Uppgjör á járnglímu

Satt best að segja þá langaði mig ekkert til að skrifa keppnissögu eftir þessa keppni. En Gísli gafst ekkert upp og ég lét mig hafa mig það 😉  Maður hefur gott af því að fara yfir keppnina og skoða hvað gekk vel og hvað má gera betur.

Aðdragandinn:

Eftir Ironman í Texas í lok apríl vissi ég að ég ætti meira inni, bæði í sundinu og hlaupinu. Svo þegar ég sá fram á að hafa aðeins rýmri æfingatíma um sumarið og ennþá opin skráning í Köben ákvað ég að slá til. Skráði mig í Köben og og við Rúnar (#feelgoodtraining) settum saman massíft æfingaplan fyrir sumarið. Æfingarnar fóru mjög vel af stað, var með mikla áherslu á sundið og hlaupin og var að ná að æfa ca 15-20 tíma á viku sem er töluvert meira en ég hef verið að gera hingað til. Í byrjun júlí fór ég svo að finna fyrir verk í nára, fyrst bara eftir hlaup og svo í upphafi hlaupa líka en alltaf fór verkurinn eftir smá stund þannig ég hafði ekki miklar áhyggjur og hélt mínu striki. Í lok júlí, um 3 vikum fyrir keppni, var verkurinn enn að versna og ég var farin að finna til við gang. Nú voru góð ráð dýr. Allir sjúkraþjálfarar í fríi en Baldur var svo góður að troða mér að. Niðurstaðan var stífur psoas vöðvi og bólga í mjöðm. Hvíla hjól og hlaup á meðan þetta jafnar sig, úff. En ég nýtti vel á meðan og synti eins og selur á meðan. 2 vikur í hvíld, psoas-inn orðinn sultuslakur, 10 dagar í keppni og ég ekkert betri. Hvað nú? Tókst að troða mér að hjá bæklunarlækni. Röntgen af liðnum og allt leit vel út. Þá var það síðasta hálmstráið, sprauta sterum í liðinn og vona að það dragi úr bólgu og verkjum. Eftir sterasprautu þarf að hvíla alveg þannig að ég mátti ekkert gera nema synda þangað til 3 dögum fyrir keppni. Ég fór og reyndi að hugsa ekkert alltof mikið um þetta, reyna að vera jákvæð og vona það besta. Vona að þetta smelli allt saman. Syndi nokkrum sinnum í brautinni og sá að sundið var að lofa góðu. Fimmtudag fyrir keppni gat ég loksins prófað að hjóla og hlaupa, þá var ég ekkert búin að hlaupa í 3 vikur og ekkert búin að hjóla í 2 vikur. Hjólaði bara rólega og allt í góðum gír 🙂 Prófaði svo að hlaupa. Hljóp mjög rólega í 15 mín. Fann ekkert svo mikið til, jú þetta gæti gengið. Hjúkk. Á föstudag ætlaði ég svo aftur að hlaupa smá til að koma löppunum í gang fyrir sunnudag. Skokkaði rólega af stað og fann strax að þetta var ekki að gerast. Andskotinn sjálfur! Best að stoppa bara og reyna að gera ekki illt verra. Reyndi eins og ég gat að hugsa sem minnst um þetta, ekkert hægt að gera úr þessu nema fara af stað og vona það besta.

Keppnismorgunn:

Vaknaði kl. 3:30 til að geta verið mætt í startið um leið og skiptisvæðið opnaði klukkan 5:00. Ætlaði sko ekki að lenda í sama stressinu og í Texas 😮 Hafragrautur með nutella og banana og kaffi. Lokatékk á dótinu og rölta svo út á lestarstöð. Vorum komin á skiptisvæðið rétt rúmlega fimm. Nægur tími og ég hef aldrei verið jafn afslöppuð fyrir keppni. Kannski reynslan eða þá að loksins var ég frekar örugg með sundið. Gott að vera komin svona snemma því þá er engin röð á klósettið og ennþá þokkalega snyrtilegt. Búin að græja næringu á hjólið, pumpa í dekkin og fara tvisvar að pissa. Allt klárt, klukkan bara 6 og startið mitt ekki fyrr en 7:30! Settist bara niður og slappaði aðeins af, meira að segja nægur tími til að fara enn einu sinni að pissa með tilheyrandi biðröð. Koma sér í gallann í rólegheitunum og skila fatapokanum (street bag.) Rölti svo með Hafdísi að upphitunarsvæðinu að “hita upp” fyrir sundið, samt aðallega til að venjast kuldanum og pissa enn einu sinni. Vatnið var um 19 gráður, ekki beint kalt en gott að venjast aðeins. Fór svo í sundhólfið mitt, bleiku hetturnar. Besta skipulag sem ég hef séð á sundstartinu. Maður valdi sér lit á sundhettu miðað við áætlaðan sundtíma og þannig var ekkert mál að finna sinn hóp. Gekk mjög vel að koma öllum ofan í og á slaginu 7:30 hljóp ég út í Amager Strandpark.

MP1

Sundið (3993m; 1:18:55; hraði 1:58; AG 33):

Hef alltaf hlakkað til að vera búin með sundið en núna naut ég þess að synda. Gekk pínu brösuglega til að byrja, sundgleraugun vildu ekki vera til friðs og voru að leka en það hafðist eftir 3 stutt stopp og nú gat ég rúllað mitt sund. Planið var að halda sub 2:00 pace, smá mótstraumur að fyrsta snúningspunkti þannig að ég vissi ég yrði aðeins hægari þar og myndi svo vinna það upp á leiðinni tilbaka. Komin að snúningspunkti, pace 2:05. Yes, spot on og ennþá í þrusufíling. Nú er bara að halda dampi á leiðinni tilbaka. Var búin að vera inni í þvögunni mest allan tímann en var allt í einu orðin ein. Leit aðeins í kringum mig og sá góðan hóp aðeins fyrir framan mig. Best að gefa aðeins í og ná þeim og það tók stuttan tíma. Síðasta brúin, þetta er bara alveg að verða búið. Leit á úrið, 1:59 meðalhraði. Vá hvað ég var glöð 🙂 Allir í einni kássu að busla í kringum snúningspunktinn og svo bara nokkur hundruð metrar eftir. Fæ þá þennan líka rosa krampa í annan kálfann. Anda rólega, halda áfram að synda og reyna að slaka á kálfanum. Best að gefa aðeins í og klára þetta með trompi. Upp úr vatninu, meðalhraði 1:58. Hell yeah!! Fyrsta markmiði náð 🙂

T1 (06:02):

Ná í pokann og var send inn í skiptitjald, konur mega sko ekki fara úr blautgallanum undir berum himni 😮 Enga stund að rífa mig úr gallanum. Í sokka, skó og hjálm, pokinn á sinn stað og skokka að hjólinu. Ok, kálfinn pínu tæpur á að krampa aftur þannig að líklega best að labba bara. Skiptisvæðið virtist endalaust langt, en var samt bara 500m

MPhjólHjólið (178 km; 5:33:40; hraði 32,6 km/klst; AG 14; 5 mín í skammarkróknum):

Alltaf gott að komast á hjólið en samt var eitthvað ekki í lagi. Axlirnar svolítið stífar eftir sundið og púlsinn hár en lappirnar góðar þannig að ég hlýt að detta í gírinn. Endalaust sikk sakk í gegnum bæinn en ágætis hraði. Komin á Strandvejen og get núna farið að sigla á mínum wöttum. En alveg sama hvað ég reyni, næ ekki að halda mínum wöttum og púlsinn er ennþá alltof hár. Kannski hreyfingaleysi síðustu vikna eða bara hausinn með stæla. Bara reyna sitt besta og velta sér ekkert alltof mikið upp úr þessu. Gaman að rúlla í gegnum dönsku sveitina og nóg um að vera í brautinni, upp og niður og beygjur. Mikill munur að koma svona snemma úr sundinu (startaði líka framar en vanalega) og þurfa ekki að vera eins mikið að taka framúr. Gríp banana og vatn á öllum drykkjarstöðvum. Sötra á orkudrykk og narta í haribo gummi bears þess á milli. Orkan fín en allt kemur fyrir ekki. Jey, fyrri hringurinn að klárast og þetta gengur nú alveg þokkalega. Andsk…mjöðmin farin að láta vita af sér. Hélt ég myndi sleppa í gegnum hjólið án verkja :-/ Var vel birg af verkjalyfjunum þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að byrja á þeim því ég vildi ekki fara verkjuð inn í hlaupið. Verkurinn horfinn, gott mál. Áhyggjur af hlaupinu farnar að laumast að en ég reyni að halda þeim frá. Rúllaði á eftir nokkrum strákum stóran part af seinni hringnum og ágætt að geta einbeitt sér að því að elta einhvern þá líður tíminn ansi hraðar. Þeir hurfu svo í einni brekkunni. Hélt áfram að taka framúr nokkrum en enginn á sama hraða til að fylgja eftir. Lappirnar orðnar pínu þungar og hausinn aðeins að stríða mér, ekki alveg að nenna þessu lengur. Eftir skóginn tók við hraðbrautin. Þá fer þetta að styttast. Rúlla niður þessu fínu brekku og gleymi mér aðeins í gleðinni. Er beint fyrir aftan annan hjólara og dómarinn kemur og flautar á mig. 5 mín í skammarkrókinn með þig. Ansans, átti þetta fyllilega skilið en þvílíkur klaufaskapur. Missi pínu dampinn meðan ég rúlla að næsta penalty boxi. Verulega erfitt að standa kyrr í 5 mínútur og horfa á stelpurnar sem ég var búin að taka framúr rúlla framhjá 😦 Loksins kemst ég af stað aftur, bara 20 km eftir.

T2 (04:57):

Eins og það er gott að komast á hjólið þá er líka jafngott að komast af því eftir 5-6 tíma setu og nuddsár á stöðum sem maður hélt væri ekki hægt að fá sár á. Sjálfboðaliðar grípa hjólið og ég fer beint að finna pokann minn. Sest niður og klæði mig rólega í hlaupaskó, der, sólgleraugu og númerabelti. Léttur kvíðahnútur í maganum, mun ég geta hlaupið? Rölti og skila pokanum og byrja að rölta útaf skiptisvæðinu, þori varla að byrja að hlaupa. En samt, 1, 2 og af stað!

MP2

Hlaupið (42,2 km; 4:55:24; pace 7:00; AG 29):

Úff! Alltaf jafn erfitt að byrja að hlaupa og svo þurfum við að hlaupa upp brekku út úr T2 WTF! Lappirnar pínu stífar en engir verkir!. Kílómeter tvö og ég er komin á pace-ið mitt 🙂 5 km og ég er ennþá á fínum hraða og þetta virtist ætla að ganga. Rek tánna í götustein og þarf að setja hægri (vonda) fótinn snögglega fram, þvílíkur sársauki. Núna er þetta búið 😦 Var með þvílíkan verk í mjöðminni og langaði mest að setjast niður og grenja, af sársauka og vonbrigðum. Náði samt að sannfæra sjálfa mig til að skokka rólega áfram meðan verkurinn hjaðnaði og tók verkjatöflu á næstu drykkjarstöð. Eftir 1-2 km var verkurinn að mestu farinn og bjartsýnin tók aftur við. Stuttu seinna fæ ég nístandi verk í vinstra hnéð. Andskotinn sjálfur, engin hlaup nokkrar vikur fyrir maraþon er ekki líklegt til árangurs. Reyni að skokka áfram en neyðist á endanum til að labba meðan verkurinn hjaðnar. „Jæja, ætti ég bara að láta þetta gott heita og hætta núna? Ég er ekki að fara að hlaupa mikið meira. Nei, andskotinn ég er ekki að fara að hætta. Hvað ætli ég sé lengi að labba þetta? Nei, Jesús þá verð ég langt fram að kvöld að þessu. Best að reyna að skokka smá.“ Kláraði svo restina af hlaupinu, rúma 35 km með því að skokka rólega þangað til verkurinn var orðinn óbærilegur (annaðhvort í mjöðminni eða hnénu) og labba svo þangað til verkurinn hjaðnaði aftur. Eftir 28 km var úrið orðið batteríslaust og ég gerði mér engan grein fyrir hvað ég var að fara hratt/hægt. Fannst hlaupið engan endi ætla að taka og var orðin svo rugluð í hausnum á tímabili að ég hélt ég væri að fara að klára þetta á 13 tímum. Þvílíkur léttir þegar ég fékk loksins að hlaupa inn rauða dregilinn og sá að tíminn var þó alla vega undir 12 tímum.

Lokatími 11:58:58

Lélagasti Ironman-tíminn minn hingað til en aldrei verið jafn erfitt að klára, Rétt náði þó undir 12 tíma, það er eitthvað ;p. Sjúklega ánægð með 7 mínútna bætingu í sundinu sem er að mestu að þakka æfingum á sundbekknum. Þarf aðeins að taka hausinn í gegn á hjólinu en hann er helsta ástæðan fyrir því að ég náði ekki mínum markmiðum þar. Ætla ég aftur? Jú, ætli það ekki. Veit samt ekki alveg hvenær það verður 😉 Tveir Ironman á þessu ári er alveg ágætt 😉

Auglýsingar

Járnið í Kaupinhafn

Sunnudagurinn verður mikill járndagur! Þá keppa þessi í Kaupmannahafnarjárninu.

431 Stefan Karl Saevarsson   M35-39 Bronze Heleneholms Tri Team ISL (Iceland)
432 Benedikt Sigurdsson       M50-54 Bronze ISL (Iceland
2477 Margret Palsdottir         F40-44 Thriko ISL (Iceland)
2478 Hafdis Helgadottir        F40-44 ISL (Iceland)
2479 Didrik Stefansson          M30-34 ISL (Iceland)
2480 Runar Orn Agustsson M30-34 ISL (Iceland)
2481 Leó Einarsson               M30-34 ISL (Iceland)
2482 Einar Sigurjónsson        M35-39 Aegir 3 ISL (Iceland)
2483 Arnar Ingolfsson           M35-39 Aegir 3 ISL (Iceland)
2484 Solvi Thordarson          M35-39 Aegir 3 ISL (Iceland)
2485 Johannes Gunnarsson    M35-39 ISL (Iceland)
2486 Helgi Snæbjörnsson      M40-44 Vejen Tri og Motion ISL (Iceland)
2487 Ragnar Gudmundsson M50-54 ISL (Iceland)
2488 Sveinn Simonarson       M55-59 3SH ISL (Iceland)
2489 Bogi Jonsson                 M60-64 ISL (Iceland)

Við mörlandar fjölmenntum fyrst til Kaupmannahafnar 2010 og það þótti svo fréttnæmt að baksíða Moggans birti þetta viðtal við Vigni og Karen.

Vignir ogKaren 2010

2015 var gott ár fyrir okkur. Þá komst Geir Ómarsson til Kona.

Screenshot 2015-08-23 14.20.06Í gær fór fram Járnmannskeppni í Kaupmannahöfn, þar sem syntir eru 3,8 km í sjó, hjólaðir 180 km um Sjáland og nágrenni og endað á maraþoni. Fulltrúi íslenska þríþrautarsamfélagsins var Geir Ómarsson, sem keppir fyrir Ægir3, og nægði árangur hans til sætis á heimsmeistaramótinu á Havaí sem fer fram í október ár hvert og þykir mikil vegsemd að komast þangað. Árangur Geirs var sem hér segir:geirkoben

Þetta er þriðji besti árangur Íslendings í járnmanni en besta tímann(8:56;29) á Stefán Guðmundsson sem hann setti í Kaupmannahöfn í fyrra. Með þessum árangri er Geir sá fimmti sem vinnur sér inn keppnisrétt í Kona.

Maraþontími Geirs er sá sjötti besti í keppninni í Kaupmannahöfn og hefði dugað í verðlaunasæti í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. En þar þurftu keppendur víst ekki að synda og hjóla í rúma sex tíma fyrst.

Á meðfylgjandi mynd sést Geir á endasprettinum og gleðin leynir sér ekki þegar hann stekkur yfir marklínuna.

2016 gerði Rúnar Örn góða reisu til Kaupmannahafnar:

11 Íslendingar glímdu við danska járnið í dag.

runaraskiptisvæði

Fremstur í flokki þeirra var Rúnar Örn Ágústsson (Breiðablik) sem synti á 58,39 mínútum, hjólaði á 4:37,49 og hljóp maraþonið á 3:02,49. Heildartími hans er 8 klukkustundir, 43 mínútur og 31 sekúnda. Þessi árangur skilar honum í 14. sæti í heildina og silfri í aldursflokkinum 30-34 ára sem þýðir sæti á heimsmeistaramótinu í Kona á Havaí.

Þetta er gaman að rifja upp í tilefni sunnudagsins. Væntanlega vöknum við snemma sem heima sitjum, tékkum á sundtímum félaga okkar og tökum svo sunnudagsæfinguna með þau hjóla.

Kátt í Kjósinni

Þríþrautarfélögin á suðvesturhorninu héldu sameiginlega hálfólympíska þraut við Meðalfellsvatn í Kjós í dag við kjöraðstæður og þar var glatt á hjalla eins og meðfylgjandi myndir sýna.

IMG-1765
Vatnið þótti þægilega volgt, 13 gráður og keppendur þyrptust út í til að bleyta sig og venja sig við. Rásmarkið var við baujuna sem sést vinstra megin á myndinni.

En engin keppni er án starfsmanna sem bera hitann og þungann af skipulagi, undirbúningi og framkvæmd og þessi fríði hópur var mættur til starfa.

IMG-1763

Þríþraut er fjölskyldusport og tengslanetið lá víða. Margir höfðu meðferðis börn og skyldmenni og fulltrúar stórfjölskyldu Trausta Valdimarssonar voru í sólskinsskapi eftir keppnina.

IMG-1766

Og svo var komið að verðlaunaafhendingu. Hér eru allir sem fengu medalíu um hálsinn. Öll úrslit er að finna hér. Seinna verður bætt við myndum sem hirðljósmyndari ÞRÍ tók. Hákon Hrafn sigraði í opnum karlaflokki, Sigurður Tómas var annar og Ólafur Magnússon þriðji en Rannveig kom fyrst í mark í kvennaflokki, síðan Birna Íris og þá Steffi Gregersen.

IMG-1771

 

Heimsmeistarinn okkar

Tvíþrautina sund+hlaup köllum við í daglegu tali Marbendil, einkum ef synt er í sjó. Á ITU Multisport-leikunum á Fjóni á vegum Alþjóðaþríþrautarsambandsins var einmitt keppt í Marbendli sem var 1 km sund og 5 km hlaup. Þar sigraði Guðlaug Edda Hannesdóttir og er því heimsmeistari í þessari grein.

Hún varð önnur upp úr vatninu (tími 12:16) en þar voru fremstu stelpurnar mjög jafnar. Hún byggði upp forskot jafnt og þétt í hlaupinu (tími 18:11) og kom í mark á tímanum 31:15 og varð 48 sek á undan Hannah Kitchen frá Bretlandi sem varð önnur. Vida Medic frá Serbíu kom svo 14 sek á eftir í 3. sæti. 

Þessi sigur setur Guðlaugu Eddu og Ísland rækilega á þríþrautarkortið en áhersla hennar er stigasöfnun fyrir Ólympíuleikana 2020. Guðlaug Edda hlaut styrk hjá Ólympíusamhjálpinni í maí en lenti svo í slysi í þríþrautarkeppni í júní og fékk heilahristing. Hún hefur lent í ýmsum hremmingum í keppnum síðustu 3 árin en nær alltaf að ná 100% fókus fljótt aftur eins og þessi sigur  sýnir sannarlega.

Þríþrautin er enn að slíta barnsskónum hér heima og þá skiptir miklu að hafa góðar fyrirmyndir varðandi nýliðun í íþróttinni. Sérsambönd sem státa af heimsmeistara eru ekki mörg en við í ÞRÍ erum þar á meðal. Ef einhver vantar hvatningu, er tilvalið að horfa á myndbandið hér fyrir ofan.

Laugarvatnsþríþrautin 2018 – Keppnissaga

36063336_2113078438903626_4421715126684483584_nSigurður Örn Ragnarsson segir frá:

Undanfarin þrjú ár hef ég tekið þátt í Ólympísku þríþrautinni sem haldin er á Laugarvatni og finnst þetta alltaf jafn skemmtileg keppni. Það er eitthvað heillandi við að synda í „opnu“ vatni samanborið við sundlaug en eini gallinn við slíkar keppnir á Íslandi er hitastigið, sem hefur jú verið ansi mikið að stríða landanum þetta árið – sér í lagi á suðvestur horninu þar sem hitinn hefur vart skriðið yfir 13 gráðurnar. Í ljósi þess hversu kalt vatnið var í fyrra ásamt lofthitanum, með tilheyrandi vandamálum sem sköpuðust fyrir keppendur, var ráðist í aðgerðir við að setja upp reglugerðir sem ákvarða lengd sundleggs í „opnu“ vatni á Íslandi út frá þessum tveimur mælieiningum. Þríþrautasambandið skilaði af sér góðri vinnu þar sem tafla var gefin út og kemur þar skýrt fram hvernig haga skuli keppni hvað sundið varðar – þ.e. hvort stytta þurfi úr 1500m niður í 750, eða hreinlega sleppa sundinu og breyta keppni yfir í tvíþraut. Ég verð að viðurkenna að ég var orðinn nokkuð stressaður fyrir þessum breytingum daginn fyrir keppni, enda hefur sundið ætíð verið minn sterki hluti þríþrautarinnar og oft á tíðum næ ég góðu forskoti þar fyrir hjólið. Það leit út fyrir að þetta gæti sloppið, er stöðugar mælingar á vatninu nokkra daga fyrir keppni gáfu fyrirheit um að hitinn gæti verið eitthvað um 13 gráður. Íslensk veðrátta hafði þó ekki sagt sitt síðasta og kólnaði vatnið um heilar tvær gráður á jafn mörgum dögum. Um morguninn á keppnisdag voru vatnshiti og lofthitastig 11 gráður og því ákvörðun tekin um að stytta sundið í 750m. Þannig urðu vegalengdirnar því 750m sund, 40 km hjól og 10 km hlaup.

Undirbúningurinn

Ég fór í bústað í Grímsnesi daginn fyrir keppni til að koma mér í gírinn og undirbúa mig fyrir átök morgundagsins. Æfingarnar síðustu þrjár vikurnar fyrir keppni höfðu verið góðar en heildarmagnið var um 68 klst, með 17 klukkustunda „keppnisviku“. Í vetur hef ég verið að vinna mikið í æfingamagninu og álaginu en eftir að hafa kynnst æfingaaðferð norska landsliðsins í þríþraut miðast flestar æfingar hjá mér við að eyða langmestum tíma æfinganna í „léttum gír“, þ.e. það sem við köllum Zone 1 eða 2. Þessi ákefð er um 80 prósent af heildartímanum sem fer í æfingar en restin, 20 prósent, er á mjög háu álagi. Bætingarnar í sumar hafa ekki látið á sér standa eftir að hafa tekið upp þessar æfingar en mest hefur framförin verið á hjólinu. Ég var því nokkuð stressaður fyrir því að sundið yrði stytt á keppnisdag en vissi samt sem áður að ég ætti nóg inni til að geta átt góðan hjólalegg og þar með skákað helstu keppinautum mínum þegar á reyndi.

Bústaðurinn er í um hálftíma fjarlægð frá Laugarvatni og því skellti ég mér á laugardagsmorgun í smá brautarskoðun. Hjólabrautin var önnur þetta árið heldur en undanfarin ár sökum vegaframkvæmda á afleggjaranum meðfram Svínavatni en hún fól í sér snarpa hækkun upp á Lyngdalsheiði með nokkrum flötum og hröðum köflum. Ég hugsaði að þessi braut hentaði mér ágætlega, enda búinn að léttast talsvert síðan í fyrra og því gæti ég náð betri árangri í slíkri braut heldur en flatri og hraðri braut. Ég setti því upp plan um það hvernig ég ætlaði að taka brekkuna upp á heiðina, í hvaða gír væri best að vera og hvort ég gæti setið eða staðið hjólið upp brattasta hluta brekkunnar. Markmiðið var að halda að meðaltali milli 330-340W yfir hjólalegginn, með smá auka ákefð upp á heiði samanborið við leiðina niður. Ég var nokkuð sannfærður um að ég gæti haldið þessari ákefð þar sem að í meðaltali voru wöttin um 350W í hálf-Ólympísku þrautinni í Hafnarfirði þremur vikum áður. Ég var með 52-36T að framan á TT hjólinu hjá mér sem gaf mér fræðilegan hámarkshraða upp á 54 km/klst á um 90 snúningum og því vissi ég að á leiðinni niður yrði erfitt að halda sömu wöttum og upp á við (verkfræðingurinn alltaf að reikna út dæmið, sko 😛 ).
Í einfaldri mynd var því planið: meiri ákefð upp – minni niður.

Með þessa vitneskju var planið næst að fara í vatnið og finna hitastigið. Ég klæddi mig í blautgallann og prófaði að synda léttan kílómeter í vatninu. Eins og alltaf, var mjög kalt til að byrja með en svo hitnaði aðeins og mér leið bara nokkuð vel. Ég fékk síðar að vita að hitastigið hafi verið milli 11 og 12 gráður þennan dag og því var ég nokkuð viss um hvernig tilfinningin yrði daginn eftir í keppninni. Ég skellti mér svo bara í sund og fór beint í pottinn til að ná upp líkamshita aftur og hafði svo notalegan eftirmiðdag að horfa á HM og fara yfir keppnisplanið í huganum.

Kvöldið fyrir keppnisdaginn hélt ég síðan úr bústaðnum okkar og á Laugarvatn, þar sem ég átti pantaða gistingu á Hótel Eddu. Í fyrra hafði ég verið ansi tæpur á tíma, sem varð að lokum til þess að ég átti í erfiðleikum á hjólinu og hálf eyðilagði keppnina fyrir sjálfum mér. Ég ætlaði því ekki að láta það koma fyrir aftur og vildi því vera viðstaddur innan við 200 metra frá skiptisvæðinu. Það yrði því erfitt fyrir prófessorinn mig að klúðra því (aldrei segja aldrei, þó!).

Keppnisdagurinn

Ég vaknaði 6:30 um morgun keppnisdags, á sama tíma og ég vakna alla daga og var strax spenntur fyrir keppninni. Undirbúningurinn var búinn að vera góður og nú átti ég bara eftir að framkvæma og sjá hvað myndi gerast. Ég borðaði morgunmat á herberginu og hélt svo út niður á skiptisvæði. Ég náði, aldrei þessu vant að taka góða upphitun á hjólinu og var tímanlega að setja allt upp fyrir skiptingarnar. Á keppnisfundinum kom í ljós að vatnið var 11 gráður sem og lofthiti og var sundið því stytt úr 1500m í 750m. Ég var búinn að búa mig undir þetta í huganum kvöldið áður og því ekkert að gera en að sprengja þessa 750 metra og ná eins góðu forskoti og hægt var fyrir hjólið.

Eftir að hafa græjað mig í blautgallann tók ég smá upphitun í vatninu. Frá gærdeginum vissi ég að fyrstu augnablikin yrðu nokkuð erfið eftir að ég fór út í vatnið og því mikilvægt að ná að slaka á og venjast kuldanum aðeins áður en að keppnin hófst. Ég synti nokkrar ferðir fram og til baka þangað til hjartað var komið í gang og lét það þá gott heita. Þá kom ég mér upp á startlínunni og beið – 90 sekúndur í start samkvæmt þeim sem stóðu á bakkanum og sáu um ræsinguna.

Sundið

BAM – allir af stað og ég henti mér áfram með því að spyrna mér í botninn og síðan fóru hendurnar á fullt. Ég passaði mig samt að fara af stað á ekki alveg fullri ákefð enda væri þá hætta á því að ég stífnaði upp í köldu vatninu. Vöðvarnir þurfa tíma til að venjast svona háu álagi í kulda og því mikilvægt að leyfa pumpunni að ganga nokkuð vel og koma blóði til helstu vöðva án þess að sprengja sig alveg. Ég var orðinn nokkuð góður þegar ég kom að fyrstu bauju, og þá jók ég álagið örlítið. Ég hugsaði vel um öndun, slakaði á og lét mig renna vel í hverju taki, passaði olnbogann, hvernig höndin kom ofan í vatnið, engar loftbólur í lófana – allt þetta helsta. Ég hef lært það í gegnum öll mín sund-ár að um leið og maður tapar tækninni, er hraðinn fljótur að detta niður og því vildi ég halda eins mikið og ég gat í rétta tækni allan tímann og það tók á vissan hátt athyglina frá kuldanum og álaginu. Áður en langt um leið var ég kominn hringinn og kom upp úr vatninu á um það bil 9 mínútum og 30 sekúndum, meðalhraði upp á 1:15-1:16/100m sirka og nokkuð sáttur við það í þessum aðstæðum. Ég kom mér fljótt upp úr og inn á skiptisvæðið þar sem hjólið beið mín. Keppendur höfðu verið beðnir um að fara í yfirhafnir af dómurum keppninnar á hjólinu og því var ég með eina slíka. Það reyndist nokkur þrautaganga að koma sér í peysuna, enda líkaminn þreyttur, blautur og kaldur og ég að hugsa um forskotið sem ég væri að glata með því að troða mér í þessa peysu. Það gekk ekkert allt of vel framan af en loksins komst ég í yfirhöfnina og dúndraði af stað á hjólinu upp brekkuna frá skiptisvæðinu á Laugarvatni og út á veginn í átt að Lyngdalsheiði.

Hjólið

Áður en ég vissi af var ég kominn í gegnum hringtorgið hjá Laugarvatnsafleggjaranum og stefndi upp á Lyngdalsheiðina. Eftir að hafa hjólað leiðina daginn áður var ég með leiðina í hausnum og vissi hvernig ég ætlaði að tækla brekkuna og ferðirnar fram og til baka. Það gekk ágætlega að koma afli úr löppunum í hjólið og planið gekk vel þangað til ég var hér um bil hálfnaður með fyrstu ferð. Þá var eins og það drægi aðeins úr kraftinum í kerfinu hjá mér og ég náði ekki að setja það afl í hjólið sem ég var búinn að ákveða að gera, sama hvað ég reyndi. Ég náði samt að halda nokkuð góðum wöttum en var um 15-20 undir því sem ég hafði sett mér sem markmið fyrir keppnina. Nú var því bara að gera það besta úr þessu og vona að það væri nóg til að missa keppinautana ekki of nálægt mér eða langt fram úr áður en að hlaupið byrjaði. Eftir fyrstu ferð sá ég að það voru um það bil 2 mínútur í Rúnar Örn og nokkrar sekúndur í viðbót þangað til Hákon kæmi en ég vissi í raun ekki hvernig þeir höfðu synt svo ég var ekki alveg með á hreinu þarna eftir fyrsta snúning hvort þeir væru búnir að draga mikið á mig. Ég reyndi því bara að einbeita mér að pedalatækninni og að ná góðum snúningum án þess að sýra lappirnar of mikið. Ég keyrði svoleiðis niður eftir leiðina til baka og á seinni snúning, eftir einn hring af tveimur sá ég að forskotið var komið niður í 90 sekúndur á Rúnar Örn. Ég gæti því gert ráð fyrir því að hann væri að draga á mig um allavega mínútu á hverjum hring. Seinni hringinn kárnaði gamanið hjá mér en þá duttu wöttin enn meira niður á við, ég var fastur í um 315W í staðinn fyrir þessi 330-340 sem ég hafði sett mér markmið um og því reyndi ég bara mitt besta til að halda því stöðugu. Leiðin upp á heiðina í annað skiptið var þung og erfið og erfitt að koma löppunum í gírinn eftir klifrið til að ná upp hraða fyrir flata kaflann á heiðinni. Það hafðist þó og ég keyrði eins og ég gat fram að síðasta snúningi uppi á heiði. Eftir hann sá ég að ekki væru mikið meira en 30 sekúndur í Rúnar og því hafði hann dregið um mínútu á mig á þessum 10 km kafla sem lá upp á heiði. Ég keyrði því aðeins meira á hraðann eftir snúninginn og niður eftir til að reyna að lágmarka þann tíma sem hann myndi geta náð á mig fyrir hlaupið. Þegar um 7-8 km voru eftir af hjólaleggnum fór Rúnar fram úr. Ég hugsaði að nú þyrfti ég bara að keyra lappirnar út eins mikið og ég gæti og vona það besta á hlaupinu. Ég setti auka ákefð í það sem eftir var og reyndi eins og ég gat að sprengja á eftir honum, marmiðið var að hafa hann alltaf í augsýn. Það tókst svona næstum því en þegar ég var kominn aftur að hringtorginu hjá Laugarvatnsafleggjaranum var hann horfinn úr augsýn. Ég vissi þó að hann væri ekki langt undan og þegar ég kom niður á skiptisvæði var einhver sem sagði „50 sekúndur“ eða eitthvað álíka.
Ég vippaði hjólinu upp á skiptistandinn, tróð mér í hlaupaskóna – sem tók reyndar lengri tíma en ég var að vona – og hentist af stað á eftir honum á gjörsamlega búnum löppum. Næstu 10 kílómetrarnir á hlaupinu yrðu erfiðir.

Hlaupið

Ég vissi að til að ég gæti unnið þetta þyrfti ég að vera fljótur að minnka forskotið. Hlaupnir voru 3 hringir og ég get sagt að ég hugsaði ekki mikið um ákefðina fyrsta hringinn á hlaupinu, markmiðið var sett á að ná Rúnari hvað sem það kostaði og sjá svo til með restina. „Þegar fyrsti hringurinn er búinn væru hvort sem er bara rúmir 6 km eftir og það er ekki neitt hvort sem er“ – var hugarástandið á mér á þessum tímapunkti. Ég hugsaði því ekki neitt á þessum fyrsta hring og náði að draga hægt og bítandi á Rúnar þangað til ég náði honum við malarkaflann, þegar um 600 metrar eru eftir af fyrsta hring hlaupsins. Fyrsti hringurinn var kláraður á um það bil 11 mínútum og 50 sekúndum og það innihélt mínútu af auka-ferð sem var farin á fyrsta hring til að hafa hlaupið akkurat 10 km. Það var því ljóst að héldi ég þessum hraða yrði hlaupið klárað á rúmum 33 mínútum. Ég vissi strax að það væri ekki að fara að gerast enda var ég gjörsamlega sprunginn á þessum tímapunkti. Ég náði hins vegar að halda hraðanum ágætum í svona „tempo-fíling“ á hring númer 2 og hugsaði bara um það að halda tækni, líkt og ég hafði gert í sundinu. Annar hringurinn leið furðulega fljótt og þá var það bara að klára síðasta hringinn. Ég var alltaf að líta aftur til að vera viss um að ég væri öruggur með forystuna en ég vissi að ég hefði ekki mikið í endasprett í því ástandi sem ég var í á þessum tímapunkti. Lappirnar höfðu verið búnar á því áður en þetta blessaða hlaup byrjaði svo það var ekki á þær leggjandi að fara í villtar hraðabreytingar. Ég náði að halda forskotinu góðu á síðasta hringnum og kláraði hlaupið á um 35 mínútum sléttum. Svosum fínn tími gefið aðstæðurnar og nokkuð erfiða braut þannig ég var sáttur. Heildartíminn 1:51:45 með 2:10 mínútum í skiptingar sem hefði mátt framkvæma betur en heilt yfir mjög sáttur með árangurinn.

Að lokum vil ég þakka skipuleggjendum fyrir góða keppni og öllum þeim sjálfboðaliðum sem tóku þátt við að gera keppnina eins góða og hún var. Án þeirra væri þetta ekki hægt.

Næstu skref eru fjórar IM70.3 keppnir sem ég tek þátt í sem PRO og því um að ræða nýjan kafla í þríþrautaferli mínum en ég hef aldrei keppt áður í svo löngum keppnum, hvað þá sem atvinnumaður. Það verður spennandi að sjá hvernig það gengur en ég er vongóður, enda æfingarnar búnar að skila miklu í vetur nú þegar og ég sé ekki annað en að leiðin liggi uppávið næstu árin.“

Öll úrslit frá Laugarvatni:

Laugarvatnsþrautin 24. júní.

Ægir3 stendur fyrir sjötta Íslandsmeistaramótinu í ólympískri þríþaut á Laugarvatni  sunnudaginn 24. júní 2018.
Synt í Laugarvatni – Búningaaðstaða og slökun í Fontana.

ÓLYMPÍSK ÞRÍÞRAUT – Íslandsmeistaramót
SUND – 1500m/ HJÓL – 40km/ HLAUP – 10 km
Einstaklings- og liðakeppni(boðsveitir)
Keppni hefst kl: 9:00

HÁLF ÓLYMPÍSK ÞRAUT
SUND – 750m/ HJÓL – 20km/ HLAUP– 5 km
Einstaklingskeppni
Keppni hefst kl: 10:00

Skráning:
Í lengri vegalengdinni er bæði einstaklings- og liðakeppni ásamt byrjendaflokki.
Keppnisgjald er 8.500 kr. fyrir einstaklinga en 9.500 kr. fyrir lið (boðsveit).

Í styttri vegalengdinni er eingöngu einstaklingsskráning.
https://www.netskraning.is/laugarvatnsthrithraut/
Skráningu lýkur kl.23.59 miðvikudaginn 20. júní.

Ægir 3 triathlon club hosts a triathlon event at Laugarvatn (postcode 840), Sunday June 24th, 2018. Olympic distance and a half olympic distance. Wetsuit and helmet are mandatory.

Viðbót 12.júní: Keppnishaldarar Laugarvatnsþríþrautar vilja upplýsa að:
1. Hitastigið í vatninu er núna um 12-13 gráður. Það verður svo nánar mælt fyrir keppni og upplýsingar veittar.
2. Það verður heimilt að nota neoprene sokka og neoprene húfu. Utan yfir verður þó að setja sundhettu.
3. Nánari upplýsingar varðandi hvað verður gert ef vatnið er of kalt eða ef lofthiti/vindkæling er óhagstæð er að vænta alveg á næstunni frá ÞRÍ. Við munum strax setja þessar upplýsingar inn þegar þær berast.
3. Hægt verður að krefja keppendur um að fara í utanyfirgalla á hjólinu ef keppnishaldarar meta aðstæður þannig.
4. Tölvupóstur með nánari upplýsingum verður sendur til skráðra þátttakanda daginn eftir að skráningu lýkur.
5. Hjólaleiðin verður með breyttu sniði í ár vegna framkvæmda og verður farið um Lyngdalsheiði.

Leiðarlýsingar

Sund
 Í ólympískri vegalengd eru syntir tveir “hringir” en einn hringur í hálfri ólympískri vegalengd. Leiðin verður merkt með baujum og flöggum.

Hjól – Ólympísk
Hjólað er frá Íþróttahúsinu upp Laugabraut og beygt til vinstri inn á Dalbraut (vegur 37) að hringtorginu þar sem fyrsti útgangur er tekinn inn á Lyngdalsheiðina (vegur 365). Hjólað er tæpa 10 km eftir Lyngdalsheiðarvegi, að snúningspunkti sem er u.þ.b 400 metrum vestan við Bragabót. Hjólað aftur að hringtorginu, hjólaður heill hringur í því  og Lyngdalsheiðarvegurinn hjólaður aftur upp að snúningspunkti. Síðan er hjólað til baka að hringtorginu, Dalbrautin hjóluð þangað til beygt er til hægri niður Laugabraut og endað við Íþróttahúsið.

Lyngdalsheidi_start_Stop Lyngdalsheidi_oll

Hjólaleið

Hjól – hálf ól.
Hjólað er frá Íþróttahúsinu upp Laugabraut og beygt til vinstri inn á Dalbraut (vegur 37) að hringtorginu þar sem fyrsti útgangur er tekinn inn á Lyngdalsheiðina (vegur 365). Hjólað er tæpa 10 km eftir Lyngdalsheiðarvegi, að snúningspunkti sem er u.þ.b 400 metrum vestan við Bragabót. Hjólað aftur að hringtorginu, Dalbrautin hjóluð þangað til beygt er til hægri niður Laugabraut og endað við Íþróttahúsið.

 

Hlaup – Ólympísk:
Byrjað er á að hlaupa eftir Hverabraut í átt að gamla íþróttakennaraskólanum og snúið við um keilu. Síðan eru hlaupnir 3 hringir af eftirfarandi: Framhjá íþróttahúsinu, beygt til vinstri inn Laugabraut og svo til hægri inn Lindarbraut. Lindarbrautin er hlaupin þangað til hún beygir til vinstri, en þar er haldið beint áfram eftir göngustíg þangað til komið er í Hrísholt. Hlaupið eftir Hrísholtinu þangað til beygt er til vinstri inn á Dalbraut. Hlaupið eftir Dalbraut framhjá menntaskólanum og hringtorginu. Fyrsta beygja til vinstri eftir hringtorgið og eftir malarvegi og stíg þangað til að komið er að íþróttahúsinu aftur.

Hlaup, ólympísk vegalengd

Hlaup, ólympísk vegalengd

Hlaup – hálf ól.
Hlaupnir eru 2 hringir, fyrst minni hringur og síðan stærri hringur. Stærri hringurinn er sá sami og heila ólympíska fer. Hlaupið frá íþróttahúsinu til vinstri inn á Laugabraut. Beygt til vinstri inn á Dalbraut. Hlaupið eftir Dalbraut framhjá menntaskólanum og hringtorginu. Fyrsta beygja til vinstri eftir hringtorgið og eftir malarvegi og stíg framhjá íþróttahúsinu aftur (fyrri hring lokið), beygt til vinstri inn Laugabraut og svo til hægri inn Lindarbraut. Lindarbrautin er hlaupin þangað til hún beygir til vinstri, en þar er haldið beint áfram eftir göngustíg þangað til komið er í Hrísholt. Hlaupið eftir Hrísholtinu þangað til beygt er til vinstri inn á Dalbraut. Hlaupið eftir Dalbraut framhjá menntaskólanum og hringtorginu. Fyrsta beygja til vinstri eftir hringtorgið og eftir malarvegi og stíg þangað til að komið er að íþróttahúsinu aftur.

Hlaup, hálf ólympísk vegalengd

Hlaup, hálf ólympísk vegalengd

Keppnin
Ræst verður úti í vatninu og allir ræstir á sama tíma í sömu vegalengd. Keppendur eru í blautgöllum og með flöguna festa við ökkla. Keppendur labba út að rásmarki í vatninu sem merkt verður með flöggum. Það er hægt að botna á flestum stöðum í Laugarvatni en einnig verður bátur á vatninu til að gæta öryggis sundfólks. Eftir að sundi er lokið á að fara aftur á milli flagganna á leiðinni í land. Á skiptisvæðinu eru gallarnir skildir eftir við hjólastæðið og keppendur taka hjálm, númer á númerabelti (númerið snúi aftur) og hjól. Boðsveitir færa flöguna á milli liðsfélaga. Við mælum með að fólk fari í peysu eða jakka eftir sundið svo það nái að halda á sér hita á hjólinu. Mótstjórn er komin með leyfi til að krefjast þess að keppendur klæði sig vel fyrir hjólið ef samspil vatns- og lofthita verður óhagstætt. Hjólið er leitt út af skiptisvæðinu að merktri línu þar sem má fara á hjólið og hjóla af stað (sjá mynd af hjólaleið). Eftir hjólalegg er aftur hjólað að skiptisvæði, farið af hjólinu við línuna og hjólinu skilað á sama hjólastæði. Númerabeltinu er nú snúið þ.a. númerið sjáist framan á keppandanum. Ekki má fara út af skiptisvæðinu með hjálminn. Keppendur í ólympískri vegalengd hlaupa þrjá merkta hringi með smá (sjá hér ofar lýsingu og mynd af hlaupaleið) en keppendur í hálfri vegalengd hlaupa aðra leið í byrjun og svo einn hring eins og ólympíska vegalengdin (sjá leiðarlýsingu ofar).

Reglur
Ólympíska vegalengdin er hluti af stigakeppni Þríþrautasambands ÍSÍ og keppt er eftir reglum sambandsins í báðum vegalengdum, sjá reglurnar.  Við minnum sérstaklega á nokkur atriði: Blautbúninga- og hjálmaskylda. Bannað er að hjóla með tónlist í eyrunum, bannað er að henda rusli t.d. utan af orkugeli. Hjóla þarf hægra megin á veginum með 10 metra lágmark í næsta keppanda því bannað er að nýta sér skjól af keppanda og bílum.
Aldurstakmark er 16 ára, miðað við fæðingarár.
Allir keppendur eru á eigin ábyrgð í keppnum.