Uppskeruhátíð ÞRÍ

Uppskeruhátíð Þríþrautarsambands Íslands var haldin á efri hæðinni á Sólon Bístró í Bankastræti og svo skemmtilega vildi til að sælustund eða Happy Hour hófst þegar fyrsti gesturinn gekk í salinn. Margar myndir voru teknar og ef þær prentast vel má sjá gleðina skína af hverju trýni.

stjórnÞrÍ
Þetta er stjórn ÞRÍ: Talið frá vinstri eru Bjarki Rúnar, Kristín Laufey, Hákon, Rannveig, Hákon Jónsson og Halldóra forseti
benni og birna
Birna Íris Jónsdóttir sagði frá lífi sínu í þríþraut og öllum sem því fylgir, birti meira að segja tölur úr heimilisbókhaldinu og gaf kost á spurningum um rómantík. Benni Hjartar sagði frá Ermasundi og öllu sem því fylgir og sýndi skemmtilegar myndir. Hann fékk spurningar um smurningu.
breiðablik
Þetta er stigahæsta lið sumarsins og kennir sig við Breiðablik. Önnur frá hægri er Maja.
Birna, ranna, bjarki, hákon Siggi
Þetta vaska fólk fékk bikara fyrir árangur í stigakeppninni. Siggi og Rannveig fengu þá stærstu. Með þeim á myndinni eru Birna, Bjarki og Hákon. Rannveig og Hákon urðu einnig Íslandsmeistarar í ofursprettþraut.
IngvarogBrynhildurnýliðarársins
Þetta eru nýliðar ársins með bikarana sína. Ingvi Jónasson og Brynhildur Georgsdóttir.
Siggiogmammagullu
Fulltrúar ÞRÍ á viðurkenningahátíð ÍSÍ eru þríþrautarkarl og þríþrautarkona ársins. Þangað mætir Sigurður Örn Ragnarsson og Guðlaug Edda Hannesdóttir sem hafa farið mikinn í sumar. Með Sigga á myndinni er mamma Gullu.

Síðan var borinn fram matur og smjöttuðu flestir vel á veitingunum sem voru tapasbitar á stærð við smáfugla og kjötspjót af nauti og kjúklingi. Þeim fylgdi sósa sem einhverjum var talin trú um að væri orkugel og þá rann það fljótt og vel út.

Á skjánum var útsendingin frá Kona sem gladdi augu margra en aðrir voru kvöldsvæfir og fóru heim til að ná hvíld fyrir morgunæfinguna.

 

“Ég ætla aftur”

“Ég ætla aftur” var fyrsta hugsun mín þegar ég kom í mark í minni fyrstu Ironman keppni í Kaupmannahöfn 2017. Því var farið í það að skoða hvaða keppni yrði næst fyrir valinu og 6 vikum síðar var ég skráður í Ironman Barcelona.
Markmiðin voru strax skýr, þessi keppni skyldi kláruð á innan við 10 klst. Þar sem ég er þjálfari hjá Ægi3 varð æfingafríið eftir keppni mjög stutt og ég var kominn á fullt í æfingar 2 vikum eftir keppnina í Kaupmannahöfn. Ég æfði fyrstu vikurnar mikið með skemmtilegum hópi byrjenda sem var mjög góð leið til að koma sér af stað aftur og æfingar gengu mjög vel fram að áramótum.
Eftir áramót fór æfingaálagið að þyngjast og þegar dró að vori var ég farinn að finna fyrir meiðslum auk þess sem andlega hliðin var orðin tæp, þunglyndi og æfingagleðin fór dvínandi. Á þessum tíma var Challenge Samorin framundan og var ég farinn að gæla við þá hugmynd að slaufa þeirri keppni. Sú ákvörðun var þó tekin að taka stutt æfingafrí, jafna sig á meiðslum, vinna í andlegu hliðinni og fara til Slóvakíu með því hugarfari að klára þá keppni. Það er jú heiður að fá að keppa í Challenge Championship og óvíst að maður nái þar inn aftur.
Eftir Slóvakíu ferðina var æfingaáætlunin endurskoðuð og yfirfarin og ljóst var að ég þyrfti að setja meiri þunga í sundæfingar þar sem sundið var mín lang slakasta grein. Því æfði ég sundið 4x í viku fram að keppni, 3x í lauginni og 1x í sjónum. Það er hreint ótrúlegt hversu miklum árangri er hægt að ná í sundinu á stuttum tíma með svona átaki. Í hlaupinu og hjólinu voru langar Z2 æfingar og langar tempó-keyrslur lykilæfingar. Þetta skilaði góðum árangri og var ég meiðslalaus, í góðu formi og mjög vel stemmdur fram að keppni.
Mánuði fyrir keppni var ég að skoða hvaða tíma þurfti að ná í keppninni í fyrra til að ná Kona-sæti og sá að 9.45 hafði dugað árið áður. Þarna fór ég að endurskoða markmiðin mín og hugsaði að ef ég ætti toppdag ætti ég að geta synt á 1.05, hjólað á 5.00 og hlaupið á 3.30. Reiknaði svo 7 mínútur í skiptingar og nýtt markmið var að klára á 9.42.00. Hjólabrautin í Barcelona er mjög flöt og hröð en nokkrum dögum fyrir keppni fengum við keppendur tölvupóst um breytingu á hjólaleiðinni þar sem krókur var tekinn úr hefðbundinni leið sem innihélt nokkuð góða brekku, 4 U-beygjur og lengingu á brautinni um 4 km. En þetta verður þá erfiðara fyrir hina líka hugsaði ég.
Félagskapurinn í æfingarferlinu og keppninni sjálfri var frábær. Stór hópur æfingafélaga úr Ægi3 auk fleiri íslendinga voru skráðir til leiks og mjög stór hópur stuðningsmanna hélt til Barcelona og hreint ótrúlegt að sjá íslenska fánan víða í brautinni og sungið og hrópað Áfram Ísland.
Ég mætti til Calella viku fyrir keppni og gat því æft á staðnum sem var frábært. Synda í heitum sjónum, hjóla við góðar aðstæður og hlaupa meðfram ströndinni var góð tilbreyting frá rigningu og slyddu á Krísuvíkurveginum.
Þegar við hittumst í lobbyinu á hótelinu á keppnisdag var þrumuveður og algjört skýfall. Við ákváðum því að klæða okkur í blautbúningana og labba í þeim niður á strönd. Það hafði verið hvasst um nóttina og við ræddum það á leiðinni að við myndum líklega fá öldur.
Sundið.
Ég hafði ákveðið að skrá mig í sundhólf með þeim sem áætluðu að synda á einni klukkustund. En þegar að sundhólfunum kom sá ég aðeins 55 mín hólf og 1.05 og ákvað að fara í 1.05 hólfið. Þegar ég stóð á ströndinni og horfði út á sjó nokkrum mínútum fyrir startið sá ég að öldurnar voru mun stærri en ég bjóst við og líklega þær langstærstu sem ég hafði nokkur tíma synt í. Ég var algjörlega rólegur og tilbúinn í þetta og þakka ég öllum æfingunum í Nauthólsvík í hvaða veðri sem er fyrir þessa ró. Flautið kom og ég hljóp af stað og stakk mér í ölduna. Ég synti frekar rólega af stað fyrstu 2 – 300 metrana og jók svo hraðan. Ég var á góðu róli og öldurnar höfðu lítil áhrif á mig. Gameplanið núna var að finna einhvern sem synti örlítið hraðar en ég og hanga rétt við tærnar á honum og nota þannig kjölsogið en þannig getur maður synt hraðar á minna álagi. Ég gerði nokkrar tilraunir til að finna einhvert til að elta en gafst að lokum upp þar sem fólk virtist synda í allar áttir, þvess og kruss í öldunum. Ákvað því að synda þetta einn. Sundið gekk vel út en eftir snúningspunktinn þurfti að synda til baka á móti öldunum. Það gekk ljómandi vel að synda á móti öldunum en þarna gekk á ýmsu. Fólk virtist vera í töluverðum vandræðum með ölduna og ég var stöðugt að synda fram úr fólki. Þarna fékk ég nokkur högg og þurfti að stoppa tvisvar til að laga sundhettuna sem var við það að losna ásamt sundgleraugunum. Einnig fékk ég nokkuð vænt spark í andlitið frá manni sem var að synda bringusund. Öðru hvoru heyrði ég í fólki æla þar sem sjóveiki hefur verið farin að segja til sín. Á þessum tímapunkti var ég mjög þakklátur að hafa mætt á allar æfingarnar í Nauthólsvíkinni og vera kominn með reynslu af öldum og gleypa sjó. Þetta sund var frábært og eftir á að hyggja hefði ég alls ekki viljað missa af þessari upplifun fyrir örlítið betri sundtíma, þetta var hrikalega gaman.
Sundtími 1.13.31 sem er ásættanlegt miðað við aðstæður og bæting um 12 mínútur og 49 sek.
Hjólið:
Fyrstu og síðustu 3 km á hjólinu voru í gegnum þröngar götur Calella og mátti ekki vera í aero stöðu þessa leið. Eftir það var haldið út á fallega og skemmtilega leið meðfram ströndinni. Aðstæður voru ekki eins og ég hafði gert ráð fyrir, það var nokkur vindur sem virtist koma úr öllum áttum. Einnig gekk á með skúrum þannig að vegurinn var blautur og rennislétt malbikið varð flughált í bleytunni. Ég sá nokkur hjól liggja í kantinum eftir að fólk hafði dottið og þrisvar var lögregan að hægja á keppendum þar sem var verið að hlúa að fólki sem hafði dottið rétt á undan mér.
Mjög langar halarófur hjólara mynduðust og voru dómarar nokkuð strangir á því að segja fólki að hægja á sér til að vera ekki of nálægt næsta manni og hótuðu tímavíti. Þetta gerði að verkum að planið um að halda jöfnum 200 wöttum á hjólinu fór út um gluggann. Ég hélt á nokkuð löngum köflum 300 – 350 wöttum til að taka fram úr stórum hópum en svo virtist vera að aðrir væru í sömu hugleiðingum því að um leið og ég sló af komu nokkrir fram úr mér og svona gekk þetta ítrekað. Þetta tók mikla orku og grillaði á manni lærin.
Hjólatími: 5.11.21 sem er vel ásættanlegt miðað við breytinguna á hjólabrautinni og veður. Bæting um 20 mínútur og 59 sek.
Hlaupið.
Hlaupið var strax mjög þungt eftir erfitt hjól lærin fóru strax að væla. Ég reyndi ítrekað að reikna út hvaða hraða ég þyrfti að halda til að ná að klára á 10 klukkustundum en aldrei hef ég verið jafn slakur í hugarreikningi.
Hlaupið er 3 og hálfur hringur meðfram ströndinni í Calella og yfir í næsta bæ. Þegar hlaupið er í Calella er mikið um áhorfendur að hvetja sem hjálpar mikið en þegar komið er út fyrir bæinn er maður meira einn sem er erfitt fyrir hausinn.
Ég fór af stað á 4.40 pace-i, en það er hraði þar sem ég er 4 mín og 40 sek að hlaupa 1 km. Þetta gekk vel til að byrja með, púlsinn var góður og mér leið nokkuð vel nema lærin voru mjög þreytt. Ég hugsaði að ég gæti alveg þrælað mér í gegnum þetta. En eftir 15 – 20 km voru lærin enn þreyttari og mér leið á köflum eins og þau væru hreinlega að gefa sig. Fljótlega í framhaldinu fór maginn að kvarta og ég hægði á mér þar sem ég var á mörkunum að æla. Þarna upphófst mikil andleg barátta þar sem mér fannst ég líkamlega geta haldið 4.40 – 4.50 pace-i en á þessum hraða byrjaði ég að kúgast og átti erfitt með magan. Að hlaupa fram hjá markinu og leggja af stað í síðasta 14 km hringinn var gríðarlega erfitt og síðustu 10 km voru virkilega erfiðir þar sem lærin voru algjörlega búin og ég var orðinn hræddur um að þau myndu gefa sig og ég myndi detta í götuna, sem betur fer gerðist það ekki.
Hlaup: 3.34.07 sem ég er ekki alveg sáttur við. Hjólið tók of mikla orku og ég tel mig eiga að geta rúllað þetta á 4.50 pace-i. Bæting 6 mínútur og 59 sekúndur.
Heildartími: 10.07.03 sem ég er nokkuð sáttur með. Þessi tími skilaði mér í 55. sætið í aldursflokki af 573 keppendum sem er top 10% (AWA-brons) sem ég er nokkuð montinn með. Bæting 41 mínúta og 44 sekúndur.
Á síðustu kílómetrunum í hlaupinu hugsaði ég með mér “ALDREI AFTUR”. Sólarhring síðar vorum við Siggi æfingafélagi minn farnir að skoða hvaða keppni ég ætti að taka næsta sumar þannig að ég tel nánast öruggt að ég tek Ironman keppni á næsta ári.
Næsta verkefni er að fara yfir hvað þarf að bæta, hvar ég á mest inni og í hverju þarf að vinna. Ég er búinn að sjá það að til að komast lengra er algjörlega nauðsynlegt að bæta sundið og vera mjög framarlega þar, að öðrum kosti ertu alltaf í basli í hjólabrautinni með mikinn fjölda hjólara fyrir framan þig.
Þessi ferð og þessi keppni var algjörlega frábær skemmtun og vil ég þakka æfingafélögunum í Ægi3, þjálfurum, og mögnuðum stuðningsmönnum fyrir æðislegan tíma í Calella á Spáni. Vonandi komið þið sem flest með í næstu keppni.

Lanzarote

Rannveig Guicharnaud segir frá:

Ég hafði hugsað mér að skrifa langan íþróttastatus á FB þótt það sé það allra hallærislegasta sem hægt er að gera á FB samkvæmt sonum mínum. Gamalt fólk á ekki að nota FB til þess að skrifa ritgerðir, einnar setningar stöðufærsla er málið. Þetta er víst m.a. ástæðan fyrir því að unga fólkið fór af FB yfir á Instagram.  Mér skilst svo að gamla fólkið sé komið þangað líka (enginn friður) og þau að flýja þaðan líka. Þetta voru sem sagt fréttir úr heimi  unga fólksins og átti alls ekki að vera umræðuefni þessa pistils.

Nú, nú, í millitíðinni hafði Gísli Ásgeirsson samband við mig og bað mig um að skrifa keppnissögu og ég ákvað að fara að ráðum sona minna , ekki skrifa ritgerð á FB heldur frekar blogg og halda þar með kúlinu.

Hálfur járnkall á Lanzarote.

Vá, þvílíkt ævintýri. Ég er alveg heilluð af þessari eyðimerkureldfjallaeyju. Hér er allt rólegt, hrátt og afslappað. Landbúnaðurinn hér mjög frumstæður (já, ég er áhugamanneskja um landbúnað og landbúnaðarvörur og þá sérstaklega ræktun í eldfjallaumhverfi og gerði doktorsverkefnið mitt um eldfjallajarðveg). Ég hef sem sagt önnur áhugamál en þríþraut, kreisí, ég veit!

Hér er ekki margmenni, ósnortið landslag og fáir vegir sem er gott fyrir mig, því eins og alþjóð veit er ég ekki ratvísasta manneskja í heimi þannig ég þarf að leggja mig fram við að týnast hér á hjólinu. Það voru líka fáir í sjónum þegar ég fór í sundprófun.

1 Sundprófun
Sundprófun

Hér er líka lögum og reglum ekkert tekið of hátíðlega og hvað þá í þríþrautarheiminum. Þegar ég kom á skiptisvæðið með hjólið mitt daginn fyrir keppni var ekkert verið að skoða keppnisnúmer, tékka á bremsum eða hjálmi. Það var bara sagt, buonas tardes señora, settu hjólið þitt á rekkann og málið er dautt.

Sund start

Eins og í mörgum svona keppnum var svartamyrkur á T1 um morguninn. Keppnishaldarar voru búnir að lofa að svæðið yrði lýst, en það var ekki alveg þannig.  Bara einn ljósastaur á svæðinu sem lýsti á skiptitjaldið þannig að allir notuðu ljósin í símunum sínum til að geta stússast og gera hjólin tilbúin fyrir keppni. Liðinu var síðan smalað niður í sundstart en þá var ennþá kolniðamyrkur og upphitunarsundið var tekið í myrkri. Ég hef aldrei lent í því áður og fannst það frekar spennandi.

2 sundstart
Í morgunrökkrinu vorum við ræst

Hafið bara kolsvart, maður horfði bara ofan í svarta myrkur þegar maður synti þarna um. Svona eins og maður ímyndar sér hvernig það er upp í himingeimnum. Svo var bara allt í einu komin sólarupprás 10 mín fyrir start.

Ég var ekki alveg nógu ánægð með fyrirkomulagið á sundinu. Konur störtuðu mínútu á eftir körlunum og ekki rolling start (3).

3 Konu og karlastart
Karlar og konur í ræsingu.

Ef að maður getur eitthvað synt sem kona þá er þetta frekar glatað því hraðari konur þurfa þá að synda í gegnum haf af hægum körlum og eins og við vitum eru þá eru alltaf mun fleiri karlar en konur að keppa.  Ég var reyndar vön því að hafa sér konu start frá því ég æfði þríþraut á Ítalíu en þá voru konurnar látnar byrja nokkrum mín. á undan körlunum.  Þar sem konurnar voru alltaf færri var lítið mál fyrir hröðu karlana að synda í gegnum konurnar.

Sundið hófst kl 7:35 og það var eins ég og ég hélt, ég var varla búin að taka 10 sundtök þegar ég þurfti að byrja að synda í gegnum haf af körlum mun stærri og sterkari en ég og margir að synda bringsund þannig að maður þurfti að hafa sig allan við að fá ekki spark í rifbeinin.  Eftir svona 10 mín leystist þó aðeins úr flækjunni en ég var þó föst með nokkrum körlum sem syntu af leið og ég með þeim.  Allt í einu voru komnir fullt af kanóum og flautað á okkur eins og enginn væri morgundagurinn og við rekin eins of afreka hvalir aftur á rétta braut. Hér voru sundgleraugun mín byrjuð að leka í fyrsta sinn (held vegna vaselíns) þannig að ég synti bara með gleraugun hálffull af sjó sem var ekki mjög þægilegt. Mér fannst ég hins vegar ekki hafa neinn tíma til þess að reyna að laga þetta vegna þess að ég hafði synt af leið. Allt í einu var svo sundið bara búið og ég kom önnur upp úr í aldursflokki, 22/126 konum.  Ég var mjög hissa eftir allt brasið í sundinu.

Hjólið 

Ég skottaðist síðan inn á T1 og fór úr gallanum, drakk smá úr brúsa sem ég var með í skiptipokanum og tók 3 bita af próteinbar og fór svo á hjólið.

4 út á hjól
Farið út á hjólið. Sólin komin upp.

Ég var alveg í eigin heim á hjólinu og missti allt tímaskyn, mér fannst svo gaman. Hjólaleiðin samanstendur af löngum aflíðandi brekkum í gegn um kolsvart hraunið og gígaraðir.  Það var heitt þennan dag og hitinn magnaðist upp í svörtu hrauninu.

 

5 Landslagið á hjólaleiðinni
Svona var landslagið á hjólaleiðinni
6 Kjalarnes Lanzarote
Er stundum rok á Lanzarote? Álíka mikið og á Kjalarnesi.

Svitinn rann undan TT hjálminum og ég fann saltbragð í munninum þegar svitadroparnir runnu meðfram andlitinu og mér fannst það æðislegt.

Ég var með lágkolvetnalausn með söltum út í á hjólinu því sykurdrykkir og gel fara illa í mig og gera mig bara þyrsta enda basic efnafræðilögmál þar á ferð sem er óþarfi að útskýra hér. Ég ætlaði síðan að borða 3 bör á hjólinu og fá mestu kaloríurnar þaðan.  Ég hafði skorið börin í litla bita og fyllt bentoboxið af þeim. Planið var svo að drekka alla vega tvo brúsa (2x 750 ml).   Mér fannst ég raunverulega oft fá mér úr bentoboxinu og drakk reglulega á hjólinu. Þegar ég tók hins vegar stöðuna eftir keppni sá ég að bentoboxið var ennþá fullt og ég hafi borðað í mesta lagi eitt bar (sjá mynd).  Ég hafði líka bara drukkið rétt yfir 1 L á hjólinu. Ég var mjög hissa, því ég upplifði þetta alls ekki svona en þegar maður fer í þetta tímaleysi ruglast maður bara í ríminu.

Þegar ég átti 20 K eftir af hjólinu losnaði franski rennilásinn sem heldur brúsanum framan á TT stöngunum þegar ég fór niður eina brekkuna sem var með grófasta  malbiki sem ég hef lent í, hristingurinn var svo mikill að festingin losnaði og ég hélt að handleggirnir myndu detta af mér og heilinn poppa úr hausnum á mér. Ég get svo svarið fyrir það. Smá ýkjur þarna, en samt, þetta var rosalegt.

7 Kreisí Lanzamalbik
Kreisí malbik á Lanzarote

Ég hélt þó áfram að hjóla en sá að brúsinn var orðin laflaus og í honum var ekki bara drykkur heldur var  Garmin tölvan föst á brúsanum, sem sagt líflínan mín. Ég átti eftir að hjóla 15 K upp og svo 15 K niður og vissi að ef ég missti brúsann væru ekki neinir 30 K fram undan hjá mér.  Ég tók því þá ákvörðun að stoppa og festa brúsann aftur á hjólið.  Ég var alveg róleg svo þetta tók ekki nema í mesta lagi 1 mín held ég.  Ég var reyndar í þessu tímaleysi, þannig að ég get ekki svarið fyrir það.  Svo var ég bara allt í einu búin hjóla og mér fannst ég bara rétt nýbyrjuð.  Svona getur verið gaman hjá manni stundum. Ég var ennþá önnur í aldursflokki eftir hjólið og áttunda overall, en ég vissi vel að ég myndi ekki halda þessari stöðu á hlaupunum.

Hlaupið

Ég skilaði síðan hjólinu fór í hlaupaskóna og var bara í góðum gír þrátt fyrir að vita að þessi hlaupaleið væri alls ekki fyrir mig. Þetta voru aflíðandi brekkur upp og niður í svörtu hrauninu og hluti á rauðbrúnum moldarvegi.  Mjög falleg mold reyndar (8).

8 Hluti hlaupaleiðarinnar
Hluti hlaupaleiðarinnar. Gæti verið fjallvegur á sunnanverðum Vestfjörðum.

Malbikið var líka mjög gróft eins og margoft hefur komið fram og það var mjög erfitt að hlaupa á því, að minnsta kosti þegar maður er búinn að safna upp þreytu í lappirnar.  Ég var búin að ákveða að hlaupa fyrsta hringinn á 5:20 pace og gefa svo aðeins í. Ég hélt plani fyrsta hringinn en svo fór allt að dala hjá mér og ég hægði alltaf meira og meira á mér.  Ég held að ég hafi bara verið á sama hraða upp og niður brekkurnar síðustu tvo hringina, hvernig sem það er nú hægt. Einstein sveik mig eitthvað þarna.  Ég var samt aldrei að bíða eftir næstu drykkjastöð og hljóp þetta bara. Ég notaði samt allar drykkjarstöðvarnar til þess að kæla mig og drakk kók í vatni eftir fyrsta hringinn, en þeir voru þrír.  Mér skilst á Bergi að ég hafi ennþá verið í 2. sæti eftir fyrsta hringinn á hlaupunum en svo missti ég það. Datt niður í 3, svo 4 og 5 í síðustu brekkunni.

9 Í mark
Komin í mark!

Það var svakalega heitt á hlaupunum og óvenjulega heitt fyrir þennan árstíma á Lanza og það hægðist á flestum eftir fyrsta hringinn nema þessum sterkustu og mjög margir duttu úr keppni.  Hlaupatímarnir voru almennt hægir hjá flestum og þrátt fyrir að ég hefði hlaupið á 5:45 pace var þetta 6 hraðasti tíminn af 19 í aldursflokknum. Allt í allt voru 130 sem skiluðu sér ekki í mark. Bergur sá marga detta úr keppni á hlaupunum og sá að fimmta overall konan droppaði grátandi þegar hún átti 7 km eftir í mark.

Bakþankar 

Svona eftir á að hyggja held ég að næringarleysi hafi valdið því hvað ég hægði svona mikið á mér á hlaupunum. Í fyrstu hélt ég að það hefði verið fyrst og fremst verið vegna þess að ég væri ekki nógu sterk en ég var mjög hissa á því hvað ég hafi í raun borðað og drukkið lítið í keppninni því eins og ég hef áður sagt hér, þá upplifði ég þetta alls ekki þannig.   Reyndar var það Bergur sem tók af mér hjólið þegar ég sótti það á skiptisvæðið eftir keppni sem sagði, leyfðu mér að skoða ofan í bentoboxið þitt. Þá var það bara nánast fullt (10).

10 Bentobox eftir keppni...
Bentoboxið eftir keppni. „Einhver“ gleymdi að borða nestið sitt.

Þetta var það sem mig grunaði sagði hann, frekar strangur í málrómnum að mér fannst sko.

Ef ég gæti gert þetta aftur þá myndi ég ekki troða litlum bitum í bentoboxið því það er erfitt að fylgjast með því hvað maður borðar því maður sér ekkert ofan boxið og hefur ekki tilfinningu fyrir því hvað maður er að borða mikið magn. Það hefði bara verið betra að setja börin í vasann á gallanum mínum. Man þetta næst.  Ég bjó til drykkinn minn sjálf, þannig að ég veit nákvæmlega hvað var í honum og hvað mikið af Kcal. Þegar ég taldi svo bitana upp úr boxinu og sá stöðuna á brúsunum á hjólinu sá ég að ég hafi tekið inn um 300 Kcal á hjólinu sem er náttúrulega algjört rugl og þá sérstaklega í þessum hita og vindi.

Þetta er sko ekki í fyrsta sinn sem ég lendi í þessu nema áður hef ég vitað upp á mig skömmina um leið og ég  steig af hjólinu en ekki í þetta sinn.  Í þetta sinn upplifði ég bara hlutina alls ekki eins og þeir voru í raunveruleikanum.   En ég er bara ákveðnari að gera betur næst og hlakka til að mastera þetta næringarplan. Ég er nú þegar lögst í rannsóknarvinnu.

Að lokum

Ég gerði samning við Berg eftir keppni, jæja þá, kannski svona meira tilkynning af minni hálfu, frekar en samningur, að ég mætti vera pirruð út í sjálfa mig og tala um það, það sem eftir væri dags og að þetta mætti vera það síðasta sem ég talaði um áður en ég myndi sofna þetta kvöldið og svo yrði þetta búið.  Merkilegt nokk, þá stóðst það. Ég er sátt með að hafa verið nr. 26 af 128 skráðum konum og vera þar sem í efstu 20% í svona erfiðari keppni, sú erfiðasta sem ég hef tekið þátt í.  Þetta svarta hraun drepur ég er að segja ykkur það.  Aumingja Kona, Hawaii fólkið (11)

11 Tanlínur eftir keppni þrátt fyrir sun block fyrir ungabörn
Tanlínurnar eftir keppnina þrátt fyrir sólarvörn sem hæfir ungbörnum!

en vá hvað það verður gaman að fylgjast með þeim um næstu helgi. Meiriháttar ævintýri hjá þeim.

 

 

 

 

 

 

 

FROM COUCHATHLETE BACK TO TRIATHLETE

(English version below…)

Sumarið 2017, tveimur árum eftir að við ættleiddum stelpurnar okkar þrjár (allar í einu!) sat ég á ströndinni á lítilli eyju í Þýskalandi og hafði fengið gersamlega nóg af því að vera vansæl og ósátt við þyngdina og að ég hafði gersamlega enga orku til að halda í við fallegu börnin mín sem eru sívirk og alltaf á ferðinni!

Ég var mjög virk í þríþrautinni en hafði hætt öllum æfingum eftir að við fengum stelpurnar og notaði allar hugsanlegar afsakanir fyrir að æfa ekki og það var bara fúlt!

Það var þá sem ég gerði mér grein fyrir að ég var tilbúin í breytingar! Miklar breytingar!1

Ég vildi verða virk á ný en aðallega að hafa nóga orku til að leika mér og gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni.

Af tilviljun rakst ég á frábæra 8 vikna matarprógram og æfingaáætlun sem sex barna móðir hafði hannað sérstaklega fyrir önnum kafnar mæður. Hún var auðveld og einföld eins og ég þurfti en frekar róttæk og með áherslu á heilsu og næringu og lífsgleði umfram allt!

Til að þetta tækist vissi ég að ég yrði að hafa hugarfarið í lagi og vinna í því hvern einasta dag. Hugurinn er öflugur og þarfnast þjálfunar og þá fylgir líkaminn fordæmi hans!

3Ég vissi að ég yrði að koma mér upp viðhorfi sem leyfði engar afsakanir til að halda mínu striki.

Tveimur vikum síðar byrjaði ég og leit aldrei um öxl. Ég hætti að borða sykur, korn, mjólkurvörur, soja og koffín á sama tíma og eftir á að hyggja veit ég ekki hvernig ég og fjölskyldan lifðum af fyrstu vikuna.

Ég hafði ákveðið að fylgja stuttum en erfiðum æfingum á planinu (aðallega HIIT) og byrja ekki á þríþrautaræfingum fyrr en eftir sex mánuði.  Ég vildi fyrst ná af mér þyngdinni því æfingarnar voru allt öðruvísi en þær sem líkaminn var vanur einu sinni (cardio) og gerðu mig að brennslumaskínu!

Ég léttist hratt og það var mikil hvatning.

Æfingarnar urðu erfiðari og ég fann víða til eftir þær því ég notaði vöðva sem ég hafði ekki notað lengi og vöðva sem ég vissi ekki að ég hefði.

En æfingarnar voru tiltölulega stuttar sem hentaði mínu önnum kafna lífi og svo voru líka hlaup. Ég man eftir fyrsta 5 K hlaupinu eftir 6 daga án kolvetna (nema í grænmeti) og það var bilað! Ég hafði enga orku og fæturnir voru að gefast upp eftir hvert skref og ég gat varla haldið handleggjunum uppi vegna orkuleysis en hugurinn bar mig hálfa leið og ég þraukaði.

Þarna áttaði ég mig á því að líkaminn þarf að læra að brenna fitu í stað kolvetna og það tekur sinn tíma. Það tók um 5 vikur og eftir það leið mér æðislega á æfingum og skildi að þetta myndi nýtast mér vel í langri þríþrautarkeppni.

Það gekk á ýmsu þennan tíma. Pabbi dó, ég fór í axlaraðgerð, Torben slasaði sig á fjallahjólinu og ótal margt fleira sem fylgir daglega lífinu.5

Eftir 3 mánuði hafði ég lést um 20 kíló en gerði mér æ betur grein fyrir að til að verða eins og ég vildi, þyrfti ég að breyta fleiru.

Þó orkan væri meiri en áður jókst þreytan dag frá degi vegna mikillar vinnu, uppeldis þriggja barna og að reyna að halda sjó í æfingunum. Ég var orðin óþolinmóð, skapstygg, örmagna og ekki skemmtilegur félagsskapur og ég var álíka ósátt við þetta eins og þyngdina 3 mánuðum áður.

6

Eftir á að hyggja var ég nálægt því að brenna út því ættleiðing þriggja stúlkna með öllu sem því fylgir og að byrja að vinna (í starfi sem oft fylgir mikil streita) 2 mánuðum síðar) helltist af lokum yfir mig. Lát pabba sýndi mér líka enn og aftur að lífið er stutt og maður gengur ekki að neinu vísu. Í nóvember lét ég loksins verða af því að hætta að vinna á skrifstofunni og verða bara flugmaður!

Þetta gerðist ekki fyrr en 1. mars en að hafa ákveðið þetta (enda löngu tímabært) hressti mig til muna og næsta 8 vikna umferð í áætluninni urðu auðveldar. Að auki bætti ég í hlaupin og komst upp í 25 km á viku.

Ég fór í jólafrí með fjölskyldunni 28 kílóum léttari en í júlí.

7

Ég skráði okkur Torben í hálfan járnmann í Köln, rétt fyrir jólin og gaf honum skráninguna í jólagjöf. Segja má að hann hafi ekki verið himinlifandi!

En ég vissi að ég þyrfti að hafa hann með mér í þessu og líka innst inni að hann þurfti að fá keppni til að æfa fyrir til að finna kraftinn á ný.

8Á nýju ári ákvað ég að taka þriðja umferð (8 vikur) af áætluninni og bæta í hlaupin og að því loknu myndi ég byrja þríþrautaræfingar 1. mars.

Ég hljóp og æfði í rigningu, hagléljum, snjókomu, roki, hita og lét aðstæðurnar ekki hefta mig.

Einhvern veginn varð þyngdartapið að bónus á þessu ferðalagi því mér leið svo miklu betur. Ég var orkumeiri (þrátt fyrir koffínleysið), hafði meira sjálfstraust og öryggi en fyrst og fremst hamingjusöm. Ég varð betri manneskja inn á við og út á við, þolinmóðari mamma og betri eiginkona því ég var loksins orðin ánægð með mig á ný.

Fyrsti mars rann upp og 36 kílóum léttari byrjaði ég að æfa fyrir þríþraut. Þá voru nákvæmlega 6 mánuðir í hálfa járnmanninn og ég hafði eiginlega ekkert hjólað eða synt í þrjú ár!9

Ég vissi að ég þyrfti hjálp við þjálfunina, einkum þar sem ég hafði ekki lengur ótakmarkaðan tíma til umráða og bað því Matt, gamla þríþrautarþjálfarann minn, að útbúa raunhæfa áætlun út frá tíma hverrar viku, með tilliti til flugferða og utanlandsdvalar en nógu skilvirka til að koma mér í mark!

Ég var mjög bjartsýn þegar ég skrifaði honum, enda orðin miklu léttari og sá í hillingum frábæra keppni með persónulegu meti en Matt kæfði slíkar hugmyndir strax og sagðist eingöngu ætla að þjálfa mig ef ég færi í þetta með galopinn huga og engar bætingar á metum þar sem það væri óraunsætt eftir 3 ára hvíld. Þetta var góð áminning og ég ákvað að æfa bara, njóta þessa ferðalags og taka keppninni með opnum huga.

Í maílok var fyrsta þrautin mín (hálfólympísk í Hafnarfirði) í mörg ár og ég skemmti mér konunglega. Best af öllu var þó fyrsta krakkaþrautin á Íslandi sem fór fram eftir keppni hinna fullorðnu. Allar stelpurnar okkar tóku þátt og þrátt fyrir kulda og hellirigningu voru þær himinsælar með árangurinn. Börn læra það sem fyrir þeim er haft!

10

Það reyndist vel að æfa án þrýstings því þarna vissi ég ekki að ég myndi meiða mig í 10 km keppnishlaupi í júní þar sem ég setti nýtt PB, 48:57, en fyrir vikið hljóp ég ekkert í 8 vikur.

11

Tímasetningin gat ekki verið verri því framundan var 4 vikna frí í Þýskalandi þar sem áherslan átti að vera á hlaup, einkum vikurnar 2 á litlu eyjunni sem við heimsækjum alltaf á sumrin.

Ég heimsótti sjúkraþjálfann nokkrum sinnum áður en við fórum, teygði, rúllaði, sat á bolta tímunum saman og reyndi allt til að losna viðperuvöðvaheilkennið, (piriformis) sem ég taldi mig hafa, að fenginni reynslu og einkennin í upphafi rímuðu við það.

Ég tók götuhjólið með til Þýskalands og hjólaði sem óð væri þessar 2 vikur ytra, vaknaði 5-6 á hverjum morgni til að klára það áður en stelpurnar vöknuðu.

Í tvær vikur á eyjunni hjólaði ég á þriggja gíra borgarhjóli eins og hægt var og synti í sjónum næstum daglega, sem var erfitt og skemmtilegt. Ég reyndi stundum að hlaupa en það gekk ekki. Verkurinn fór hvergi.

8 vikum síðar þegar ég gat ekki hlaupið kílómetra án kvala kom í ljós að þetta var ekki peruvöðvinn heldur vond grindarskekkja (hef lent í því áður). Nýi sjúkraþjálfarinn rétti grindina og mælti með algerri hvíld í fimm daga. Það dugði og viku síðar hljóp ég sársaukalaust.

En ég hafði misst 8 mikilvægar hlaupavikur og nú voru aðeins 5 vikur í hálfa járnmanninn. Ég var ekki bjartsýn á að geta hlaupið þar hálft maraþon eftir svo stuttan æfingatíma. Ég gat auðvitað stytt vegalengdina, sem er kostur við Kölnarkeppnina, því þar eru fimm vegalengdir í boði (700m/30 km/ 8 km er sú stysta) og það er hægt að breyta fram á síðustu stundu.

Svo ég hélt áfram að æfa, byrjaði aftur að hlaupa og treysti þjálfaranum og sjúkraþjálfaranum sem lét mig koma 2-3 í viku. Þessar fimm vikur kostuðu sitt en báru árangur. Ásamt Torben voru þeir kletturinn minn þennan tíma og trúðu oft meira á getu mína en ég.

4 keppnir voru á dagskránni mánuðinn fyrir Köln. Sú fyrsta var sprettþraut í Þýskalandi sem gekk vel. Hitinn var 28 gráður og ég hafði byrjað að hlaupa 4 dögum áður. Einhvern veginn náði ég þriðja sæti í aldursflokki.12

Síðan var Kjósarspretturinn sem var frábær því víðavangssund er skemmtilegt og síðan hljóp ég 10 km í RM:

Síðasta keppnin fyrir Köln var ofursprettþrautin hjá 3N sem var mjög skemmtileg. Þetta var frábær dagur því við kepptum öll því eftir fullorðinskeppni var fjölskylduþraut. Sofie (11 ára) kláraði þrautina upp á eigin spýtur og Vanesa (9 ára) og Veronika (8 ára) voru í liði með mér og Torben. Mikið fjör í fallegu veðri!

fjölskyldan

Í öllum þessum keppnum var áherslan á ánægjuna og þakklæti fyrir að geta æft og þá einkum að geta haft hlaupin í forgangi.

Þetta gekk allt upp. Blanda af trú, trausti og miklu erfiði.

Ég lærði mikið á þessari vegferð og vann sífellt að jákvæðu hugarfari og gerði hamingju að vana. Þetta var ekki alltaf auðvelt að skipuleggja fjölskyldu, vinnu, æfingar og æfingar Torbens en það var þess virði. Á þessum tíma endurheimti Torben áhugann, sem var stórkostlegt og fór að hlakka til keppninnar eins og ég.

DAGARNIR FYRIR KEPPNI

Eins og ævinlega flugum við út minnst 3 dögum fyrir keppnina til að draga úr streitu og venjast hitanum.

Ég kom heim úr þriggja daga flugi að morgni miðvikudags og hafði rétt 20 tíma til að pakka, ganga frá öllu heima og skipuleggja allt.

Þetta var fyrsta keppnin okkar erlendis síðan við fengum stelpurnar fyrir 3 árum og þurftum því barnfóstru fyrir þessa fimm daga.

Tina, besta vinkona mín, var á lausu og tilbúin að fljúga frá Þýskalandi til Íslands til að sjá um stelpurnar. Hún sér sjálfsagt eftir því núna.

Að auki bjó frænka mín enn hjá okkur sem sá um að koma stelpunum í skólann fyrsta daginn því Tina lenti ekki á Íslandi fyrr en síðdegis eftir að við fórum.

Við ákváðum að dekra við okkur þessa helgi og gista á gamla liðshótelinu sem við þekktum vel og þar er frábær setustofua með mat og drykk.

Við komum til Kölnar síðdegis á fimmtudegi og Torben, minn frábæri eiginmaður, setti þá saman hjólin okkar og við fórum í stutt skokk á Rínarbökkum með Valerie.14

Um kvöldið hittum við félagana í 3SH í kvöldverði og síðan var stefnan að sofa í 10 tíma því ég var vansvefta eftir flugið í vikunni.

Á föstudeginum eftir hádegi hjóluðum við 17 km út að vatninu og sóttum keppnisgögnin og hittum alla úr 3SH og syntum smávegis. Ég lét sundbolinn nægja, vildi ekki hjóla með blautbúninginn.

Vatnið var notalega hlýtt, 21.5 gráða og ég sá engar marglyttur, sem eru margar á þessum tíma sumars vegna hitans.

15

Tvö í hópnum okkar kepptu á laugardeginum og við fórum þangað til að hvetja. Áður tók ég létta slökunaræfingu, 30 mínútur á hjóli og 1 km skokk.

Þegar við komum að vatninu þurftum við að leggja langt í burtu og ganga drjúgan spöl sem ég var ekki ánægð með því þetta þýddi meiri göngu til baka og þetta átti að vera alger hvíldardagur. Eftir keppnina hittum við mömmu, systur mína og bróður sem komu alla leið til Kölnar til að halda upp á afmæli mömmu.  Við áttum gott síðdegi saman og góðan kvöldverð. Þau fóru kl. 22.00 og við tókum allt til fyrir morgundaginn.

Kosturinn við Kölnarkeppnina er að hún byrjar ekki ofursnemma, heldur kl. 11:50 sem þýðir morgunverð í ró og næði. Ég var orðin mjög kvíðin og alls ekki svöng (eins og yfirleitt fyrir langa keppni) og neyddi ofan í mig hafragraut af hlaðborðinu.

Við fórum snemma því við þurftum að leggja 1.5 km frá keppnisstað og hjóluðum þangað. Við komum á skiptisvæðið um 10:15.

Þýsk stúlka hafði haft samband við mig á netinu því hún kveið mikið fyrir keppninni sem var hennar fyrsta og hún hafði milljón spurningar. Að hennar ósk urðum við samferða inn á skiptisvæðið. Þó ég vilji yfirleitt hugsa aðallega um mig fyrir svona keppni, var þetta „móðurhlutverk“ kærkomið því það dró úr kvíðanum.  Þarna hitti ég líka hina úr 3SH.

Ég gekk frá skiptisvæðinu, pissaði, neyddi banana og hálfa orkustöng í mig, fór í blautbúninginn hálfa leið og síðan á keppnisfundinn með Torben og stúlkunni. Eftir það fórum við í vatnið fyrir ræsinguna.

Veðrið var frábært, 23 stiga hiti og heiðskírt, sem mér leist ekki á fyrir hlaupið, því spáð hafði verið skýjum.  En veðrinu ræður maður víst ekki.

SUND (35:27/1900m)

Sundið gekk frábærlega! Allt við þetta sund er gott og ég næ alltaf góðum tíma. Það er gaman að synda í blautbúningi og í þessu vatni með baujulínunum (þetta er róðrarkeppnissvæði). Maður getur synt beint án þess að líta upp. Ég var fremst fyrir miðju og startið var ekki eins átakamikið og undanfarin ár og ég fann góðan takt strax, fylgdi línunni og hafði fætur til að drafta!

Á útleiðinni fannst mér ég fljúga sem gerist eiginlega aldrei. Sennilega var það smá meðvindur og draftið. Bakaleiðin var aðeins hægari, ég synti ekki eins beint og hafði enga til að drafta en hélt sama hraða með meiri átökum. Ég gat pissað áður en ég fór upp úr sem er gott því þá þarf ekki að eyða tíma í það á skiptisvæðinu.

16

T1 (03:40)

Skiptisvæðið er 300 metra frá vatnsbakkanum. Ég skokkaði rólega þangað, byrjaði að rífa mig úr blautbúningnum og setti eyrnatappana, nefklemmuna og sundgleraugun í hettuna til að týna engu.

Við hjólið tók rútínan við. Úr gallanum, hjálmur á haus, númerið, skórnir, hanskarnir (því leiðin var löng) og af stað. Ég hafði ekki fest skóna á hjólið því leiðin út var mjög stutt.

HJÓL (3:08:51/98km)

Hjólið gekk vel. Brautin var 2 stórir hringir og einn lítill.  Vegna vegavinnu þurfti breytingar á síðustu stundu og því var leiðin 98 km en ekki 90. Ég var ekki allt of ánægð með það en gat ekkert við því gert.

17

Á fyrsta hring var hjólað inn í borgina á leið sem ég þekkti vel. Ég ætlaði að miða við ákveðið wattabil en gleymdi mér í byrjun við að fara fram úr fólki og hef sennilega eytt aðeins of mikilli orku. Ég drakk bara vatn fyrsta kortérið til að jafna magann eftir sundið og nærðist eftir það á 5 km fresti. Og mikið vatn því heitt var í veðri.

Sennilega var vatnið of mikið því ég þurfti að pissa í byrjun næsta hrings. Ég ætlaði að þrauka það en ákvað að stansa við næsta klósett í von um að það  yrði við snúninginn en svo var ekki.  Ég gat hvergi stansað og íhugaði að pissa á hjólinu en gat það ekki!

Ég taldi víst að það yrði klósett við drykkjarstöðvarnar við vatnið (ein hvoru megin) og var orðið mikið mál þegar ég kom þangað. En þá var bara eitt klósett og ekki við stöðina sem ég kom fyrr að og átti 10 km eftir og fór því á bak við tré skammt frá og pissaði. Eftir það leið mér miklu betur.

Síðustu 20 km reyndu mjög á hálsinn og ég varð að rétta úr mér sem var ekki gott því nú var orðið hvasst en ég fann mikið til í hálsinum.  Sennilega vegna meiri æfinga á götuhjólinu en á TT-hjólinu.

Mér leist heldur ekki á tilhugsunina um að ég ætti eftir að hlaupa hálft maraþon eftir hjólið, einkum þar sem lengsta hlaupið undanfarna 3 mánuði var bara 12 km! En þetta voru vondar hugsanir sem ég varð að eyða strax og hugsa um eitthvað annað.  Ég kýldi þær burt með ímyndaðri hafnaboltakylfu. Þótt holdið sé veikt er hugurinn afar sterkur!  Eftir síðasta snúninginn dundaði ég mér við að telja þá sem á eftir voru og það dreifði huganum svo vel að á síðustu kílómetrunum tók sig upp gamalt bros! Heildarnæring á leiðinni var 2.6 lítrar af vökva og 500 hitaeiningar (gel og hafrastöng).

T2 (3:58)

Ég gaf mér góðan tíma á skiptisvæðinu því ég kveið fyrir hlaupinu. Ég gerði allt hægt. Fór í sokka fyrir hlaupið sem reyndist vel og gleymdi svo skyggninu á útleið og fór til að baka að sækja það. Nú var orðið hálfskýjað og gekk á með sól. Hitinn var um 24-25 gráður.

HLAUP (2:12:36/21.5km)

Hlaupið var í raun mjög gott.  Á löngu hlaupunum (áður en ég meiddist) taldi ég alltaf: „X margir km búnir og bara X eftir“ og líka í þetta sinn. Ég ætlaði að ganga gegnum drykkjarstöðvar en hlaupa annars óslitið.

Þetta voru þrír hringir kringum vatnið og þrjár drykkjarstöðvar á hverjum hring.

Ég tók bananabita á hverri stöð og tvö vatnsglös, drakk annað og hellti hinu yfir mig. Þetta reyndist vel og ég gerði þetta alla leiðina, át hálfan þriðja banana og drakk 1.3 lítra af vatni sem var meira en nóg.

Kílómetrunum fækkaði og gaman var að sjá félagana hvetja eftir fyrsta hringinn. Ég heyrði að Torben gengi ekki vel að hlaupa og varð áhyggjufull en ákvað að hugsa bara um mig. Næsti hringur leið hraðar en ég bjóst við og loksins komu ský og skuggar.

Ég hitti hópinn aftur eftir næsta hring og fékk stöðuna á hinum og hvatningu, mest frá Valerie.  Nú var bara einn hringur eftir og ég fann ekkert til. Ótrúlegt en satt. Áfram taldi ég niður og svo voru bara 5 km eftir og ég hugsaði að þá gæti ég jafnvel hlaupið í svefni! Margir voru farnir að ganga og ég reyndi að hvetja fólk og fá það til að hlaupa með mér. Eftir 18 km fór ég að finna fyrir framanlærisvöðvunum (alltaf aðalvandamál mitt) en var ánægð með hvað það byrjaði seint en ekki miklu fyrr eins og ég bjóst við eftir engin löng hlaup í 2 mánuði. Þarna vissi ég að ég myndi klára og brosti út í eitt því bros kemur manni gegnum allt!

Á hverjum hring var lítil brekka í lokin og allir sem ég sá (eiginlega allir!) gengu upp en ekki ég. Ekki einu sinni á síðasta hring þegar lappirnar voru þungar, þá öskraði hugurinn. „Labbaðu bara!“ en ég eins og brjálæðingur sagði aftur og aftur „ekki ganga“ og vissi líka að eftir brekkuna voru bara 800 metrar eftir.

Ég kláraði skælbrosandi á 6:04 sem er langt frá mínum besta tíma sem er 5:26 en mér var bara alveg sama. Ég var himinlifandi.  Ég var aftur orðin þríþrautarkona!

lokamyndin

Þessi keppni var endir á ótrúlegri, geggjaðri og skemmtilegri vegferð þar sem ég fann mig aftur og var upphafið á heilbrigðu, hamingjuríku og hraustlegu lífi fyrir mig og fjölskylduna. Best af öllu var að hitta Torben eftir þetta því hann var álíka ánægður og ég með að hafa klárað.

Þetta var góður dagur og sumpart „auðveldari“ en ég bjóst við en tók vel á og nú er komið að verðskuldaðri hvíld, þangað til ég finn nýtt ævintýri!

Stefanie Gregersen

FROM COUCHATHLETE BACK TO TRIATHLETE 

 

In the summer of 2017, two years after we adopted our three girls (all at once!), I was sitting on the beach on a little island in Germany, totally being fed up with the fact that I felt unhappy and miserable about my weight and that I had absolutely no energy whatsoever to keep up with my beautiful children who are on the go and active all day long!

Once a very active triathlete I had stopped training completely after we got the girls and I used every excuse in the book while training was not possible and it just sucked!

At that moment I realized I was ready for a change! A big one!

I wanted to be active again and most of all have enough energy to play and do fun things with my family!

Luckily, by coincidence, I found a great 8 weeks program designed by a Mom with six kids which was especially made for busy Moms. It was easy and simple which I needed but quite extreme and it focused on health and nourishing your body and on being happy no matter what!

To be able to succeed I knew I needed to get my mindset straight and continuously work on that every single day! I also knew I needed to adapt a “No excuse” attitude and keep that strong along the way!

2 weeks later I started and never looked back! I detoxed on sugar, grains, dairy, soya and caffeine at the same time and thinking about it now, I am not sure how me or my family survived this first week!

I had decided to follow the relatively short and intense workouts of the program (mostly HIIT) and not start Triathlon training until 6 months later! I wanted to focus on getting the weight of first as the exercises were so different than what the body was once used to (cardio) they helped to turn my body into a burning machine!

I lost weight quickly and that helped to stay motivated!

The workouts became tougher but still stayed relatively short and there was running involved as well! I remember the first 5km run after 6 days of no carbs (other than in vegetables) and it was just insane! I had absolutely no energy and the legs were ready to give out after almost every step and I could hardly keep my arms up as I had no energy whatsoever but the mind was sooo strong that it just pushed through! 

At this moment I realized that my body needs to learn how to utilize fat instead of carbs for energy and that it will probably take a while!

In the end it took about 5 weeks and from there on the workouts felt amazing and I realized that this would very likely benefit me greatly in longer distance Triathlons!

The journey was a constant up and down consistently pushing through many life events including my Dad passing away, shoulder surgery, Torben having a mountain bike accident and many other things that just come up on a daily basis!

3 months in I had lost 20kg but I realized more and more that to really change into the person I wanted I needed to make other changes as well!

Despite having more energy than before I was getting more tired and exhausted every day by the demands of daily life including a very intense job, three kids and trying to keep up with the training! I was being impatient, grumpy, overwhelmed and not a fun person to be around and I was getting as fed up with this as I was with my weight 3 months earlier!

Looking back now I was probably pretty close to a burn-out as the task of adopting three girls, all with their challenges, and starting to work (in an often stressful job only 2 months after) finally caught up with me! The death of my Dad had also shown me once again how short life really was and how you shouldn´t take time for granted that in November I finally made the long overdue decision to quit my extra job in the office and focus on flying full time only!

This didn’t happen until March 1st but just having finally taken this step and makind the decision (which was long overdue and something I should have done much sooner) lifted my spirit and got me easily through another 8 weeks of the program! In addition I added more running so that I was up to about 25km a week! 

I left with my family for Christmas vacation 28kg lighter than in July!

I signed both Torben and me up for the Half-Ironman in Cologne before christmas and gave him the entry as a christmas present! Let’s put it lightly and say he wasn’t exactly thrilled about it 😂

But I knew I needed him with me on this and this and I also knew deep inside he needed a race to train for and find his mojo again!

In the new year I decided to do another round (8 weeks) of the program with added running and after that round on March 1st I would start with Triathlon training again!

Somehow the weightloss became just a bonus in this whole journey as the way I felt was sooo much more rewarding. I felt much more energetic (even without caffeine), confident and secure with myself and most of all happy! I became a better person inside and out, a better and more patient Mom and a better wife because I finally started to feel good about myself again.

March 1st came and with being 36kg lighter I started Triathlon training and at that point it was exactly 6 month to the Half-Ironman and I basically had not biked or swam in 3 (!) years!! 

I knew I needed help, especially as I didn’t have the time available anymore to train as much as I like, so I decided to reach out to my old Triathlon coach Matt and ask him to set up a training which would be realistic enough to manage time wise during the week, take into account my flying and being abroad but at the same time being effective enough to get me through the race! 

Being so much lighter than before I was very enthusiastic when I wrote him and I saw an awesome race with a brandnew PB in front of me but my coach pretty much stopped these thoughts right away and only agreed to coach me if I would go in it with an open mind and absolutely free of trying to beat any PBs as that was just not realistic after 3 full years off! It was good to get this reminder and I agreed with him and decided to just train, enjoy the journey and take the race as it comes.

This was a good approach as at that point I didn’t know that I would get injured during a 10km race in June where I managed a new PB of 48:57 but which eventually also took me out of running for 8 weeks! This was the worst timing ever as we were on our way to a 4 weeks vacation in Germany where the focus was going to be on running especially during the 2 weeks on the little island where we always vacation on in the summer!

I had a few PT visits before we left, stretched, rolled on the foam roller, sat on a trigger ball for hours and pretty much tried everything to get rid of the piriformis syndrome which I thought I had, as I had it before, and symptoms in the beginning matched that! 

I decided to bring my roadbike to Germany and biked like a maniac during the 2 weeks in Germany, getting up at 5/6am every morning to be done with the bike rides before the kids got up.

During the 2 weeks on the island I biked on a 3 gear city bike as much as possible and also swam in the ocean almost every day which was challenging and fun! I tried to run from time to time but made absolutely no progress whatsoever. The pain just simply stayed.

Well 8 weeks later with not making any progress and not being able to run more than 1km painfree I found out that it was actually not piriformis syndrome but a very badly aligned pelvis (had problems with that before as well)! My new PT aligned my pelvis and told me to completely rest for 5 days! That did the trick and the week later I was back to running painfree!!

But I had missed 8 crucial weeks of running and with only 5 weeks to go to the Half-Ironman I wasn’t very optimistic that I was able to run a Half-Marathon in that short amount of time! I knew I always had the choice to reduce the distance as the good thing about the race in Cologne is that there are 5 different distance available (the shortest being 700/30/8)) and you can pretty much still change the entry the day before!

So I continue to train and started running again putting all my faith in my coach and my Physical Therapist who had me on a high performance athlete schedule with 2-3 weekly visits to him! These 5 weeks sure cost me a fortune but it worked out!

Torben, my coach and my Physical Therapists were my rock during that time and often they believed more in my abilities than I believed in myself!

I had 4 other races planned in the last 4 weeks before Cologne which started with a Sprint race in Germany which went fine. It was in 28C and only 4 days after I started running again! Somehow managed to get 3rd in my AG! 😳

Then I had the Sprint in Kjós which was absolutely awesome as I love open water swims, 10km in the Reykjavik Marathon and the Njarðvik Supersprint and I focused on having as much fun as possible during all those races and take especially the running as a privilege!!

And it all worked out! A combination of faith, trust and lots of hard work!

I learned so much in the this journey and constantly worked on a good mindset and attitude and adapted happiness as a habit! It wasn’t always easy especially combining family, work, training and Torben’s training but it was all so well worth it!!

During all this time Torben slowly found his mojo for training again, which was absolutely fantastic and he was starting to look forward to this race as much as I did

THE DAYS BEFORE THE RACE

As usual for a race abroad we flew out at least 3 days before the competition to have less stress and get acclimatized to the warmer temperatures.

I just got home from a 3 day flight on Wednesday morning at 9am so only had about 20 hours at home to unpack and repack everything and getting everything ready and organised at home.

This was the first race abroad that Torben and me competed in since we got the girls three years ago, so of course we also needed to organise a babysitter for those 5 days!

Luckily my best friend Tina was available and ready to fly in from Germany to take care of the girls. She probably regrets it at this point LOL

In addition we also still had my niece living with us who made sure that the girls got to school on the first day as Tina didn’t get to Iceland until the afternoon after we left!

We decided to treat ourselves during this weekend and stay in our old crew hotel which we knew well and which has an awesome first class lounge including food and drinks.

We got to Cologne on Thursday afternoon and then Torben – being the awesome husband he is – put the bikes together and in the evening we met with other people from our Tri-Club for dinner. 10 hours sleep was on the plan for the night as I still had some catching up to do after a lot of night flying the week before. 

Friday after lunch we biked the 17km out to the lake and picked up our race gear and met all the others from our club that were competing and then had a short swim in the lake. I decided to just go in with the bathing suit and not the wetsuit as I didn’t want to bring the wetsuit on the bike. The lake was nice and warm with about 21.5C and luckily I didn’t see any of the many many jellyfish (a phenomen in the lake this summer due to the warm temperatures)!

Two of our group competed on Saturday so we went out to the lake at lunch Saturday to cheer them on. Before that I got my last „loosen up“ workout out of the way which consisted of a 30 minutes bike and 1K run.

Once we got to the lake we had to park quite far away and it was a bit of walking involved which did not make me too happy as I knew we would also walk a bit later during the day and usually this day is meant for resting. After the cheering we met with my Mom, sister and brother who all came to Cologne to celebrate my Mom’s birthday! We had a super nice afternoon and a nice dinner together. They left at 10pm and we packed the rest of our stuff to have everything ready.

The very nice thing about this race is that it does not start super early but with a starting time of 11:50 which meant we could have breakfast in peace and no stress whatsoever. I was very nervous at that point and not hungry at all (like usual before a big race) and forced a bit of oatmeal into myself at the huge breakfast buffet.

We left early enough as we had to park about 1.5km from the race venue and biked the distance there. We were at transition around 10:15am.

Another german girl had contacted me over the internet as she was very nervous about the race and she asked me a million question as this was her first Half-Iron distance. The day before she asked me if we could go into transition together and I agreed, so she waited before check-in for me. Although I usually like to focus on myself before a race like this, I actually embrassed the „mother role“ as it turned out to be a good distraction from my own nervousness.

I saw the others from my club and briefly said Hi to them as well.

Then I set up transition, peed, forced a banana and half of an oat bar into me, got half way into my wetsuit and then I walked with the girl and Torben to the race briefing at the lake and afterwards to the platoon where we got in for an „in water“ start.

The weather was gorgeous about 23C and still no cloud in the sky which worried me a bit for the run as the forecast said it would start to get cloudy around 11:00. Oh well I can do many things but still can’t change the weather so we just take it as it comes.

SWIM (35:27/1900m)

The swim went awesome! I love everything about this swim and always get the best times. I love swimming in a wetsuit and I love swimming in that lake with the line underneath where the buoys are tied to (it’s a rowing stadium). It means you can swim straight without having to look up. I positioned myself in the front middle and just started swimming when the shot came. It was not as violent as recent years and I found a good rhythm right away and eventually also a buoy line and some feet to draft!

Especially on the way out I felt I was flying through the water which never really happens. Probably a combination of a bit of tailwind and a good draft.
The way back was a little slower as I didn’t swim as straight as I wanted and hardly had anyone to draft but I still managed to keep the pace up somehow but with a little more effort. I was able to pee before exciting the lake which was good as I really had to go and did not want to spend time for that in T1!

T1 (03:40)

The run is about 300m from the lake up into transition. I jogged slowly the whole way and were wondering if that was a good idea as the day was still long but I just kept jogging. Got my wetsuit half way off right away and managed to put my ear plugs, nose clip and googles into my swimcap as not to loose them.

Once at the bike, routine just kicked in like I had done sooo many times before. Wetsuit off, helmet on, numberband on, shoes on, bike gloves on (decided on gloves for this long bike) and off I went. I decided to run in bike shoes rather than have the shoes on the bike as the distance to run with the bike was relatively short.

BIKE (3:08:51/98km)
The bike went fine… the bike course was 2 big loops and one small loop. 2 weeks before the race we got to know that due to construction work on the roads they had to make some last minute changes so the bike course was 98km instead of 90. I wasn’t thrilled about this but again nothing I could do about it.

During the first part we went into the city and I knew the route well as I have biked there many times before. I had a „watt goal“ range to keep for the race and was supposed to build up to that easily but got a little carried away in the beginning by overtaking quite a few people and I might have used a bit too much energy there in the early stages.  As usual I only had water the first 15 minutes to settle the stomach into vertical after the horizontal swim and then I forced nutrition into me after every 5km beep on my watch and of course lots of water as it was quite warm!

It turned out to be probably a bit too much water as I had to pee in the beginning of the second loop. At first I kept telling myself that the feeling will probably go away and that I will sweat it out but that didn’t happen so I decided to stop at the next portapotty. I was hoping there was one at the turnaround in the city but that was not the case so I had to continue. There was also no other opportunity to stop on the way! I thought about peeing on the bike but just simply couldn’t! 

I was sure there was a portapotty at the drinking stations by the lake (one on each side) and when I finally made it there I was desperate! BUT the drinking station on my side didn’t have a portapotty, only the one on the way back and that was another 10km loop to go, so I stopped shortly after that drinking station and peed behind some trees. I felt sooo much better after that!

The last 20km were very tough on my neck and I had to constantly sit up which was probably not the best as it was quite windy but the neck was in serious pain. Probably a result of being more on my roadbike (no aerobars) in Germany this summer than on the TT bike! 

My mind also wandered and I started to think about the run and got quite scared as I just couldn’t wrap my head around the fact that I still had a Half-Marathon to run. A whole Half-Marathon after this bike when my longest run in the last 3 months was 12km!!

These thoughts got worse and I knew I needed to throw them out as quickly as possible and focus on something else! I swang my imaginary baseball bet and threw that thought right out of the mind! Even if the flesh might be weak, my mind is very strong!! I kept my mind occupied after the last turnaround by counting how many people were behind me, which worked well as a distraction method and the last few kilometers I could finally smile again! Nutrition wise I drank about 2,6 litres and ate about 500 calories (gel chomps and an oatbar)

T2 (3:58)

I kind of took my time in T2 as I was still dreading the run. I somehow did everything in slow motion. I chose socks for the run which was definitely a good decision and then forgot my visor when running out so I had to run back to grab it. It actually had gotten a bit cloudy so the sunshine was broken up from time to time. Temperature about 24-25C.

RUN (2:12:36/21.5km)

The run was actually really good. On all my long runs (before I got injured) I used the „I have run x many km so I have only have x many km to go“ counting technique and that was the strategy today as well. My goal was to walk through all the drinking stations but run the rest of the time!
It was a 3 laps course around the lake with three drinking stations spaced out during each lap.

I grabbed a quarter banana on every drinking station and 2 cups of water, one for drinking and one for pouring over me. This worked out really well and I ended up doing that the whole way meaning I made the run with about 2,5 bananas and 1,3 litres of water which was more than enough.
The kilometers ticked down and it was super nice to see a few from our club after the first round cheering me on. I heard that Torben was having a tough time on the run and got a bit worried but then decided to focus on myself and worry about that later.
Second lap went by quite faster than anticipated and finally there were a few more clouds which gave some shade.
Once again saw some from our club after the second lap and got some status updates of the other and the cheering, especially from Valerie, gave me an extra boost. And at this point it was only one more lap and I couldn’t believe I was in no pain whatsoever after almost 15km!!
I continued to tick down the kilometers and at some point it was only 5km left and I thought to myself: „You can always do 5K, Even in your sleep“! A lot of people were walking at that point and I tried to cheer them on and get them to run with me! After 18km I started to feel my quads (which is always my main problems) but I was happy it was so late in the run and not much earlier as I expected due to lack of long run training in the last 8 weeks.
At that point I knew I could finish it and just kept smiling as smiling gets you through everything!
Each lap had a little hill towards the end and everyone I saw (like really everyone!!) walked up there but I did not! Not even in the last lap, where the legs were heavy, the mind screamed: „Just walk!“ and I probably sounded like a maniac running up repeating over and over “you shall not walk” LOL! I also knew that after that hill it was only about 800m to go to be done!

I finished with a big smile on my face in about 6:04 which was far off my PB of 5:26 but I couldn’t care less at that point! I was absolutely ecstatic! I was a Triathlete again!! This race was the end of an incredible, crazy and fun journey of finding myself again and it was the beginning of a healthy, happy and fit life for me and my family! The biggest reward was finding a happy husband afterwards as Torben was just as happy to have finished the race as I was!

A really good day all in all and somewhat “easier” than anticipated but it still took a lot out of my body and I will take some well deserved rest now 🙂 until I find a new adventure…. 😉

 

 

„Brostu! Þú borgaðir fyrir þetta!“

Þetta stóð á skilti hjá áhorfanda þegar ég var í „smá sunnudagsskokki“ (lesist með vott af kaldhæðni), í Kaupmannahöfn 19. ágúst. Þetta var hluti af keppni í svokölluðum Járnmanni sem samanstendur af 3800 m sundi í sjónum við Amager, 180 km hjólaferð um sveitir Norður-Sjálands og 42,2 km maraþonhlaupi í miðbæ Kaupmannahafnar með mörg þúsund áhorfendum.

Að „næstum því“ venjuleg, næstum því miðaldra, mjög upptekin húsmóðir í fullri vinnu, með börn, mann, vini, hús, garð, sjálfboðavinnu, foreldrafundi og fleira á könnunni, detti í hug að skrá sig í heilan járnmann er kannski ekkert einsdæmi. En fyrir akkúrat þessa „næstum því“ venjulegu konu varð þetta ævintýri og leiðin þangað, að einstakri upplifum sem ég ætla að reyna að lýsa hér eftir bestu getu.

Upphafið
Haustið 2015 eða „korter“ í fertugt ákvað ég að byrja að æfa þríþraut. Hafði hlaupið í þrjú ár og náð ágætis árangri í því á stuttum tíma. Hlaupið hálfmaraþon tvisvar sinnum og ákvað að heilt maraþon var ekkert fyrir mig og því var þríþraut vænlegur kostur. Öfugt við marga sem byrja í þríþraut þá var ég í ágætis sundþjálfun eftir 7 ára æfingar og keppnir með sundfélagi UMSB og Ægi fyrir 25 árum. Hafði að vísu varla synt einn metra á þessum 25 árum en eftir að hafa dottið inn á sundæfingu hjá þríþrautarklúbbnum og náð að synda 2000 m og líða þokkalega vel á eftir þá var ekki aftur snúið. Hjóla kunni ég, allavega á milli staða en að æfa hjól var eitthvað sem maðurinn minn sá um í okkar fjölskyldu. Varð fljótt hluti af litlu en mjög skemmtilegu þríþrautarsamfélagi hér í bænum.

Einkaþjálfarinn
Upprunalega planið var ekki að stunda æfingar fyrir einhverja ofurþraut. Aðrir gátu séð um það. Ólympísk vegalengd var markmiðið (1500m , 40km , 10km) en þegar því markmiði var náð, þá langaði mig í enn meiri áskorun og fékk mikla hvatningu frá félögum í klúbbnum að taka þátt í lengri keppnum. Hálfur járnmaður í Haugesund (1900m, 90km, 21,1km) varð fyrir valinu sumarið 2017. Eftir að ég kom í mark í þeirri keppni var ég alveg staðráðin í því að ég myndi sko aldrei taka þátt í heilum járnmanni. Ekki af því að það gekk eitthvað illa, það gekk framar öllum vonum. En heill járnmaður er tvöfalt lengri enda tvöfalt lengra og það myndi ég sko ekki hafa þolinmæði til.
Gleymdi þessu eins og skot og fjórum mánuðum seinna var ég búin að skrá mig í Kaupmannahafnarjárnmanninn. Óvenjulega auðvelt að sannfæra manninn um þetta brjálaða plan og held að hann orðið svo feginn því að ég komst ekki inn í Norseman og að núna þyrfti ég «bara» að æfa fyrir venjulegan Járnmann. Hann hvatti mig meira að segja til að kaupa TT þríþrautarhjól. Ég átti greinilega að gera þetta með stæl.
Með 9 mánaða undirbúningstíma ákvað ég að fá mér einkaþjálfara til að setja upp æfingaáætlun. Vinkona mín í klúbbnum Christine Jacobsen og sambýlismaður hennar sem æfir með norska landsliðinu í þríþraut tóku áskoruninni. Þýðir ekkert annað en topp hjálp frá toppfólki til að koma þeirri hálfgömlu í gegnum þessa þrekraun.
Aðalmarkmiðið var að komast í gegnum keppnina, 12-13 tímar vorum við Christine sammála um að væri raunhæft bónusmarkmið. Úr varð mjög flott plan sem tók mið af mínum aðstæðum sem fjölskyldumanneskja í fullri vinnu og á sama tíma var sveigjanleiki.

Fjölskylduvænt æfingaplan

Meðalæfingatíminn þessa 9 mánuði var sirka 6-8 tímar á viku með einhverjar vikur með 9-12 tíma þegar ég hjólaði sem mest. Helstu áherslurnar voru lengri og rólegri æfingar en ég var vön. Mikil áhersla á hjólaæfingar og allt sem við kemur hjólinu. Ég kunni ekki að skipta á slöngu og vissi varla hvað snéri upp og niður. En ég ætlaði ekki að leggja alla þessa vinnu í æfingar og undirbúning og eiga svo á hættu að geta ekki klárað keppnina út af sprungnu dekki. Þannig að margir tímar fóru í að æfa að skipta um slöngu, taka af og setja dekkið á og setja keðjuna á.
Christine bætti einnig inn styrkarþjálfun x1 í viku til að bæta vöðvamassann og sérstaklega fyrir hjólið og í sundinu var áhersla á sundtækni í lauginni um veturinn og svo lengri sund í «open water» þegar hægt var að byrja að synda úti í apríl/maí. Bý við þau forréttindi að geta æft í Noregi við góðar aðstæður og það er 10 mín að labba frá heimili mínu út að sjó og 5 mín í stórt stöðuvatn sem er rétt við húsið mitt. Meðalhitinn í sjónum hérna í Suður-Noregi í sumar var um 20 gráður og var um 23 gráður í vatninu stóran hluta af sumrinu.
Keppnin nálgaðist óðfluga og ég mátti æfa það sem margir kalla 4 greinina í þríþraut; næringu. Útbjó næringaráætlun fyrir keppnina og reiknaði út þörf á kolvetnum og vökva per klukkutíma. Áætlunin fyrir hjólið var skotheld en fyrir hlaupið kom í ljós að næringin var ekki úthugsuð.
Ég gerði mér grein fyrir að þessi keppni myndi reyna mjög svo á þolinmæði mína þannig að undirbúningurinn var ekki síður andlegur en líkamlegur.

KEPPNIN
Áður en ég vissi var búið að fylla bílinn, setja hjólið á þakið og ég, Siggi, Víkingur og Freyja (maðurinn minn og börnin mín tvö) á leiðinni til Köben. Ég hafði undirbúið mig eins vel og ég gat og nú var ekki aftur snúið.

HafdísSundSUNDIÐ
Hafði valið mér bláa sundhettu sem er tímin 1.06-1.11 fyrir 3800 m. Hafði aldrei synt svona langt án þess að stoppa og markmiðið var að líða vel í sundinu. Var pínu óviss um val á sundtíma og ekki viss um að ég gæti haldið þessum hraða og ákvað þess vegna að vera alveg öftust í þessum hóp ef ske kynni að ég næði ekki að halda hraðanum og þá væri ég ekki fyrir neinum sem vildi synda hratt.
Áður en ég vissi var ég komin í vatnið og tilfinningin var frábær. Góður hiti og ég reyndi að drafta en gekk ekki vel. Það verður æft fyrir framtíðina. Áður en ég vissi af var ég komin upp úr vatninu og nr. 19 í mínum aldursflokki og nr. 1001 af 2600 þáttakendum á tímanum 1.13. Mjög sátt við það og leið mjög vel þegar ég kom upp úr.

Var ekkert að flýta mér á skiptisvæðinu, enda myndi ég verða að allan daginn, og mikilvægt að halda einbeitingunni, drekka smá og passa að gleyma ekki neinu. Eyddi 8 mínútum sem liðu mjög hratt.

hafdishjol
HJÓLIÐ
Komin á hjólið og byrjuð að telja öll vöðvabúntin sem brunuðu fram hjá mér. 1, 2, 3, 4…….. Og þar sem ég er yfir meðallagi fljót upp úr sundinu og vel undir meðallagi fljót á hjólinu er ég löngu búin að sætta mig við í keppnum að tekið er fram úr mér. En þar sem ég vissi að þetta yrði langur dagur ákvað ég sjá hversu lengi ég myndi hafa úthald til að telja alla sem fóru fram úr mér og hvort ég myndi ná að fara fram úr einhverjum, bara svona til að hafa eitthvað að gera. ….5, 6, 7, 8……… og þegar talan var komin upp í 60 og bara 6 sem ég hafði tekið fram úr og ekki búin að hjóla meira en 20 km, ákvað ég að þetta væri orðið gott, enda skipti það engu máli hversu margir tækju fram úr. Ákvað í staðinn að skoða öll Ironman húðflúrin sem þáttakendurnir voru með. Komst að því að það eru margir möguleikar, mynstur og litir og í hita leiksins var ég meira að segja farin að hugsa um að láta skella einu svona á mig ef ég myndi klára þetta.

Annars naut ég hjólaleiðarinnar í botn. Ég var á þekktum slóðum enda hafði ég farið þessa leið með lest næstum daglega í 4 ár þegar ég lærði hjúkrunarfræði í Hillerød í lok 20. aldar. Markmiðið var að halda meðalhraðanum í kringum 30 km/klst. Gekk mjög vel þrátt fyrir mótvind og hæðótta leið á leiðinni tilbaka til Kaupmannahafnar. Þessir 6 tímar liðu ótrúlega hratt en það var mjög gott að geta tekið af sér hjálminn og komast úr „aero“ stöðunni á hjólinu. Fann svolítið fyrir verk í öxlum og baki enda hafði ég ekki náð að æfa eins mikið á TT hjólinu og ég vildi, aðeins 1,5 mánuð. Kom á skiptisvæði 2 og mjög sátt við rúma 6 tíma á hjólinu. Framar öllum vonum.

HafdishlaupMARAÞONHLAUP
Eyddi einnig 8 mínútum á skiptisvæðinu sem var bílakjallari í miðbænum. Hljóp upp á götu og alveg ólýsanleg stemming mætti mér og öðrum þátttakendum. Hafði verið mjög dugleg að fylgja næringar-og vökvaplaninu á hjólinu og var full af orku. Nú var bara eitt stykki maraþonhlaup eftir, og ég sem hafði aldrei hlaupið meira en 23 km í einu. Þetta myndi ég sko geta.
Leit fljótt á heildartímann á klukkunni í fyrsta skiptið alla kepnnina og 7,5 tímar voru liðnir frá því ég stakk mér í sundið. Enn raunhæft að ná lokatíma í kringum 12 tíma. Fæturnir voru mjög léttir og ég fann að margar brikkæfingar voru að skila sér. Eftir nokkra km ætlaði ég varla að trúa mínum eigin augum, meðaltíminn var í kringum 4.45-5.00 mín á km, mér leið nú ekki eins og ég hlypi svo hratt. Vissi alveg að ég gæti aldrei haldið þessum hraða, þannig að ég ákvað að draga aðeins úr hraðanum og halda mig nær 6 mín á km sem væri raunhæfara fyrir mig. Það gekk ágætlega fyrst 10-15 km. Svo byrjaði maginn að mótmæla.
Planið var að borða og drekka á hverri matar- og drykkjarstöð en var ekki búin að reikna út að það var á 2 km fresti. Varð óglatt og leið ekki vel. Það hægði á mér, en byrjaði ekki að hægja almennilega á mér fyrr en eftir 15-20 km. þegar ég byrjaði að fá slæma verki í utanvert hné. Þekkt meiðsli hjá hlaupurum og eitthvað sem ég hafði aldrei fundið fyrir áður. Verkurinn kom þegar ég hægði á mér á matarstöðvunum og fór þegar ég byrjaði aftur að hlaupa. Ég hugsaði mér að ég ætti tvo möguleika. Annað hvort er þetta að segja þér að halda ekki áfram vegna verkja, eða ekki stoppa því þá færðu verki. Ég ákvað að stóla á seinni möguleikann.
Og áfram hélt ég, en hratt fór ég ekki. Á tímabili gekk þetta svo hægt að einn af þátttakendunum fór á sama hraða og ég á meðan hann gekk og ég hljóp. En ég gat ekki gengið því þá fékk ég verki þannig að ég „hljóp“ allan tímann. Eftir hálfmaraþon kláraðist batteríið í úrinu mínu. Og þvílíkur léttir. Þá slapp ég að horfa á hvað þetta gekk hægt, enda skipti það engu máli. Eina markmiðið var að koma þessari gömlu í mark og helst fyrir myrkur. Því vá hvað þetta reyndi á þolinmæðina mína.
Hlaupnir voru fjórir hringir í miðbæ Kaupmannahafnar og í lok 3. hringsins sagði líkaminn stopp í smá stund. Ég hristist og skalf og var náhvít í framan, er mér sagt. Fékk hjálp frá áhorfanda sem gaf mér vatn og ég hafði rænu á að hugsa að kannski vantar mig salt. Og dró upp lítinn ikeaplastpoka með hafsalti upp úr vasanum (viðbúin öllu) og leið betur á eftir. Siggi og börnin stóðu á hliðarlínunni og hvöttu mig áfram ásamt félögum úr klúbbnum. Að fá stuðning gaf mér auka orku. Ég ætlaði sko í mark og hausinn sá um að koma mér í mark á síðustu 21 km.

ENDASPRETTURINN
Svo kom ég auga á markið og spýtti í lófana og tók minn langbesta endasprett. Ég veit ekki hvaðan ég fékk þessa orku en ætlaði að koma mér í mark með stæl. Enginn verkur neins staðar og bara einbeiting um að spretta eins og ég gat.

Ólýsanleg tilfinning að geta hlaupið svona á endasprettinum og í þokkabót taka fram úr 5 manns eftir þá mörg hundruð sem tóku fram úr mér. Ekki að það sé það mikilvægasta en talan yfir þá sem tóku fram úr mér síðan ég kom upp úr sundinu um 11,5 tímum á undan lækkaði úr 730 í 725. Gott ég hætti að telja eftir 20 km, segi ég nú bara.
Siggi tók video af endasprettinum og nú er það myndband notað í klúbbnum sem innblástur fyrir nýja og gamla meðlimi í þríþrautarklúbbnum. Lokatími 12 klukkutímar og 49 mínútur. Ekki sem verst.
Og þvílík tilfinning að klára, er svo ótrúlega stolt af sjálfri mér. Kom í mark og fékk bjór í hönd. Hafði nákvæmlega enga lyst á honum og hugsaði til stúlkunnar sem sat í Kaupmannahöfn fyrir rúmum 20 árum síðan, einnig með bjór í hönd, nýflutt í borgina og hafði ekki hugmynd að hún myndi búa þarna í 6,5 ár og hvað þá síður koma aftur rúmum 20 árum seinna og klára svona klikkaða keppni.

Hvort ég geri þetta aftur er ekki víst. En aldrei að segja aldrei og núna langar mig að einbeita mér að styttri keppnum.

Þetta var erfitt en yfirstíganlegt og ég vona að ykkur sem langar að hoppa í svona verkefni en þorið ekki alveg að taka skrefið geti notað þetta sem innblástur. Ef hálfgamla húsmóðirin gat þetta þá getur þú þetta líka.

Hafdís Helgadóttir
Kristiansand september 2018

.

Rügen 70.3 – Að duga eða drepast

Sigurður Örn skrifar:

Sem þríþrautarmaður get ég ekki sagt að ferill minn sé langur en ég held þó samt sem áður að ég sé búinn að upplifa minn skerf af skemmtilegum og leiðinlegum augnablikum og hafa þau haft áhrif á mótun mína sem íþróttamanns sem og innri persónuleika. Ég talaði um í fyrri keppnissögunni minni frá Dun Laoghaire í Írlandi að þríþraut væri „brútal“ en til að halda uppi góðum venjum íslensks málfars þá ætla ég að nota orðið „vægðarlaus“ núna. Þetta vægðarleysi hefur margar birtingarmyndir og getur verið allt frá því að vera sprungið dekk, harkalegar byltur, spark í hausinn frá næsta manni í sundlegg, nuddsár sem blæða í gegnum skó, algjörlega örmagna líkami, illa útfært næringarplan í keppni og svo mætti áfram telja. Ég hef upplifað alla þessa hluti sem ég tel upp hér fyrir framan og alla af þeim í keppni, þó þeir geti líka alltaf skotið upp kollinum á æfingum. Það sem mér finnst hins vegar einkenna okkur flest sem stundum þessa íþrótt er það að jafnvel þó við rekumst harkalega á vegg, hvort sem það sé í bókstaflegri merkingu eða ekki, þá erum við alltaf tilbúin að standa upp og reyna aftur. Aftur og aftur, þangað til takmarkinu er náð.

Eftir slysið

Ég verð að viðurkenna að mér þótti útlitið heldur svart eftir að ég datt í Írlandi, jafnvel þó ég hafi út á við virkað mjög jákvæður með þetta allt saman. Það er erfitt að gíra sig upp í að fara af stað aftur eingöngu þremur vikum eftir svona slys og ég var stanslaust með verkina í bakinu og rifbeinunum á heilanum. Helena þurfti sífellt að minna mig á að hætta að hugsa um þetta og láta þetta bara jafna sig hægt og rólega – því meira sem ég væri að pæla í þessu, þeim mun meira fyndi ég til. Ég man eftir því hvernig fyrsta æfingin var hjá mér eftir slysið. Það var laugardagur og ég ákvað að fara á sundæfingu til að sjá hvernig ég væri í lauginni. Ég var ennþá mjög aumur þegar ég gekk og öll högg, sama hversu lítil þau voru, kreistu fram grettu í andlitinu hjá mér. Þrátt fyrir þetta fannst mér góð hugmynd að fara að synda, af því maður notar jú bakið svo lítið í sundinu, eða þannig. Ég hoppaði því út í og fann strax fyrir miklum sársauka. Þetta átti eftir að verða löng æfing (eða stutt) en ég þjösnaðist í gegnum tvo kílómetra áður en ég hætti. Ég gat með engu móti andað vinstra megin þar sem snúningurinn og útþenslan á lungunum gerði það að verkum að það var eins verið væri að stinga mig með spjóti bæði framan og aftan í brjóstkassann. Ég andaði því eingöngu hægra megin þar sem það var aðeins minna vont og hélt því áfram næstu þrjár vikurnar. Eftir æfinguna tók ég góðan tíma í pottunum, bæði þeim heitu og í kalda kerinu og ég fann eftir æfinguna hvernig ég var aðeins betri heldur en áður en ég fór út í.

Daginn eftir var ég örlítið betri heldur en þann fyrri og þannig hélt þetta áfram að vera. Ég tók eftir breytingum dag frá degi en fannst samt aldrei breytingarnar vera það miklar að ég ætti eftir að ná mér að fullu fyrir næstu keppni. Ég ákvað samt sem áður að vera jákvæður og reyna að einbeita mér að því sem ég gæti gert til að hámarka bataferlið. Ég fann hvernig sundið hjálpaði til með að liðka mig í bakinu og ég gat byrjað að hjóla aðeins þegar um 10 dagar voru í keppnina. Ég hafði innst inni smá áhyggjur af hlaupinu en ég var eiginlega ekkert búinn að hlaupa síðustu 3-4 vikurnar fram að keppninni í Rügen.
Fljótlega kom að ferðadegi en við flugum út á fimmtudeginum fyrir keppnishelgina. Klaus, sundþjálfarinn minn úr SH kom með mér til Þýskalands og átti eftir að reynast algjörlega frábær ferðafélagi. Það er alltaf þægilegra þegar einhver kemur með manni svona út og finn ég klárlega fyrir því að það er munur á andrúmsloftinu þegar maður er ekki einn að brasast í gegnum flugvellina með allar töskurnar með tilheyrandi veseni. Rügen er eins konar skagi sem stendur út úr Þýskalandi út í Eystrasaltið og það var um 3-4 klst akstur frá flugvellinum að hótelinu sem við vorum á. Við vorum komnir að kvöldi til, um kl hálf átta að staðartíma og héldum beint niður í bæ að fá okkur að borða. Það voru ákveðin þægindi að vera með bílaleigubíl, en venjulega ferðast ég bara með lest eða leigubíl. Það var því á planinu að skoða hjólabrautina daginn eftir ásamt því að hjóla hana einu sinni í gegn. Brautin var 2×45 km svo það væri ekkert of langur hjólatúr að renna einu sinni í gegnum einn hring.
Á föstudeginum vaknaði ég og tók morgunskokk – mitt fyrsta hlaup í laaaangan tíma. Æjæjæj, útlitið var nú ekki allt of gott. Mjög stífur þegar ég byrjaði að hlaupa og fann vel fyrir í rifbeinum hægra megin að aftan. Dröslaðist rétt um 5 km þann morguninn og fór svo í morgunmat. Ég ákvað að hugsa ekkert meira um þetta – myndi bara taka verkjatöflur á keppnisdag og vona það besta. Við keyrðum hjólabrautina eftir morgunmatinn, skráðum niður helstu staði til að passa sig á, allar beygjur, 3x yfir lestarteina, holur í malbiki og fleira. Eftir það ákvað ég að skjótast einn hring á hjólinu. Allt gekk vel og þá var bara stutt sund eftir. Smá æfingar með að hlaupa út í vatnið ásamt því að æfa sjósundtökin aðeins.
Eftir daginn fórum við í næsta þorp að borða og svo tók helgin við.
Laugardagurinn var nokkuð viðburðalaus. Ég hafði þegar verið búinn að ná í keppnisgögnin daginn áður og þurfti bara að fara á PRO briefing kl 10 um morguninn. Annars tók ég bara létt hjól og hlaup þann daginn og lét það nægja. Restin fór í hvíld og undirbúning fyrir keppnina ásamt því að tékka hjólið og skiptipokana inn á Transition svæðið.
Keppnisdagur
Startið var kl 10:00 að staðartíma á keppnisdag svo það var ekki mikið stress með að vakna allt of snemma. Fórum í morgunmat kl 07:00 og vorum komnir niður á svæði um kl 08:00. Nægur tími til að athuga með hjólið á skiptisvæðinu og gera lokatékk á skiptipokunum. Ég tók stutta hlaupaupphitun áður en ég klæddi mig í blautgallann og hélt svo út í vatnið til að hita upp. Tók létta 5-10 mín upphitun í vatninu með nokkrum hraðabreytingum og lét það svo gott heita. Við vorum kölluð upp úr þegar 10 mín voru í start og þá stóðum við bara og biðum. Eins og alltaf þá líður þessi tími eitthvað svo hratt en samt svo hægt. Maður gleymir sér í augnablik og svo er allt í einu komið að startinu. Fengum að vita þegar ein mínúta væri í að það væri hleypt úr byssu og svo biðum við bara…og biðum…BAM!!

post_3
Ég var staðsettur nokkuð aftarlega í röðinni þegar við hentumst út í eftir byssuhvellinn og þurfti aðeins að staðsetja mig í vatninu eftir að hafa tekið nokkur höfrungahopp í grynningunum næst landi. Hraðinn í byrjun var mjög hár og ég hafði búist við því. Heimsmeistarinn frá því í Kona 2017, Patrick Lange, var á meðal þátttakenda og hann er ágætur í vatninu. Ég vissi að hann myndi reyna að halda uppi dampi og reyndi því að sigta út hvar fremstu menn væru í öllum hamaganginum. Það var allt í froðu til að byrja með og ég sá lítið annað en loftbólur í kafi. Hraðinn fyrstu 200 metrana skv. úrinu hjá mér var í kringum 2:05, eða á milli 1:02-1:03/100m. Allir þeir sem hafa eitthvað synt vita að þetta er frekar hratt tempó enda byrjuðu fljótlega nokkrir að falla aftur úr. Fljótlega var ég orðinn fremstur í nokkuð stórum hóp sem var um 5 metrum fyrir aftan fremstu 6 mennina. Ég ætlaði sko ekki að láta þessa gæja komast langt í burtu og ákvað að ná þeim og halda í við þá. Hausinn niður, hugsa um tækni – inngangspunktur handar, engar loftbólur, höndin fram, strax í grip, TOGA, upp, fleygja fram, mjaðmasnúningur, passa að spenna magavöðva til að missa ekki stöðuna í vatninu, og endurtaka. Aftur og aftur. Eftir um 50-100 metra var ég kominn í lappirnar á þeim og náði að halda því fram að fyrstu snúningbauju. Meðalhraðinn var um 1:13/100m sirka og mér leið mjög vel. Öndun góð, var slakur og fannst ég ráða vel við þetta. Ég ákvað að vera ekkert að sperra mig – við vorum einir 7 saman og ég sat í 5. sætinu fyrir aftan fremstu fjóra. Ég ákvað bara að vera rólegur svo framarlega sem það var ekkert að gerast. Hinir strákarnir hafa örugglega verið að hugsa það sama því þetta hélst svona alveg þangað til við komum að síðasta snúningnum. Nú voru bara 500 metrar eftir og VÁ! Einhver hefur gefið hressilega í. Ok, fætur í gang, skipta úr 2-beat fótatökum yfir í 6-beat og meiri kraft í hendurnar, ekki missa mjaðmir út, reyna að synda í „röri“. Náði að halda í hópinn en þetta tók á, verð ég að viðurkenna. Maður verður að vera vakandi á þessum snúningum og oft reyna sumir að skilja hópinn í sundur á þessum mikilvægu punktum. Fljótlega kom ströndin og við hlupum upp úr. Ég ennþá í 5. sæti og bara mjög góður. Það var smá spölur að skiptisvæðinu en áður en ég vissi af var ég kominn á hjólið. Lokasundtíminn upp úr vatninu var rétt rúmar 26 mín, en leggurinn var um 2150 metrar. Meðalhraðinn því sirka 1:13-1:14 á hvern 100m sem er bara nokkuð gott.

post_1
Jæja, þá var það bara hjólið. Bara ekki detta. Hversu erfitt gat það verið? – Nokkuð erfitt ef það er eitthvað að marka mínar fyrri svaðilfarir í keppnum erlendis. En hvað um það. Einbeita mér að afli og hraðanum. Missti strax Patrick Lange fram úr eftir um 1 km og svo einn annan. Jæja, orðinn sjöundi. Sjáum hvort ég reyni ekki bara að halda því. Mér leið mjög vel fyrsta hringinn, tók inn orkuskot á hverjum 10 km og drakk vel af vatni. Meðalaflið var í kringum 300W en ég fann samt hvernig það var byrjað að síga undan eftir fyrsta hringinn. Ég var á þessum tímapunkti orðinn 10.-11. í heildina og var með markmið um að reyna að halda eins vel og ég gæti seinni hringinn. Eftir um 60 km var þetta farið að vera ansi erfitt, ég náði ekki að halda uppi afli, enda kannski ekki við öðru að búast þegar æfingamagnið síðasta mánuðinn var nánast ekkert. En ég hélt mér jákvæðum – ég var að minnsta kosti ennþá á hjólinu! Undur og stórmerki. „Jæja, ekki gleyma þér, Siggi, annars klessirðu bara á tré“ hugsaði ég og reyndi að halda einbeitingu. Hjólaleiðin var umlukin trjám eiginlega allan hringinn svo það var úr nægum efnivið að velja. Gefið óheppni mína úr fyrri keppnum var alveg eins líklegt að ég myndi finna mér einhvern vænan trjástofn á miðri leið til að smyrja mér utan í og kóróna þannig æðislegt tímabil. „Nei, ekki í dag“. Áfram hentist ég og náði að koma mér á skiptisvæðið. Hjólatíminn um 2:15:53 og því um það bil 40 km/klst meðalhraði. Bara nokkuð gott, gefið það að seinni hringurinn var alveg hræðilegur. Jæja, þá er það bara hlaupið!

post_4
Ég fann strax að þetta átti eftir að vera langur dagur á hlaupinu. Fyrstu 2 km voru reyndar bara á réttum hraða, var á sirka 3:40/km og á venjulegum degi ætti það ekki að vera neitt mál. En þetta voru kannski ekki alveg venjulegar aðstæður. Þarna var ég, búinn með 2 km í hita og sól, búinn að hlaupa um 10 km síðastliðnar 3 og hálfa vikuna og ætlaði mér að klára hálfmaraþon með (líklega) marið rifbein og örlítið tognaðan bakvöðva. Jújú, besta hugmynd í heimi! En ég ákvað bara að kýla á þetta. Ég ætlaði EKKI að fá DNF – sama hvað. Mér var sama þó ég þyrfti að skríða í mark. Ég hætti því bara að horfa á úrið þegar ég sá að hraðinn var kominn niður fyrir 4:20/km því mér var slétt sama. Klára þetta heilhveitis hlaup bara. Það var þó mjög erfitt að hvetja sig í að halda áfram, sérstaklega þegar maður fer 2x upp brekku sem er á við kirkjubrekkuna á Akureyri, þessa sem liggur frá sjónum og upp að sundlauginni. Hlaupahraðinn datt upp fyrir 7 mín/km á köflum og ég var stundum að pæla að byrja bara að labba. „NEI, ef þú labbar þá byrjarðu aldrei að hlaupa aftur“ hugsaði ég aftur og aftur og hélt þannig áfram. Kílómeter eftir kílómeter. Loksins kom að því að hlaupa rauða dregilinn og ég hef sjaldan verið eins feginn og þegar ég kom yfir línuna. Lokatíminn um 4:25 og gefið það að hlaupið hjá mér var um 20 mín hægar en það ætti að vera undir venjulegum kringumstæðum get ég gengið sáttur frá borði – allavega verið ánægður með sundið og – að einhverju leyti – hjólið.

Niðurstaðan

Þessi keppni var eftir allt saman ekki keppni þar sem ég ætlaði að sýna hversu hratt ég gæti farið og heldur ekki keppni þar sem ég ætlaði að reyna að ná einhverju sérstöku sæti. Þennan dag snerist þetta bara um að klára og sýna sjálfum mér hvað er hægt ef maður missir ekki sjónar á takmarkinu. Þessar þrjár vikur sem liðu frá Írlandi og fram að keppninni í Þýskalandi voru erfiður tími. Oft var ég ekki viss um hvort ég myndi ná þessu og hvort ég yrði í standi yfir höfuð til að takast á við þetta. Það var þá gott að vera með fólk í kringum mig sem hvatti mig áfram og studdi mig í áttina að takmarkinu. Það að lesa skilaboð frá ykkur hinum og fá hvatningu er einnig svo ótrúlega mikilvægt og ég þakka ykkur öllum fyrir þann stuðning sem þið hafið sýnt í gegnum þetta allt saman hjá mér undanfarið. Þetta er vissulega búið að vera nokkuð erfitt tímabil fyrir mig ef ég hugsa um keppnirnar á erlendum vettvangi og ég bjóst aldrei við því að þetta yrði auðvelt en á sama tíma vonaði ég að árangurinn myndi verða aðeins betri en hann varð í rauninni. Hins vegar er lítið sem við getum gert þegar kemur að óhöppum og öðru slíku annað en að gera sem best úr því og halda áfram. Ég veit núna hvar ég stend í öllum þremur greinunum miðað við hina atvinnumennina í 70.3 og ég veit nákvæmlega hvað ég þarf að gera í vetur til að standa nærri þeim á næsta tímabili. Takmarkið er ennþá að ná Top 10 í keppni á næsta ári og vonandi eitthvað meira en það. Hversu vel það gengur eftir verður að koma í ljós en ég held áfram að gera mitt besta við að verða betri íþróttamaður dag hvern og mun deila með ykkur hinum hvernig það gengur hjá mér líkt og ég hef verið að gera undanfarið. Ég hlakka mikið til næsta tímabils, bæði hér á Íslandi sem og erlendis og get ekki beðið eftir að byrja að byggja upp aftur.
Þangað til næst!
Siggi

Mánuður í Kona

Viðar Bragi skrifar:

Það er mánuður í keppnina í Kona núna.  Tíminn líður hratt og nóg að gera. Ekki bara vinna og æfa líka bætist við að vetrarplanið hjá fjölskyldunni er komið í gang með skólagöngu og tómstundum barna. Þá er prógrammið hjá Þríkó og Breiðablik farið í gang og þó að aðrir en ég beri hitann og þungann af þessu núna þá er þetta viðbót samt.
Var mjög sáttur með formið í vikunni eftir Reykjavíkurmaraþonið sem virtist ekki sitja neitt í mér að ráði. Tók 3 tíma á hjólinu á sunnudaginn eftir maraþon og var bara mjög fínn. Fór í nudd hjá Guðbrandi á miðvikudeginum og það vara bara fyrirbyggjandi, var alls ekki slæmur í nuddinu. Náði góðum hot yogatímum í Sporthúsinu bæði á mánudag og föstudag og er loksins að sjá einhverja framför þar. Fílaði mig sterkan þar sem hefur ekki verið mjög lengi enda var kviðslitið að trufla það verulega síðustu ár og sérstaklega nú frá áramótum.

PéturViðarAgnarArnarogJónIngi
Laugardagshlaup viku eftir RM. Pétur Ívarsson, Jóhann, Jón Ingi, Agnar, Arnar og Viðar.

Sundið var hressandi í vikunni, á miðvikudag vorum við fjórir, ég Hákon Hrafn, Geir og Nicholas Chase. Nick er bandarískur atvinnumaður í þríþraut sem býr í Florida. Ég kynntist honum vel í Ch. Iceland keppninni 2017 þar sem hann keppti. Hann var hér til að undirbúa sig fyrir Patagoniaman extreme keppni og vill æfa í aðeins kaldara loftslagi með meiri vindi og ósléttari vegum.  (Þess má geta að Jón Oddur Guðmundsson í 3N er skráður í þessa keppni. ) Nick er mun sterkari í sundinu en við og hélt okkur vel við efnið. Ég hef svo synt með Rúnari eftir að hann fór aftur í gang eftir Kaupmannhöfn og hefur það verið frábært. Það er alveg meiriháttar skemmtilegt að Rúnar komst inn í Kona í Köben og líka Ragnar Guðmundsson. Við verðum þá fjórir Íslendingar í keppninni og er þetta sennilega met fjöldi þátttakenda frá einu landi mv. höfðatölu frá upphafi. Við erum allir í sitt hvorum aldursflokknum. Rúnar 30-34, Geir 40-44, ég 45-49 og Raggi 50-54. Við verðum því ekki að keppa beint hver við annan þó auðvitað sé ákveðin samkeppni á milli okkar og við viljum ná sem bestum tíma.

viðarogpallieftirhjólaferðinamiklu
Að lokinni langri hjólaferð er einboðið að svala þorstanum.

Annars hefur gengið mjög vel að æfa svo ekki sé meira sagt þessar síðustu 3 vikur og aldrei betur. Hef verið sterkari í sundi og kannski aðeins í hlaupi en varla á hjólinu og alls ekki í öllum greinunum þremur á sama tíma. Þurfti að fara í vinnuferð til Svíþjóðar í viku 35 en tók hjólið með og ég og Palli vinur minn náðum að hjóla frá Osló til Stokkhólms um helgina eftir að vinnuhluta ferðarinnar var lokið. Þetta var alveg frábært og óhætt að mæla mjög með hjólreiðum í Svíþjóð. Við hjóluðum 228km, 223km og 180km þrjá daga í röð og finnst mér þetta hafa komið vel út enda var 163km hjólið hér heima síðasta sunnudag bar “stutt” og verulega þægilegt en þó með rúmlega 1700m hækkun.

Vikurnar hafa verið svona
Vika 34 20.-26. ágúst : sund 13km, hjól 149km, hlaup 46,5km 902 TSS
Vika 35 27. ágúst- 2. sept. sund 2,9km, hjól 790km, hlaup 14,3km 1179 TSS
Vika 36 3. – 9. Sept sund sund 12km, hjól 246km, hlaup 31,7km 1166 TSS

Markmiðin fyrir Havaí

Það er þá rétt að ég fari aðeins yfir markmiðin mín á mótinu. Þegar ég fór 2014 vildi ég fyrst og fremst klára. Hafði ekki sérstök tímamarkmið þó að ég vissi nokkuð nákvæmlega hversu hratt ég myndi fara hvern legg. Var búinn að reikna með 10 klst. og 10 mín. Reyndist vera 10:09:21. Var einnig að spá hvort ég næði að vera í topp 100 í aldursflokknum (topp 33%) og ca. topp fjórðungnum af öllum keppendum. Þetta heppnaðist allt og rúmlega það.

Það sem mig langar til að reyna núna er að vera í topp 10% í aldursflokknum og klára undir 10 klukkustundum. Það myndi þá vera svona: sund 1:05:00, T1 3:44, hjól 5:00:00, T2 3:44, hlaup 3:40:00 eða 9:57:28. Þetta er sami sundtími og síðast, líka skiptitímar. Ég sé fyrir mér aðeins betri hjólatíma, var nokkuð passívur síðast þar sem ég vildi aðallega klára. Einnig aðeins betri hlaupatíma þar sem ég held að ég sé orðinn aðeins sterkari þar fyrir utan auðvitað að mataræðið er allt annað. Nú er ég orðinn 100% fat-adapted sem ég var alls ekki 2014, þannig get ég haldið orkunni mun lengur. Aldurinn vinnur auðvitað ekki með mér og maður sé að meðaltímar í 45-49 eru mun hægari en í 40-44. Ég var líka í afar góðu formi 2014. Það getur auðvitað verið að ég breyti aðeins planinu í aðra hvora átt eftir því hvernig gengur að æfa næstu 4 vikur, en eins og staðan er í dag þá lítur þetta afar vel út.

Einhverjum gæti fundist ég vera hógvær í tímamarkmiðum en það er alveg ljóst að keppnin í Kona er ekkert lík “venjulegum” Ironman. Þó að allar keppnir séu krefjandi bæði í þessari vegalengd og styttri þá er þetta mjög erfitt að mínu mati. Það sem helst má nefna er að sundið er alltaf án neoprenegalla með talsverðum straumum og öldu ásamt miklum troðningi, Flestir keppendur koma uppúr á sama tíma sem gerir mikinn troðning í skiptingum og byrjun hjólaleggs. Hjólabrautin er hæðótt, það er alltaf vindur og mikill hiti. Ég mældi síðast 37°C á hjólinu og mjög rakt. Þetta gerir það að verkum að manni gengur illa að losa sig við hita. Svitinn liggur á manni og gufar ekki upp svo að maður verður að kæla sig stöðugt. Hlaupið er sömuleiðis hæðótt, heitt og rakt.

Þá gæti maður spurt hvað er maður að vilja í þetta í annað sinn? Við því hef ég ekkert gott svar. 😛

Miðaldra kona landar verðlaunasæti!

Birna Íris Jónsdóttir segir frá:

Ég elska þríþraut. Ég  nýt þess að æfa svona mikið,  vera í góðu formi, finnst þessi lífsstíll stórkostlegur og síðast en ekki síst elska ég allt fólkið sem ég hef kynnst í gegnum þetta sport, stórskrýtið og frábærlega skemmtilegt og yndislegt fólk 🙂

Mín aðal keppni þetta árið var hálfur IM í Helsingör, Danmörku 17. júní þ.a. þessi keppni í Almere var í raun bara til að hafa gaman. Planið var að líða vel allan tímann og setja ekki mikla pressu á mig. Við Inga Dís (sem var að fara sinn fyrsta hálfa) ákváðum þetta á vormánuðum og keppnin var í raun valin af handahófi, engin sérstök pæling á bak við valið annað en þægilegt að ferðast þangað og flöt hjólabraut. Það hafði verið smá átak hjá mér að gíra mig upp hugarfarslega og í æfingum eftir keppnina í Helsingör og þegar leið á ágúst fór hausálagið í vinnunni að aukast og púsluspilið með æfingar og átakið við að halda orkunni uppi jókst. En þegar út var komið (á fimmtudegi fyrir keppni, sem var á laugardegi) jókst tilhlökkunin smátt og smátt og ég var farin að hlakka svo mikið til daginn fyrir keppni að ég var eins og barn að bíða eftir jólunum. Inga Dís hló að mér (og smitaðist smá vil ég meina!).

Ég ætlaði að prófa nýtt næringaplan þar sem ég hef verið að fást við magakrampa á hlaupum undanfarna mánuði. Það gerðist m.a. í Helsingör eftir 10k hlaup. Mjög óþægilegt og dregur úr hlaupahraða sem er verulega pirrandi. Næringaplanið var sem sé að sleppa alveg gelum, drekka orkudrykk og borða fasta fæðu, banana og Cliff bar, ef ég kæmi því niður, á hjólinu. Fá mér svo það sem ég hefði lyst á, á drykkjarstöðvunum í hlaupinu.

20180908_181733

Keppnin

Vaknaði kl. 5:30 á keppnisdegi, sturta og morgunmatur kl. 6. Í morgunmat var ristað brauð með smá smjöri og osti en planið var að passa uppá trefjarnar. Komin á keppnissvæðið um kl. 7, setja brúsana og hjálminn á hjólið, pumpa í dekkin. Startið var kl. 8:20.

Sund: Ég á best 32 mínútur í 1900 víðavangssundi (open water)svo ég ákvað að stilla mér upp fremst í 30 – 34 mínútna hólfið (næst-hraðast) í sundstartinu. Þetta var rúllandi start, sem þýðir að 4 – 5 manns stinga sér útí í einu. Þessi staðsetning var góð og ég náði fínu sundi. Ég hafði synt allan sundlegginn deginum áður í rólegheitunum og það sem kom á óvart var að ég var bara örlítið fljótari að synda þetta í keppninni en á æfingunni! Þarf eitthvað að skoða það. Hitastigið í vatninu var fínt, ca. 18°C, það var gruggugt svo auðvelt var að “villast”. Það er svo mikill gróður í þessu vatni að það þarf að slá það fyrir keppni, sem eðlilega þyrlar upp helling af gruggi. Ég náði að hanga í nokkrum tám á leiðinni og fá með því smá draft, en synti líka heimikið sóló. Heildarvegalengdin mín í sundinu var 2043m þ.a. sem þýðir að ég bætti 143m við með því að villasta aðeins og synda út og suður. Sundtími 34:14, meðalpace 1:41/100m, 2. hraðasti sundtíminn í AG

T1 gekk vel. Gallinn var mjúkur og góður, þ.a. ég var snögg úr honum. Hjálmur og númerabelti á hjólinu og ég hljóp með skóna og klæddi mig í þá við hjólið. Tími: 4:05

20x30-CAAQ0892 - CopyHjólið

Ég hugsaði strax um að byrja að ná inn hitaeiningum og byrjaði á orkudrykknum. Svo þegar ég hafði hjólað um 15 – 20k fékk ég mér smá bita af Cliff-bar. Frekar erfitt að koma því niður, en gekk. Missti af því að grípa banana á fyrstu drykkjarstöð en náði því á öllum hinum og það gekk vel að koma bananabitunum niður. Drakk ekki svo mikið af orkudrykknum, bara ca. ½ 750ml brúsa. Það slapp, enda var ekki svo heitt. Í rúmlega 20k þá kemur þessi tilfinning sem ég er viss um að allir þríþrautarnördar finna, zone-a inní geggjaða vellíðan, gæsahúð, hálfgert hugleiðslu alsæluástand. Mér finnst þetta frábær tilfinning 🙂 Þetta ástand hélst í ca. 50k en þá fer þreytan aðeins að láta á sér kræla.

Það var mótvindur allan tímann á hjólinu, sem er alveg galið þar sem hjólað er í hring. Í öllum beygjum var ég að bíða eftir meðvindinum, en nei, áframhaldandi mótvindur. Vegna þessa var hjólaleggurinn frekar erfiður og ég hjólaði töluvert hægar en ég hafði gert í Helsingör.

Það voru margir grannir miðaldra karlar með sterka lærvöðva sem tóku frammúr mér á hjólinu, en ég tók líka frammúr nokkrum slíkum (kudos takk!). Missti 3 konur frammúr en tók líka frammúr 2 eða 3 konum. Hjólatími: 2:46:51, meðalhraði 33,2km/klst, 4. hraðasti hjólatíminn í AG

T2 gekk líka vel. Pissustopp þar sem ég hef ekki enn náð þeim þroska að pissa í miðju sundi, hjóli eða hlaupi 😉 – og mun líklega seint ná þeim þroska! Tími 4:20

20x30-CAAG0381 - CopyHlaup: Nú var aðalspurningin mín hvort maginn myndi vera til friðs og lykilmál fyrir mig að reyna að ná inn hitaeiningum jafnt og þétt. Hafði ákveðið að fá mér samt bara það sem ég hafði lyst á og í þetta sinn var það kókakóla! Drekk aldrei annað gos en sódavatn og hef ekki gert í mjög mörg ár, en á þessum tímapunkti vildi ég kók (og smá vatn)! Fékk mér líka 2 appelsínubita og 1 vatnsmelónubita. Og maginn var til friðs allt hlaupið! Ég notaði svampa og vatt þá yfir hausinn á mér á öllum drykkjarstöðvum, ekki af því það væri svona heitt heldur var það bara hressandi og ljúft. Hlaupið var 3x7k hringir sem hentaði mér ágætlega, fínt að brjóta hlaupið niður með þessum hætti.

Í þríþrautinni þá langar mig alltaf mest til þess að hlaupa eins og manneskja (þ.e. hratt!). Metnaðurinn minn liggur þar, en það hefur ekki gengið alveg eins og mig dreymir um. Ég hefði auðvitað viljað hlaupa þetta hraðar og m.v. æfingar þá átti ég að geta farið þetta á undir 5:00 pace, en meðalpace-ið í þessu hlaupi var 5:10. Hlaupatími: 1:48:29, meðalpace 5:10/km, 4. hraðasti hlaupatíminn í AG

Þetta skilaði mér í 3. sæti í flokki miðaldra kvenna, 45 – 49 ára. Í flokknum voru 41 kona. Ég er alveg í skýjunum með þann árangur. Auðvitað langar mig til að vera fljótari að þessu, fara undir 5 tíma og allt það en þegar ég byrjaði að fikta við þríþraut síðsumars 2015 óraði mig ekki fyrir því að ég yrði nokkurn tíma á þeim stað sem ég er á í dag, hafði hreinlega ekki hugmyndaflug í það. Hélt að ég væri bara að fara að synda, hjóla og skokka létt í frístundum!

20180909_183642
Inga Dís og Birna Íris.

Vonbrigði í Wales

Trausti Valdimarsson segir frá:

Aðdragandinn
Líkja má lífinu við fjallgöngu. Gott er að velja sér hæfilegt fjall og vanda leiðarvalið. Meðfædd bjartsýni mín hefur látið mig dreyma um hæsta tindinn. Hawaii er heillandi eyja og heimsmeistarakeppnin í járnmanni þar er söguleg.

Í fyrra í Kaupmannahöfn var ég 7 sek frá keppnissæti (10:59). Guðjón Karl sonur minn sem hefur smitast af þessari áráttu minni stakk upp á IM Wales. Þar ætti ég meiri möguleika á sigri í mínum aldursflokki, 60-64 ára. Sigurvegari fengi keppnisrétt í Kona. Þetta er afar erfið leið og sérstök með 2500/500 m hækkun en góð tímasetning 9/9/18 og undanfarin ár hefur sigurtími 60 ára verið vel yfir 12 klst. Þeir sterkustu fara hugsanlega frekar í hraðari brautir og auðveldari. Sigurður Nikulásson fór þetta í fyrra og mælti með. Svo við skráðum okkur í sept 2017.

Undirbúningur

Æfingar gengu vonum framar og meiðsli undanfarinna ára voru að mestu til friðs. Ég gat hlaupið 40-60 km flestar vikur og æft allt að 10 stundir á viku. Til að sigra hina 60 ára karlana var stefnan sett á 12 klst en þá þurfti ég líklega að hlaupa maraþonið undir 4 klst. Gekk vel í Fossavatnsgöngunni, Ecco trail 42, Dyrfjallahlaupinu. Rúllaði RM á jöfnum hraða (3:27) með Gutta 3 vikum fyrir Wales. Líka gaman í mörgum hjóla- og öllum 3þrautarkeppnum hér heima í sumar. Góð keppnisreynsla er mikilvæg! Ég hef heldur ekki dottið á hjólinu í 4 ár. Nú átti ekkert að klikka!

wales fjaran
Horft til sjávar í Tenby. Allt er til reiðu fyrir keppnina.

Sjötta september flugum við til Gatwick og tókum lestina til Tenby í Wales. Hótelið var vel staðsett rétt hjá sundleiðinni en gamalt og lúið. Við fengum lítið herbergi á 4. hæð. Lyftan biluð og þröngir stigar. En fólkið í bænum ótrúlega jákvætt og hvetjandi. Svo var skokkað létt um bæinn og niður á strönd fyrsta kvöldið. Vaðið út í volgan sjóinn, ca 17gráður. Líka var hjólað svolítið og reynt að venja sig á að vera vinstra megin því þarna er umferðin rammöfug og það varðar rauðu spjaldi að fara fram úr vinstra megin á leiðinni. Við litum líka á brekkurnar. Þær eru brattar.

Vöruúrval á expóinu var gott og kynnir á keppnisfundi mjög skemmtilegur. “Did I mention the pink bag”? Það þurfti nefnilega að hlaupa allt að kílómetra frá sundinu að skiptisvæðinu í T1 og téður poki var einmitt fyrir hlaupaskó á leiðinni. Gutti fékk gamla Skotta (mitt fyrsta þríþrautarhjól 2008) endurnýjaðan á sýningunni. Sofnaði oft og mætti hress með Gutta kl. 05 í góðan morgunmat. Mæting kl 06 á skiptisvæðið.

wales hjólin
Essið (bláa hjólið) og Skotti gamli (reyndasta hjól landsins) tóku sig vel út á leiðinni á hjólasvæðið.

Gönguferð 2.700 neoprenklæddra furðufugla kl 06:20 í halarófu í gegn um bæinn var frekar hýr að sjá. Öll með bleika pokann í hendi. Mikil stemming í “zic-zac” brekkunni þar sem við hengdum skóna á númeraðan krók. Forsöngvari welska þjóðsöngsins var í sundgalla og fór svo í röðina. Mögnuð stemming þegar sólin kíkti upp úr flóanum og atvinnumenn hlupu úti kl 06:55. Rúllandi start frá kl 07. Ég var enn með Gutta en hann er orðin sterkur sundmaður og fór af stað með hópnum sem áætlaði 65 mínútur í sundið. Ég var bjartsýnn nokkrum mínútum seinna til að ná í gott kjölsog. Sundið er 2 x 1900m með ca 50 m hlaupi á milli. Gott að fá blóð í fótleggina og laga sundgleraugun. Sjórinn var góður og tær. Lítil alda. Meinlausar marglyttur.

wales keppnisáætlun
Mikilvægt er að skipuleggja hvern legg í járnmanni í þaula…

Keppnisáætlunin gekk út á að spara kraftana fyrir síðustu 10 km í hlaupinu. Engin læti. Tókst að vera slakur og hugsa um tækni og “vellíðan”. Synti rúma 4000 skv Garmin að strandarhlaupinu meðtöldu á 1:13 sem var ásættanlegt miðað við álagið. Gutti á 1:05! Sjóriða fyrstu mínúturnar eftir að við komum upp úr. Hlaupið upp Z-brekkuna og að T1 var eins og Í Lækjargötu á gleðigöngu. Engin panik, allt gekk samkvæmt plani. Kom mér í góðan gír á hjólinu. Allir gírar notaðir og oft í lægsta gír í 10-20% halla. Öskrandi áhorfendur voru mikil hvatning í brekkunum en ég reyndi að vera rólegur og spara kraftana. Svo var gefið í á beinu köflunum. Jafn meðalpúls 139/min. Mér leið vel og var farinn að hlakka til að byrja hlaupið. Fékk mér orkubita og drykk eftir 93 km (á 3:11).

Enn ein brekkan upp og ég var rólegur lengst til vinstri. Hleypti framúr hægra megin. Allt í einu birtist gróft malbik eða hola sem ég sá ekki og lenti útaf. Skall á hægri hliðina. Skrámaður og blóðugur en óbrotinn. Áhorfandi studdi mig á fætur og vildi ýta mér af stað en það má ekki og varðar brottvísun úr keppni. Essið mitt virkaði ekki, keðjan var af og föst. Tókst að losa en afturskiptir rakst alltaf í teinana. Þá gekk ég að drykkjarstöð um 1 km til baka. Tókst ekki að laga hjólið…..

Aftur til Tenby

Við vorum þrjú í bílnum sem þurftu að hætta og fengum far til Tenby. Það var mjög sérstakt andrúmsloft í bílnum. “Ekki fara að grenja!” Ég fór á skiptisvæðið og afhenti númer og flögu og fékk sáraþvott og marga plástra (“sárabætur”). Það var ekki skemmtileg lífsreynsla að vera sjúklingur því ég er óvanur því. Verð að hrósa starfsfólki og ótal sjálfboðaliðum fyrir umhyggju og góðmennsku. Hugsaði til lífsreglu Pollyönnu. Heppinn að fá að vera áhorfandi. Gaman að fá að hvetja Gutta og alla hina. Ákvað að vera ekki fórnarlamb. Brosa gegnum tárin.

Mikil gleði í verðlaunaathöfninni mánudagsmorgun. Góðir Gíslar stýrðu fjörinu. Sigurvegari 60-64 ára kláraði á 12:03 með hlaupi á 4:04. En hann afþakkaði Kona sætið og 12:19 dugði!

wales eftir keppni
Í fullum herklæðum, albúnir í næstu þraut.

Lífið heldur áfram. Sárin gróa fljótt. Fjallið er þarna ennþá og ég er ekki af baki dottinn.

 

Ískuldi í Austurríki

Dagný Jónsdóttir segir frá:

Vegferð byrjandans

Ég byrjaði að æfa þríþraut með Ægi 3 fyrir tæplega ári síðan og var með ágætis íþróttabakgrunn þegar ég hóf að æfa. Ég var í 10 ár í sundi sem krakki en eins og flestir sundkrakkar hafði ég ekki farið í laugina síðan ég hætti, eða í 13 ár! Ég hafði líka verið að hlaupa mér til skemmtunar og til að halda mér í formi en ekkert af neinni alvöru. Þegar ég byrjaði í þríþrautinni var ég því ágæt í sundi og hlaupi en annað mátti segja um hjólið, ég hafði lítið sem ekkert hjólað og þegar ég mætti á fyrstu hjólaæfinguna átti ég ekki einu sinni smellu pedala og Trausti Valdimars fór að benda mér á hina og þessa aukahluti sem ég þyrfti nú að losa mig við af hjólinu ef ég ætlaði alvarlega að íhuga að vera í þessu sporti, „ekki nógu aero sjáðu til.“

Þegar ég var búin að æfa í mánuð með Ægi 3 fór ég á árshátíð félagsins þar sem Einar Sigurjóns, þá nýkominn heim í keppnisvímu frá Ironman Barcelona, hélt yfir mér fræga eldræðu um að ég yrði að skrá mig í keppni og það strax! Það þýddi nú ekkert að vera að bíða með þetta og ég kynni nú að synda og þá væri þetta bara komið.

Þar sem ég er einstaklega óþolinmóð að eðlisfari þá vissi ég að ég væri ekki að fara að hafa þolinmæði í að stunda þríþrautina af miklum krafti nema að fara að ráðum Einars og skrá mig í keppni sem fyrst. Upp úr áramótum byrjaði ég að skoða keppnir sem gætu mögulega hentað mér og meðal annars hálfan járnkarl í Barcelona í maí. Ég hins vegar hafði litla sem enga reynslu á því að hjóla úti, aðeins innihjólum, þannig ég ákvað frekar að finna keppni í lok sumars til þess að geta nýtt sumarið í að bæta mig á hjólinu. Þegar ég sá keppnina í Zell am See í austurrísku Ölpunum var ekki aftur snúið, ég var gjörsamlega heilluð af brautinni, Alpar, ferskvatn, brekkur, Wiener Schnitzel. Gat ekki klikkað.. eða hvað?

Eftir mikla hvatningu frá Andra kærastanum mínum lét ég verða af því að skrá mig. Þetta var í janúar og keppnin var 26. ágúst, þannig ég hafði nægan tíma til að æfa. Ég tók aðeins eina keppni áður en ég fór út og það var ólympíska þríþrautin á Laugarvatni. Þar var ég svo heppin að það fór nánast allt úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis. Ég hafði aldrei synt í open water af viti þannig ég fór bara sikk sakk, sundgleraugun í móðu og ég staurblind, silicon eyrnatapparnir  sem ég synti með voru gallaðir og bráðnuðu inn í eyrun á mér þannig ég þurfti að leita til læknis eftir keppni… já ég hjólaði og hljóp með eyrnatappa fasta í eyrunum! Það var síðan einhver galli á brúsanum á hjólinu sem leiddi til þess að það kom enginn vökvi úr honum. Geggjaður lærdómur!

Annars gengu sumaræfingarnar mjög vel, ég mætti á nánast allar æfingar og lagði mig 100% fram til að ná markmiðinu. Andri skipulagði fyrir okkur ferð í frönsku Alpanna rúmum mánuði fyrir keppni þar sem ég gat vanist því að hlaupa og hjóla í alpaumhverfinu sem myndi bíða mín í keppninni. Sú ferð gerði kraftaverk fyrir mig á hjólinu en ég kom til baka mikið öflugri hjólari en áður og allt leit mjög vel út fyrir keppnina.

Þremur vikum fyrir keppni þegar mér fannst ég loksins vera komin í nógu gott form losnaði á mér önnur hnéskelin á hjólaæfingu. Eftir það gat ég ekki hjólað í meira en 20 mínútur án þess að byrja að gráta af sársauka (já, alvöru tár í gangi), en af einhverjum ástæðum fann ég ekkert fyrir þessu af viti þegar ég var að hlaupa. Ég fór bæði til hnykkjara og læknis og 10 dögum fyrir keppni sögðu þeir báðir það sama: „það er kraftaverk ef þú nærð að klára þessa keppni í þessu ástandi“.

Eftir miklar vangaveltur ákvað ég samt sem áður að kýla á keppnina og stilla markmiðin mín niður í það að ná bara að klára, enda yrði það kraftaverk í sjálfu sér. Ég synti því nánast einungis fram að keppni og hljóp í vatni til að spara álag á hnéð fyrir keppni.

Keppnin

Þegar við komum til Zell am See var glampandi sól og 30 stiga hiti. Ég prófaði vatnið fyrsta daginn og fékk hamingjukast, besta „open water“ aðstaða sem hugsast gæti! Vatnið hlýtt og tært, glampandi sól og Alparnir í kringum vatnið. Geggjað!

2
Prófaði sundbrautina í Lake Zell fyrsta daginn, þá var bongóblíða

Hamingjan entist ekki mjög lengi en daginn eftir fór að rigna mikið og samtímis að snarkólna. Á keppnisfundi deginum fyrir keppni kom fram: „this will be the wettest and coldest Ironman ever, so you better be prepared“. Sem Íslendingur sem hefur komist í gegnum 15 m/s og haglél á TT-hjóli var ég bara nokkuð brött við þessar fréttir, gott forskot á hitabeltisliðið. Ég var þó engan veginn með föt fyrir þessar aðstæður og þurfti því að versla vetrarföt fyrir hjólið, það var ansi takmarkað úrval á svæðinu og það seldist allur vetrarklæðnaður upp á stuttum tíma. Ég fór með hjólið og hjólafatapokann á skiptisvæðið en gat rosalega lítið gert. Það var grenjandi rigning (11 mm) þannig það gekk ekkert að líma gelin eða neitt slíkt, svo fékk fatapokinn að hanga þarna yfir nóttina og ekkert sló af rigningunni.

3
Ég og Andri í Ironman Village, hefði ekki getað fengið betri stuðning en frá honum bæði í aðdraganda keppninnar og á staðnum.

Á keppnisdag mætti ég á skiptisvæðið og það var bara flóð af vatni yfir öllu, þá var búið að rigna stanslaust í 2 sólarhringa og hitinn á bílnum um morguninn sýndi 5 gráður. Ég var að fara að líma gelin á hjólið þegar maður labbar upp að mér og segir við mig „Bike has been cancelled“. Það var víst ófært hluta af hjólaleiðinni vegna snjókomu. Ég sá myndir af brautinni og það var bara allt hvítt og hitinn sýndi 2 gráður á þessum stað. Ég fékk að taka hjólapokann minn til baka og allt sem var í honum var bara gegnblautt og ískalt, ég hefði ekki getað hugsað mér að hjóla í þessum fötum!

4
Mynd sem tekin var af brautinni á keppnismorgun. Þessi hluti af brautinni var uppi á fjalli en brautin fór 13 km upp og síðan beint niður með fimm 90 gráðu beygjum og því stórhættuleg í þessum veðurskilyrðum

En jæja, keppninni var frestað um 2 klst og ég þurfti að breyta um keppnisstrategíu. Ég ákvað bara að keyra vel á sundið og svo átti ég ársgamlan hálfmaraþontíma sem mig langaði til þess að bæta. Ég ætlaði að fara með fremsta hóp í sundinu en það var einhver smá misskilningur með merkingar á svæðinu þannig ég held ég hafi farið með fremstu mönnum í næsthraðasta hópnum. Það fór því mikil orka í sundinu í að hægja á sér vegna umferðar og taka fram úr hægara sundfólki. Það setti vissulega strik í reikninginn en ég var með fremstu konum upp úr sundinu sem var ánægjulegt, 7. sæti í mínum aldursflokki af tæplega 100 en sundið tók 32 mínútur.

7

Skiptingin.

Skiptingin gekk vel, engir fastir eyrnatappar og þá voru allir góðir! Ég vildi ekki setja of mikinn fókus á að hugsa bara um tíma heldur njóta líka umhverfisins, þá sérstaklega þegar keppnin var stytt svona mikið fannst mér nauðsynlegt að taka mér smá tíma til að vera á staðnum. Ég stoppaði við á öllum drykkjarstöðvum og prófaði allt sem til var, þetta var eins og skemmtileg smakkferð á hlaupum. Skyndilega heyrði ég einhvern hlaupara hrópa á mig á brautinni „Dagný Jónsdóttir, Ísland“. Þá hafði ég tekið fram úr Soniu Askenazy, sem var þarna að keppa fyrir Ísland líka, dóttur Vladimirs Askenazys aðalheiðursstjórnandi Sinfoníuhljómsveitar Íslands. Ég spjallaði smá við hana en hún skipaði mér nú bara eftir smá stund að fara að hlaupa áfram á mínum hraða.

Eftir um 14 km af hlaupinu fór ég að finna verulega fyrir meiðslunum, hvert skref var mjög sársaukafullt og það hægðist nokkuð á mér. Ég sá að ég var nú þegar að fara að klára þetta hlaup undir mínum besta hálfmaraþontíma þó ég myndi hægja á mér, en keppnishausinn sagði mér að bæta tímann almennilega þannig að ég harkaði mig í gegnum þetta. Ég kom í mark á 1 klst. og 44 mínútum og hafði þá bætt ársgamlan hálfmaraþontíma um heilar 5 mínútur. Nokkuð sætt! Greinilega nóg inni fyrir stakt hálfmaraþon!

Niðurstaða

Heildartími fyrir bæði hlaup og sund var 2:22:04 sem gaf mér 18. sætið af tæplega 100 í mínum aldursflokki. Þrátt fyrir að vera smá svekkt að ná ekki að klára heila keppni þá var virkilega gaman að fá að sjá hvað ég stóð ofarlega í þessum greinum í alþjóðlegri keppni. Það gefur manni góðar forsendur til þess að halda áfram á sömu braut.

Það var mér nokkuð ljóst á hlaupinu að dæma að ég hefði líklega ekki náð að klára heila keppni vegna meiðslanna, eða klárað með miklum þjáningum og harki þannig eftir á að hyggja var það lán í óláni að hjólið hafi verið flautað af. Það var því vissulega kraftaverkið sem ég þurfti til að klára keppnina!