Hákon Hrafn Sigurðsson sigrar sinn aldursflokk í meistarmóti

Challenge mótaraðarinnar í Samorin í Slóvakíu.

Nú um helgina fór fram í Samorin í Slóvakíu meistaramót Challenge-mótaraðarinnar í hálfum járnmanni (middle distance) þar sem þríþrautakarlar og konur í verðlaunasætum frá mótum liðins árs etja kappi. Syntir voru 1900 metrar, hjólaðir 90 kílómetrar og hlaupið hálft maraþon.

Meðal keppenda voru 15 Íslendingar, sem unnu sér keppnisrétt í Challenge Iceland 2016 og náðu góðum árangri í Slóvakíu í dag þrátt fyrir steikjandi hita.

Hákon Hrafn Sigurðsson úr Breiðabliki sigraði í flokki karla 40-44 ára og varð í 25. sæti yfir heildina, skammt á eftir atvinnumönnum í þríþraut. Tími hans var 4 klukkustundir, 14 mínútur og 10 sekúndur.

Ragnar Guðmundsson varð í 3 sæti í aldurshópnum 45-50 ára á tímanum 4 klukkustundir, 30 mínútur og 27 sekúndur.

Hjördís Ýr Ólafsdóttir úr 3SH náði besta tíma á vegalengdinni sem íslensk kona hefur náð, eða 4 klukkustundir, 56 mínútur og 49 sekúndur. Hjördís varð einnig fjórða í aldursflokknum 35-39 ára.

Hákon Hrafn Sigurðsson, Breiðablik til vinstri sem sigraði aldursflokk karla 40-44 ára og Ragnar Guðmundsson sem varð í 3 sæti í aldursflokknum 45-50 ára.