Eins og öllum má ljóst vera þarf nýliðun í þríþraut eins og í öðrum greinum. Þetta framtak Bjarka Freys hefur að sögn ekki fengið nægilega góðar undirtektir því einn unglingur mun hafa mætt á kynningarfundinn. Betur má ef duga skal.
Fyrsta þríþrautarþing Þríþrautarsambands Íslands
Fyrsta þríþrautarþing Þríþrautarsambands Íslands var haldið í dag í húsnæði ÍSÍ að Engjavegi 6.
Hafsteinn Pálsson var þingforseti og Jón Oddur Guðmundsson þingritari.
Hákon Hrafn Sigurðsson – stjórn (til tveggja ára)
Sarah Cushing – stjórn (til tveggja ára)
Rannveig Guicharnaud – stjórn (til eins árs)
Kristín Laufey Steinadóttir – stjórn (til eins árs)
Jón Oddur Guðmundsson – varastjórn (til eins árs)
Gylfi Örn Gylfason – varastjórn (til eins árs)
Bjarki Freyr Rúnarsson – varastjórn (til eins árs)
Við bjóðum nýja stjórnarmenn velkomna á sama tíma og við þökkum fráfarandi stjórnarmönnum, Steffi Gregersen, Rúnari Erni Ágústssyni, Stephen Patrick Bustos og Jóni Sigþóri Jónssyni fyrir þeirra framlag í þágu Þríþrautarsambands Íslands.
Þríþrautarsamband Íslands auglýsir eftir fólki í stjórn
Þríþrautarþing árið 2018 fer fram laugardaginn 24.mars næstkomandi kl. 13:00 í húsi ÍSÍ að Engjavegi 6.
Þríþrautarsambandið auglýsir eftir fólki til að gefa kost á sér í stjórn Þríþrautarsambands Íslands, áhugasamir hafi samband á info@triathlon.is fyrir miðnætti föstudaginn 23.mars 2018
Keppnisdagskrá 2018
13. maí
Ofur-sprettþraut í Kópavogi – Breiðablik
27. maí
Hálf Ólympísk (sprettþraut) í Hafnarfirði – SH
2. júní
Götuþríþraut Eskifirði (ofur-sprettþraut og olympísk)
24. júní
Ólympísk þríþraut Laugavatni Íslandsmót + ½ Ólympísk – Ægir
25. ágúst
Ofur-sprettþraut í Reykjanesbæ – UMFN
1.september
Þríþraut Craft – Ísafjörður (700 m/17 km/7 km)
Guðlaug Edda 3. á ETU Norðurlandameistaramótinu í sprettþraut
Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarkona úr Ægi, endaði fyrr í dag í þriðja sæti á Norðurlandameistaramótinu í þríþraut sem fram fór í Fredericia, Danmörku. Keppt var í sprettþraut sem samanstendur af 750 metra sundi, 20 km hjóli og loks 5 km hlaupi.
Guðlaug byrjaði af krafti og kom fyrst upp úr sundinu sem skilaði henni í lítinn en sterkan fjögurra kvenna hjólahóp. Í hópnum mátti sjá þversnið af bestu þríþrautarkonum á Norðurlöndunm en í hópnum voru tveir Danir og Svíi, ásamt Guðlaugu. Hópurinn vann vel saman og þegar kom að hlaupinu var þessi hópur kominn með meira en mínútu í forystu á næstu konur. Guðlaug fór vel af stað í hlaupinu og var önnur lengst af í harðri keppni og náði hún að tryggja sér bronsverðlaun og verða þar með fyrst Íslendinga til að ná í medalíu í meistaraflokki hjá ETU (European Triathlon Union). Frábær árangur hjá þessari ungu og efnilegu þríþrautarkonu. Sigurður Örn Ragnarsson, þríþrautarmaður úr Breiðablik, keppti einnig í dag í sömu keppni og varð í 19. sæti í meistaraflokki karla.
Guðlaug var hæst ánægð með þessi úrslit en hún er búin að glíma við veikindi síðustu tvær vikur. Það er búið að vera mikið að gera hjá henni sumar en fyrir tveim vikum setti hún brautarmet í 10 kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoninu, og náði að auki þriðja besta hlaupatíma íslenskra kvenna frá upphafi í götuhlaupi. Þrátt fyrir keppnir síðustu vikna er lítill tími fyrir hvíld en hún heldur af stað á mánudaginn í æfingarbúðir í Portúgal sem er þáttur í undirbúning fyrir HeimsmeistaramótU23 sem fer fram í Rotterdam, Hollandi eftir tvær vikur.
ITU/ETU viðmið
Stjórn ÞRÍ hefur sett eftirfarandi viðmið í afreksstefnu sína.
Til að keppa í ETU/ITU keppnum í meistarflokki (elite) þarf einstaklingur að standast eftirfarandi lágmarkstíma í sundi og hlaupi:
Hlaup karlar: 5 og 10km: 16:00 og 32:50 og 33:15 sem lágmark.
Hlaup konur: 5 og 10km: 18:40 og 38:10 og 39:30 sem lágmark
Sund karlar: 800m/1500m sundlaug: 9:20 og 17:50 og 18:30 sem lágmark.
Sund konur: 800m/1500m sundlaug: 9:50 og 18:30 og 19:40 sem lágmark.
Dæmi: Karl hleypur 10km á 33:00 og þarf þá að synda á 17:40.
Kona sem hleypur 10km á 37:00 má vera 19:40 að synda 1500m.
Reglur og viðmið fyrir HM í ólympískri vegalengd í Rotterdam 14.-17. september 2017
The following information outlines the selection policy and criteria for age group athletes into the Icelandic World Championship Triathlon Team to Rotterdam, 2017.
Selection is based primarily on two key aspects:
- Eligibility of athletes, and
- Race qualification standards
The nominated selection event is the Iceland Olympic Distance National Championship Laugarvatn, Sunday 18 June 2017. All athletes wishing to gain selection must complete a Selection Nomination Form within seven days of the qualifying race. The deadline is 18:00 on Sunday 25 June.
Eligibility criteria. You must on selection race day:
- Be a citizen or permanent resident of Iceland – or have lived continuously in Iceland for two years, hold an Icelandic kennitala, and not have represented another country within the last 12 months
- Be a current member of an Icelandic affiliated triathlon club
- Have a good relationship with the Icelandic Triathlon Federation
Race qualification standards:
- Finish within 20% of the gendered age group winner’s time
- Finish within the number of allocated slots (based on age group finished position)
Overseas based Icelanders
If circumstances prevent the athlete from travelling to Iceland to attend the selection event, they may still be considered for special circumstance selection. However, the following must apply:
- Must be a citizen of Iceland
- Must complete the selection application within seven days of the Iceland selection event
- Membership of an Icelandic triathlon club is encouraged, but not compulsory.
Special circumstances
Consideration will be given to athletes who are unable to compete in (or finish) the selection event. Any special circumstances selection is at the selection committee’s discretion.
This includes athletes who:
- Have entered the selection event and their performance was adversely affected by illness / injury / mechanical problems
- Are unable to compete at the selection event due to health / surgery / other extenuating circumstances.
If you have any questions relating to the above policy, please contact the Age Group Team Manager, Sarah Cushing at info@triathlon.is
FORMAL POLICY (link to pdf version)- Selection_Policy_and_Criteria_2017
Uppfærðar keppnisreglur ÞRÍ
Hákon Hrafn Sigurðsson sigrar sinn aldursflokk í meistarmóti
Challenge mótaraðarinnar í Samorin í Slóvakíu.
Nú um helgina fór fram í Samorin í Slóvakíu meistaramót Challenge-mótaraðarinnar í hálfum járnmanni (middle distance) þar sem þríþrautakarlar og konur í verðlaunasætum frá mótum liðins árs etja kappi. Syntir voru 1900 metrar, hjólaðir 90 kílómetrar og hlaupið hálft maraþon.
Meðal keppenda voru 15 Íslendingar, sem unnu sér keppnisrétt í Challenge Iceland 2016 og náðu góðum árangri í Slóvakíu í dag þrátt fyrir steikjandi hita.
Hákon Hrafn Sigurðsson úr Breiðabliki sigraði í flokki karla 40-44 ára og varð í 25. sæti yfir heildina, skammt á eftir atvinnumönnum í þríþraut. Tími hans var 4 klukkustundir, 14 mínútur og 10 sekúndur.
Ragnar Guðmundsson varð í 3 sæti í aldurshópnum 45-50 ára á tímanum 4 klukkustundir, 30 mínútur og 27 sekúndur.
Hjördís Ýr Ólafsdóttir úr 3SH náði besta tíma á vegalengdinni sem íslensk kona hefur náð, eða 4 klukkustundir, 56 mínútur og 49 sekúndur. Hjördís varð einnig fjórða í aldursflokknum 35-39 ára.
Hákon Hrafn Sigurðsson, Breiðablik til vinstri sem sigraði aldursflokk karla 40-44 ára og Ragnar Guðmundsson sem varð í 3 sæti í aldursflokknum 45-50 ára.
Vefur Þríþrautarsambands Íslands er í vinnslu
Við bendum á facebook síðu okkar á meðan https://www.facebook.com/triathlon.is/