hafði ekki lengur ótakmarkaðan tíma til umráða og bað því Matt, gamla þríþrautarþjálfarann minn, að útbúa raunhæfa áætlun út frá tíma hverrar viku, með tilliti til flugferða og utanlandsdvalar en nógu skilvirka til að koma mér í mark!
Ég var mjög bjartsýn þegar ég skrifaði honum, enda orðin miklu léttari og sá í hillingum frábæra keppni með persónulegu meti en Matt kæfði slíkar hugmyndir strax og sagðist eingöngu ætla að þjálfa mig ef ég færi í þetta með galopinn huga og engar bætingar á metum þar sem það væri óraunsætt eftir 3 ára hvíld. Þetta var góð áminning og ég ákvað að æfa bara, njóta þessa ferðalags og taka keppninni með opnum huga.
Í maílok var fyrsta þrautin mín (hálfólympísk í Hafnarfirði) í mörg ár og ég skemmti mér konunglega. Best af öllu var þó fyrsta krakkaþrautin á Íslandi sem fór fram eftir keppni hinna fullorðnu. Allar stelpurnar okkar tóku þátt og þrátt fyrir kulda og hellirigningu voru þær himinsælar með árangurinn. Börn læra það sem fyrir þeim er haft!

Það reyndist vel að æfa án þrýstings því þarna vissi ég ekki að ég myndi meiða mig í 10 km keppnishlaupi í júní þar sem ég setti nýtt PB, 48:57, en fyrir vikið hljóp ég ekkert í 8 vikur.

Tímasetningin gat ekki verið verri því framundan var 4 vikna frí í Þýskalandi þar sem áherslan átti að vera á hlaup, einkum vikurnar 2 á litlu eyjunni sem við heimsækjum alltaf á sumrin.
Ég heimsótti sjúkraþjálfann nokkrum sinnum áður en við fórum, teygði, rúllaði, sat á bolta tímunum saman og reyndi allt til að losna viðperuvöðvaheilkennið, (piriformis) sem ég taldi mig hafa, að fenginni reynslu og einkennin í upphafi rímuðu við það.
Ég tók götuhjólið með til Þýskalands og hjólaði sem óð væri þessar 2 vikur ytra, vaknaði 5-6 á hverjum morgni til að klára það áður en stelpurnar vöknuðu.
Í tvær vikur á eyjunni hjólaði ég á þriggja gíra borgarhjóli eins og hægt var og synti í sjónum næstum daglega, sem var erfitt og skemmtilegt. Ég reyndi stundum að hlaupa en það gekk ekki. Verkurinn fór hvergi.
8 vikum síðar þegar ég gat ekki hlaupið kílómetra án kvala kom í ljós að þetta var ekki peruvöðvinn heldur vond grindarskekkja (hef lent í því áður). Nýi sjúkraþjálfarinn rétti grindina og mælti með algerri hvíld í fimm daga. Það dugði og viku síðar hljóp ég sársaukalaust.
En ég hafði misst 8 mikilvægar hlaupavikur og nú voru aðeins 5 vikur í hálfa járnmanninn. Ég var ekki bjartsýn á að geta hlaupið þar hálft maraþon eftir svo stuttan æfingatíma. Ég gat auðvitað stytt vegalengdina, sem er kostur við Kölnarkeppnina, því þar eru fimm vegalengdir í boði (700m/30 km/ 8 km er sú stysta) og það er hægt að breyta fram á síðustu stundu.
Svo ég hélt áfram að æfa, byrjaði aftur að hlaupa og treysti þjálfaranum og sjúkraþjálfaranum sem lét mig koma 2-3 í viku. Þessar fimm vikur kostuðu sitt en báru árangur. Ásamt Torben voru þeir kletturinn minn þennan tíma og trúðu oft meira á getu mína en ég.
4 keppnir voru á dagskránni mánuðinn fyrir Köln. Sú fyrsta var sprettþraut í Þýskalandi sem gekk vel. Hitinn var 28 gráður og ég hafði byrjað að hlaupa 4 dögum áður. Einhvern veginn náði ég þriðja sæti í aldursflokki.
Síðan var Kjósarspretturinn sem var frábær því víðavangssund er skemmtilegt og síðan hljóp ég 10 km í RM:
Síðasta keppnin fyrir Köln var ofursprettþrautin hjá 3N sem var mjög skemmtileg. Þetta var frábær dagur því við kepptum öll því eftir fullorðinskeppni var fjölskylduþraut. Sofie (11 ára) kláraði þrautina upp á eigin spýtur og Vanesa (9 ára) og Veronika (8 ára) voru í liði með mér og Torben. Mikið fjör í fallegu veðri!

Í öllum þessum keppnum var áherslan á ánægjuna og þakklæti fyrir að geta æft og þá einkum að geta haft hlaupin í forgangi.
Þetta gekk allt upp. Blanda af trú, trausti og miklu erfiði.
Ég lærði mikið á þessari vegferð og vann sífellt að jákvæðu hugarfari og gerði hamingju að vana. Þetta var ekki alltaf auðvelt að skipuleggja fjölskyldu, vinnu, æfingar og æfingar Torbens en það var þess virði. Á þessum tíma endurheimti Torben áhugann, sem var stórkostlegt og fór að hlakka til keppninnar eins og ég.
DAGARNIR FYRIR KEPPNI
Eins og ævinlega flugum við út minnst 3 dögum fyrir keppnina til að draga úr streitu og venjast hitanum.
Ég kom heim úr þriggja daga flugi að morgni miðvikudags og hafði rétt 20 tíma til að pakka, ganga frá öllu heima og skipuleggja allt.
Þetta var fyrsta keppnin okkar erlendis síðan við fengum stelpurnar fyrir 3 árum og þurftum því barnfóstru fyrir þessa fimm daga.
Tina, besta vinkona mín, var á lausu og tilbúin að fljúga frá Þýskalandi til Íslands til að sjá um stelpurnar. Hún sér sjálfsagt eftir því núna.
Að auki bjó frænka mín enn hjá okkur sem sá um að koma stelpunum í skólann fyrsta daginn því Tina lenti ekki á Íslandi fyrr en síðdegis eftir að við fórum.
Við ákváðum að dekra við okkur þessa helgi og gista á gamla liðshótelinu sem við þekktum vel og þar er frábær setustofua með mat og drykk.
Við komum til Kölnar síðdegis á fimmtudegi og Torben, minn frábæri eiginmaður, setti þá saman hjólin okkar og við fórum í stutt skokk á Rínarbökkum með Valerie.
Um kvöldið hittum við félagana í 3SH í kvöldverði og síðan var stefnan að sofa í 10 tíma því ég var vansvefta eftir flugið í vikunni.
Á föstudeginum eftir hádegi hjóluðum við 17 km út að vatninu og sóttum keppnisgögnin og hittum alla úr 3SH og syntum smávegis. Ég lét sundbolinn nægja, vildi ekki hjóla með blautbúninginn.
Vatnið var notalega hlýtt, 21.5 gráða og ég sá engar marglyttur, sem eru margar á þessum tíma sumars vegna hitans.

Tvö í hópnum okkar kepptu á laugardeginum og við fórum þangað til að hvetja. Áður tók ég létta slökunaræfingu, 30 mínútur á hjóli og 1 km skokk.
Þegar við komum að vatninu þurftum við að leggja langt í burtu og ganga drjúgan spöl sem ég var ekki ánægð með því þetta þýddi meiri göngu til baka og þetta átti að vera alger hvíldardagur. Eftir keppnina hittum við mömmu, systur mína og bróður sem komu alla leið til Kölnar til að halda upp á afmæli mömmu. Við áttum gott síðdegi saman og góðan kvöldverð. Þau fóru kl. 22.00 og við tókum allt til fyrir morgundaginn.
Kosturinn við Kölnarkeppnina er að hún byrjar ekki ofursnemma, heldur kl. 11:50 sem þýðir morgunverð í ró og næði. Ég var orðin mjög kvíðin og alls ekki svöng (eins og yfirleitt fyrir langa keppni) og neyddi ofan í mig hafragraut af hlaðborðinu.
Við fórum snemma því við þurftum að leggja 1.5 km frá keppnisstað og hjóluðum þangað. Við komum á skiptisvæðið um 10:15.
Þýsk stúlka hafði haft samband við mig á netinu því hún kveið mikið fyrir keppninni sem var hennar fyrsta og hún hafði milljón spurningar. Að hennar ósk urðum við samferða inn á skiptisvæðið. Þó ég vilji yfirleitt hugsa aðallega um mig fyrir svona keppni, var þetta „móðurhlutverk“ kærkomið því það dró úr kvíðanum. Þarna hitti ég líka hina úr 3SH.
Ég gekk frá skiptisvæðinu, pissaði, neyddi banana og hálfa orkustöng í mig, fór í blautbúninginn hálfa leið og síðan á keppnisfundinn með Torben og stúlkunni. Eftir það fórum við í vatnið fyrir ræsinguna.
Veðrið var frábært, 23 stiga hiti og heiðskírt, sem mér leist ekki á fyrir hlaupið, því spáð hafði verið skýjum. En veðrinu ræður maður víst ekki.
SUND (35:27/1900m)
Sundið gekk frábærlega! Allt við þetta sund er gott og ég næ alltaf góðum tíma. Það er gaman að synda í blautbúningi og í þessu vatni með baujulínunum (þetta er róðrarkeppnissvæði). Maður getur synt beint án þess að líta upp. Ég var fremst fyrir miðju og startið var ekki eins átakamikið og undanfarin ár og ég fann góðan takt strax, fylgdi línunni og hafði fætur til að drafta!
Á útleiðinni fannst mér ég fljúga sem gerist eiginlega aldrei. Sennilega var það smá meðvindur og draftið. Bakaleiðin var aðeins hægari, ég synti ekki eins beint og hafði enga til að drafta en hélt sama hraða með meiri átökum. Ég gat pissað áður en ég fór upp úr sem er gott því þá þarf ekki að eyða tíma í það á skiptisvæðinu.

T1 (03:40)
Skiptisvæðið er 300 metra frá vatnsbakkanum. Ég skokkaði rólega þangað, byrjaði að rífa mig úr blautbúningnum og setti eyrnatappana, nefklemmuna og sundgleraugun í hettuna til að týna engu.
Við hjólið tók rútínan við. Úr gallanum, hjálmur á haus, númerið, skórnir, hanskarnir (því leiðin var löng) og af stað. Ég hafði ekki fest skóna á hjólið því leiðin út var mjög stutt.
HJÓL (3:08:51/98km)
Hjólið gekk vel. Brautin var 2 stórir hringir og einn lítill. Vegna vegavinnu þurfti breytingar á síðustu stundu og því var leiðin 98 km en ekki 90. Ég var ekki allt of ánægð með það en gat ekkert við því gert.

Á fyrsta hring var hjólað inn í borgina á leið sem ég þekkti vel. Ég ætlaði að miða við ákveðið wattabil en gleymdi mér í byrjun við að fara fram úr fólki og hef sennilega eytt aðeins of mikilli orku. Ég drakk bara vatn fyrsta kortérið til að jafna magann eftir sundið og nærðist eftir það á 5 km fresti. Og mikið vatn því heitt var í veðri.
Sennilega var vatnið of mikið því ég þurfti að pissa í byrjun næsta hrings. Ég ætlaði að þrauka það en ákvað að stansa við næsta klósett í von um að það yrði við snúninginn en svo var ekki. Ég gat hvergi stansað og íhugaði að pissa á hjólinu en gat það ekki!
Ég taldi víst að það yrði klósett við drykkjarstöðvarnar við vatnið (ein hvoru megin) og var orðið mikið mál þegar ég kom þangað. En þá var bara eitt klósett og ekki við stöðina sem ég kom fyrr að og átti 10 km eftir og fór því á bak við tré skammt frá og pissaði. Eftir það leið mér miklu betur.
Síðustu 20 km reyndu mjög á hálsinn og ég varð að rétta úr mér sem var ekki gott því nú var orðið hvasst en ég fann mikið til í hálsinum. Sennilega vegna meiri æfinga á götuhjólinu en á TT-hjólinu.
Mér leist heldur ekki á tilhugsunina um að ég ætti eftir að hlaupa hálft maraþon eftir hjólið, einkum þar sem lengsta hlaupið undanfarna 3 mánuði var bara 12 km! En þetta voru vondar hugsanir sem ég varð að eyða strax og hugsa um eitthvað annað. Ég kýldi þær burt með ímyndaðri hafnaboltakylfu. Þótt holdið sé veikt er hugurinn afar sterkur! Eftir síðasta snúninginn dundaði ég mér við að telja þá sem á eftir voru og það dreifði huganum svo vel að á síðustu kílómetrunum tók sig upp gamalt bros! Heildarnæring á leiðinni var 2.6 lítrar af vökva og 500 hitaeiningar (gel og hafrastöng).
T2 (3:58)
Ég gaf mér góðan tíma á skiptisvæðinu því ég kveið fyrir hlaupinu. Ég gerði allt hægt. Fór í sokka fyrir hlaupið sem reyndist vel og gleymdi svo skyggninu á útleið og fór til að baka að sækja það. Nú var orðið hálfskýjað og gekk á með sól. Hitinn var um 24-25 gráður.
HLAUP (2:12:36/21.5km)
Hlaupið var í raun mjög gott. Á löngu hlaupunum (áður en ég meiddist) taldi ég alltaf: „X margir km búnir og bara X eftir“ og líka í þetta sinn. Ég ætlaði að ganga gegnum drykkjarstöðvar en hlaupa annars óslitið.
Þetta voru þrír hringir kringum vatnið og þrjár drykkjarstöðvar á hverjum hring.
Ég tók bananabita á hverri stöð og tvö vatnsglös, drakk annað og hellti hinu yfir mig. Þetta reyndist vel og ég gerði þetta alla leiðina, át hálfan þriðja banana og drakk 1.3 lítra af vatni sem var meira en nóg.
Kílómetrunum fækkaði og gaman var að sjá félagana hvetja eftir fyrsta hringinn. Ég heyrði að Torben gengi ekki vel að hlaupa og varð áhyggjufull en ákvað að hugsa bara um mig. Næsti hringur leið hraðar en ég bjóst við og loksins komu ský og skuggar.
Ég hitti hópinn aftur eftir næsta hring og fékk stöðuna á hinum og hvatningu, mest frá Valerie. Nú var bara einn hringur eftir og ég fann ekkert til. Ótrúlegt en satt. Áfram taldi ég niður og svo voru bara 5 km eftir og ég hugsaði að þá gæti ég jafnvel hlaupið í svefni! Margir voru farnir að ganga og ég reyndi að hvetja fólk og fá það til að hlaupa með mér. Eftir 18 km fór ég að finna fyrir framanlærisvöðvunum (alltaf aðalvandamál mitt) en var ánægð með hvað það byrjaði seint en ekki miklu fyrr eins og ég bjóst við eftir engin löng hlaup í 2 mánuði. Þarna vissi ég að ég myndi klára og brosti út í eitt því bros kemur manni gegnum allt!
Á hverjum hring var lítil brekka í lokin og allir sem ég sá (eiginlega allir!) gengu upp en ekki ég. Ekki einu sinni á síðasta hring þegar lappirnar voru þungar, þá öskraði hugurinn. „Labbaðu bara!“ en ég eins og brjálæðingur sagði aftur og aftur „ekki ganga“ og vissi líka að eftir brekkuna voru bara 800 metrar eftir.
Ég kláraði skælbrosandi á 6:04 sem er langt frá mínum besta tíma sem er 5:26 en mér var bara alveg sama. Ég var himinlifandi. Ég var aftur orðin þríþrautarkona!

Þessi keppni var endir á ótrúlegri, geggjaðri og skemmtilegri vegferð þar sem ég fann mig aftur og var upphafið á heilbrigðu, hamingjuríku og hraustlegu lífi fyrir mig og fjölskylduna. Best af öllu var að hitta Torben eftir þetta því hann var álíka ánægður og ég með að hafa klárað.
Þetta var góður dagur og sumpart „auðveldari“ en ég bjóst við en tók vel á og nú er komið að verðskuldaðri hvíld, þangað til ég finn nýtt ævintýri!
Stefanie Gregersen
FROM COUCHATHLETE BACK TO TRIATHLETE
In the summer of 2017, two years after we adopted our three girls (all at once!), I was sitting on the beach on a little island in Germany, totally being fed up with the fact that I felt unhappy and miserable about my weight and that I had absolutely no energy whatsoever to keep up with my beautiful children who are on the go and active all day long!
Once a very active triathlete I had stopped training completely after we got the girls and I used every excuse in the book while training was not possible and it just sucked!
At that moment I realized I was ready for a change! A big one!
I wanted to be active again and most of all have enough energy to play and do fun things with my family!
Luckily, by coincidence, I found a great 8 weeks program designed by a Mom with six kids which was especially made for busy Moms. It was easy and simple which I needed but quite extreme and it focused on health and nourishing your body and on being happy no matter what!
To be able to succeed I knew I needed to get my mindset straight and continuously work on that every single day! I also knew I needed to adapt a “No excuse” attitude and keep that strong along the way!
2 weeks later I started and never looked back! I detoxed on sugar, grains, dairy, soya and caffeine at the same time and thinking about it now, I am not sure how me or my family survived this first week!
I had decided to follow the relatively short and intense workouts of the program (mostly HIIT) and not start Triathlon training until 6 months later! I wanted to focus on getting the weight of first as the exercises were so different than what the body was once used to (cardio) they helped to turn my body into a burning machine!
I lost weight quickly and that helped to stay motivated!
The workouts became tougher but still stayed relatively short and there was running involved as well! I remember the first 5km run after 6 days of no carbs (other than in vegetables) and it was just insane! I had absolutely no energy and the legs were ready to give out after almost every step and I could hardly keep my arms up as I had no energy whatsoever but the mind was sooo strong that it just pushed through!
At this moment I realized that my body needs to learn how to utilize fat instead of carbs for energy and that it will probably take a while!
In the end it took about 5 weeks and from there on the workouts felt amazing and I realized that this would very likely benefit me greatly in longer distance Triathlons!
The journey was a constant up and down consistently pushing through many life events including my Dad passing away, shoulder surgery, Torben having a mountain bike accident and many other things that just come up on a daily basis!
3 months in I had lost 20kg but I realized more and more that to really change into the person I wanted I needed to make other changes as well!
Despite having more energy than before I was getting more tired and exhausted every day by the demands of daily life including a very intense job, three kids and trying to keep up with the training! I was being impatient, grumpy, overwhelmed and not a fun person to be around and I was getting as fed up with this as I was with my weight 3 months earlier!
Looking back now I was probably pretty close to a burn-out as the task of adopting three girls, all with their challenges, and starting to work (in an often stressful job only 2 months after) finally caught up with me! The death of my Dad had also shown me once again how short life really was and how you shouldn´t take time for granted that in November I finally made the long overdue decision to quit my extra job in the office and focus on flying full time only!
This didn’t happen until March 1st but just having finally taken this step and makind the decision (which was long overdue and something I should have done much sooner) lifted my spirit and got me easily through another 8 weeks of the program! In addition I added more running so that I was up to about 25km a week!
I left with my family for Christmas vacation 28kg lighter than in July!
I signed both Torben and me up for the Half-Ironman in Cologne before christmas and gave him the entry as a christmas present! Let’s put it lightly and say he wasn’t exactly thrilled about it 😂
But I knew I needed him with me on this and this and I also knew deep inside he needed a race to train for and find his mojo again!
In the new year I decided to do another round (8 weeks) of the program with added running and after that round on March 1st I would start with Triathlon training again!
Somehow the weightloss became just a bonus in this whole journey as the way I felt was sooo much more rewarding. I felt much more energetic (even without caffeine), confident and secure with myself and most of all happy! I became a better person inside and out, a better and more patient Mom and a better wife because I finally started to feel good about myself again.
March 1st came and with being 36kg lighter I started Triathlon training and at that point it was exactly 6 month to the Half-Ironman and I basically had not biked or swam in 3 (!) years!!
I knew I needed help, especially as I didn’t have the time available anymore to train as much as I like, so I decided to reach out to my old Triathlon coach Matt and ask him to set up a training which would be realistic enough to manage time wise during the week, take into account my flying and being abroad but at the same time being effective enough to get me through the race!
Being so much lighter than before I was very enthusiastic when I wrote him and I saw an awesome race with a brandnew PB in front of me but my coach pretty much stopped these thoughts right away and only agreed to coach me if I would go in it with an open mind and absolutely free of trying to beat any PBs as that was just not realistic after 3 full years off! It was good to get this reminder and I agreed with him and decided to just train, enjoy the journey and take the race as it comes.
This was a good approach as at that point I didn’t know that I would get injured during a 10km race in June where I managed a new PB of 48:57 but which eventually also took me out of running for 8 weeks! This was the worst timing ever as we were on our way to a 4 weeks vacation in Germany where the focus was going to be on running especially during the 2 weeks on the little island where we always vacation on in the summer!
I had a few PT visits before we left, stretched, rolled on the foam roller, sat on a trigger ball for hours and pretty much tried everything to get rid of the piriformis syndrome which I thought I had, as I had it before, and symptoms in the beginning matched that!
I decided to bring my roadbike to Germany and biked like a maniac during the 2 weeks in Germany, getting up at 5/6am every morning to be done with the bike rides before the kids got up.
During the 2 weeks on the island I biked on a 3 gear city bike as much as possible and also swam in the ocean almost every day which was challenging and fun! I tried to run from time to time but made absolutely no progress whatsoever. The pain just simply stayed.
Well 8 weeks later with not making any progress and not being able to run more than 1km painfree I found out that it was actually not piriformis syndrome but a very badly aligned pelvis (had problems with that before as well)! My new PT aligned my pelvis and told me to completely rest for 5 days! That did the trick and the week later I was back to running painfree!!
But I had missed 8 crucial weeks of running and with only 5 weeks to go to the Half-Ironman I wasn’t very optimistic that I was able to run a Half-Marathon in that short amount of time! I knew I always had the choice to reduce the distance as the good thing about the race in Cologne is that there are 5 different distance available (the shortest being 700/30/8)) and you can pretty much still change the entry the day before!
So I continue to train and started running again putting all my faith in my coach and my Physical Therapist who had me on a high performance athlete schedule with 2-3 weekly visits to him! These 5 weeks sure cost me a fortune but it worked out!
Torben, my coach and my Physical Therapists were my rock during that time and often they believed more in my abilities than I believed in myself!
I had 4 other races planned in the last 4 weeks before Cologne which started with a Sprint race in Germany which went fine. It was in 28C and only 4 days after I started running again! Somehow managed to get 3rd in my AG! 😳
Then I had the Sprint in Kjós which was absolutely awesome as I love open water swims, 10km in the Reykjavik Marathon and the Njarðvik Supersprint and I focused on having as much fun as possible during all those races and take especially the running as a privilege!!
And it all worked out! A combination of faith, trust and lots of hard work!
I learned so much in the this journey and constantly worked on a good mindset and attitude and adapted happiness as a habit! It wasn’t always easy especially combining family, work, training and Torben’s training but it was all so well worth it!!
During all this time Torben slowly found his mojo for training again, which was absolutely fantastic and he was starting to look forward to this race as much as I did
THE DAYS BEFORE THE RACE
As usual for a race abroad we flew out at least 3 days before the competition to have less stress and get acclimatized to the warmer temperatures.
I just got home from a 3 day flight on Wednesday morning at 9am so only had about 20 hours at home to unpack and repack everything and getting everything ready and organised at home.
This was the first race abroad that Torben and me competed in since we got the girls three years ago, so of course we also needed to organise a babysitter for those 5 days!
Luckily my best friend Tina was available and ready to fly in from Germany to take care of the girls. She probably regrets it at this point LOL
In addition we also still had my niece living with us who made sure that the girls got to school on the first day as Tina didn’t get to Iceland until the afternoon after we left!
We decided to treat ourselves during this weekend and stay in our old crew hotel which we knew well and which has an awesome first class lounge including food and drinks.
We got to Cologne on Thursday afternoon and then Torben – being the awesome husband he is – put the bikes together and in the evening we met with other people from our Tri-Club for dinner. 10 hours sleep was on the plan for the night as I still had some catching up to do after a lot of night flying the week before.
Friday after lunch we biked the 17km out to the lake and picked up our race gear and met all the others from our club that were competing and then had a short swim in the lake. I decided to just go in with the bathing suit and not the wetsuit as I didn’t want to bring the wetsuit on the bike. The lake was nice and warm with about 21.5C and luckily I didn’t see any of the many many jellyfish (a phenomen in the lake this summer due to the warm temperatures)!
Two of our group competed on Saturday so we went out to the lake at lunch Saturday to cheer them on. Before that I got my last „loosen up“ workout out of the way which consisted of a 30 minutes bike and 1K run.
Once we got to the lake we had to park quite far away and it was a bit of walking involved which did not make me too happy as I knew we would also walk a bit later during the day and usually this day is meant for resting. After the cheering we met with my Mom, sister and brother who all came to Cologne to celebrate my Mom’s birthday! We had a super nice afternoon and a nice dinner together. They left at 10pm and we packed the rest of our stuff to have everything ready.
The very nice thing about this race is that it does not start super early but with a starting time of 11:50 which meant we could have breakfast in peace and no stress whatsoever. I was very nervous at that point and not hungry at all (like usual before a big race) and forced a bit of oatmeal into myself at the huge breakfast buffet.
We left early enough as we had to park about 1.5km from the race venue and biked the distance there. We were at transition around 10:15am.
Another german girl had contacted me over the internet as she was very nervous about the race and she asked me a million question as this was her first Half-Iron distance. The day before she asked me if we could go into transition together and I agreed, so she waited before check-in for me. Although I usually like to focus on myself before a race like this, I actually embrassed the „mother role“ as it turned out to be a good distraction from my own nervousness.
I saw the others from my club and briefly said Hi to them as well.
Then I set up transition, peed, forced a banana and half of an oat bar into me, got half way into my wetsuit and then I walked with the girl and Torben to the race briefing at the lake and afterwards to the platoon where we got in for an „in water“ start.
The weather was gorgeous about 23C and still no cloud in the sky which worried me a bit for the run as the forecast said it would start to get cloudy around 11:00. Oh well I can do many things but still can’t change the weather so we just take it as it comes.
SWIM (35:27/1900m)
The swim went awesome! I love everything about this swim and always get the best times. I love swimming in a wetsuit and I love swimming in that lake with the line underneath where the buoys are tied to (it’s a rowing stadium). It means you can swim straight without having to look up. I positioned myself in the front middle and just started swimming when the shot came. It was not as violent as recent years and I found a good rhythm right away and eventually also a buoy line and some feet to draft!
Especially on the way out I felt I was flying through the water which never really happens. Probably a combination of a bit of tailwind and a good draft.
The way back was a little slower as I didn’t swim as straight as I wanted and hardly had anyone to draft but I still managed to keep the pace up somehow but with a little more effort. I was able to pee before exciting the lake which was good as I really had to go and did not want to spend time for that in T1!
T1 (03:40)
The run is about 300m from the lake up into transition. I jogged slowly the whole way and were wondering if that was a good idea as the day was still long but I just kept jogging. Got my wetsuit half way off right away and managed to put my ear plugs, nose clip and googles into my swimcap as not to loose them.
Once at the bike, routine just kicked in like I had done sooo many times before. Wetsuit off, helmet on, numberband on, shoes on, bike gloves on (decided on gloves for this long bike) and off I went. I decided to run in bike shoes rather than have the shoes on the bike as the distance to run with the bike was relatively short.
BIKE (3:08:51/98km)
The bike went fine… the bike course was 2 big loops and one small loop. 2 weeks before the race we got to know that due to construction work on the roads they had to make some last minute changes so the bike course was 98km instead of 90. I wasn’t thrilled about this but again nothing I could do about it.
During the first part we went into the city and I knew the route well as I have biked there many times before. I had a „watt goal“ range to keep for the race and was supposed to build up to that easily but got a little carried away in the beginning by overtaking quite a few people and I might have used a bit too much energy there in the early stages. As usual I only had water the first 15 minutes to settle the stomach into vertical after the horizontal swim and then I forced nutrition into me after every 5km beep on my watch and of course lots of water as it was quite warm!
It turned out to be probably a bit too much water as I had to pee in the beginning of the second loop. At first I kept telling myself that the feeling will probably go away and that I will sweat it out but that didn’t happen so I decided to stop at the next portapotty. I was hoping there was one at the turnaround in the city but that was not the case so I had to continue. There was also no other opportunity to stop on the way! I thought about peeing on the bike but just simply couldn’t!
I was sure there was a portapotty at the drinking stations by the lake (one on each side) and when I finally made it there I was desperate! BUT the drinking station on my side didn’t have a portapotty, only the one on the way back and that was another 10km loop to go, so I stopped shortly after that drinking station and peed behind some trees. I felt sooo much better after that!
The last 20km were very tough on my neck and I had to constantly sit up which was probably not the best as it was quite windy but the neck was in serious pain. Probably a result of being more on my roadbike (no aerobars) in Germany this summer than on the TT bike!
My mind also wandered and I started to think about the run and got quite scared as I just couldn’t wrap my head around the fact that I still had a Half-Marathon to run. A whole Half-Marathon after this bike when my longest run in the last 3 months was 12km!!
These thoughts got worse and I knew I needed to throw them out as quickly as possible and focus on something else! I swang my imaginary baseball bet and threw that thought right out of the mind! Even if the flesh might be weak, my mind is very strong!! I kept my mind occupied after the last turnaround by counting how many people were behind me, which worked well as a distraction method and the last few kilometers I could finally smile again! Nutrition wise I drank about 2,6 litres and ate about 500 calories (gel chomps and an oatbar)
T2 (3:58)
I kind of took my time in T2 as I was still dreading the run. I somehow did everything in slow motion. I chose socks for the run which was definitely a good decision and then forgot my visor when running out so I had to run back to grab it. It actually had gotten a bit cloudy so the sunshine was broken up from time to time. Temperature about 24-25C.
RUN (2:12:36/21.5km)
The run was actually really good. On all my long runs (before I got injured) I used the „I have run x many km so I have only have x many km to go“ counting technique and that was the strategy today as well. My goal was to walk through all the drinking stations but run the rest of the time!
It was a 3 laps course around the lake with three drinking stations spaced out during each lap.
I grabbed a quarter banana on every drinking station and 2 cups of water, one for drinking and one for pouring over me. This worked out really well and I ended up doing that the whole way meaning I made the run with about 2,5 bananas and 1,3 litres of water which was more than enough.
The kilometers ticked down and it was super nice to see a few from our club after the first round cheering me on. I heard that Torben was having a tough time on the run and got a bit worried but then decided to focus on myself and worry about that later.
Second lap went by quite faster than anticipated and finally there were a few more clouds which gave some shade.
Once again saw some from our club after the second lap and got some status updates of the other and the cheering, especially from Valerie, gave me an extra boost. And at this point it was only one more lap and I couldn’t believe I was in no pain whatsoever after almost 15km!!
I continued to tick down the kilometers and at some point it was only 5km left and I thought to myself: „You can always do 5K, Even in your sleep“! A lot of people were walking at that point and I tried to cheer them on and get them to run with me! After 18km I started to feel my quads (which is always my main problems) but I was happy it was so late in the run and not much earlier as I expected due to lack of long run training in the last 8 weeks.
At that point I knew I could finish it and just kept smiling as smiling gets you through everything!
Each lap had a little hill towards the end and everyone I saw (like really everyone!!) walked up there but I did not! Not even in the last lap, where the legs were heavy, the mind screamed: „Just walk!“ and I probably sounded like a maniac running up repeating over and over “you shall not walk” LOL! I also knew that after that hill it was only about 800m to go to be done!
I finished with a big smile on my face in about 6:04 which was far off my PB of 5:26 but I couldn’t care less at that point! I was absolutely ecstatic! I was a Triathlete again!! This race was the end of an incredible, crazy and fun journey of finding myself again and it was the beginning of a healthy, happy and fit life for me and my family! The biggest reward was finding a happy husband afterwards as Torben was just as happy to have finished the race as I was!
A really good day all in all and somewhat “easier” than anticipated but it still took a lot out of my body and I will take some well deserved rest now 🙂 until I find a new adventure…. 😉