Félög og fróðleikur

Þríþrautarsamband Íslands

er yngsta sérsamband ÍSÍ. Á vegum ÞRÍ starfar útbreiðslu-og fræðslunefnd. Þessi síða er á vegum nefndarinnar og er ekki opinber síða sambandsins.

 

Stjórn ÞRÍ:
Halldóra Gyða Matthíasdóttir, forseti
Hákon Hrafn Sigurðsson
Sarah Cushing
Rannveig Guicharnaud
Kristín Laufey Steinadóttir
Varamenn: Jón Oddur Guðmundsson, Gylfi Örn Gylfason og Bjarki Freyr Rúnarsson

Starfsmaður ÞRÍ:
Hákon Jónsson

Tölvupóstfang:
info@triathlon.is

Þríþrautarfélög á Íslandi.

Kjósarþrautin
Kjósarþrautin 2018. Á bátnum er Sigurður Örn, stigameistari ÞRÍ. Í vatninu eru vaskir keppendur. Þeim varð ekki kalt.

3SH

3shmyndkrakkaþraut
Krakkaþrautin 2018 þótti takast sérlega vel. Hér fylgir fv. formaður félagsins dóttur sinni af skiptisvæðinu.

Kynningarfundur verður haldinn 11. sept. Þar verður sagt frá þjálfurum vetrarins, framtíðarplönum og almennu stuði í starfseminni.

3SHfundur
Myndarlegasta fólkið í Hafnarfirði!

3SH syndir í Ásvallalaug þrisvar í viku. Laugin er nýmæld og er sléttir 50 metrar á lengd. Hjólað er á wattahjólum við dúndrandi tónlist þegar kólna fer og hlaupið úti þess á milli. Þrautreyndir þjálfarar halda öllum við efnið.

Ægir

Ægirkynningmynd
Á myndinni eru nokkrir Ægisfélagar. Það er ekki skylda að eiga blautbúning til að mæta á æfingar. Það kemur bara síðar, ef vill 😉

Kynningarfundur er 6. sept.

Æfingatafla Ægis:

ÆfingataflaÆgir

Hvað kostar að æfa hjá Ægi? Allt um það hér.

Skriðsundsnámskeið Ægis hefst 17. sept.

skriðsundægir
Viltu læra skriðsund hjá Ægi? Nóg vatn í lauginni og þjálfari á bakkanum.

3N

3nlogo

Kynningarfundur 3N verður 11. september og þar segir frá öflugu starfi, æfingum, gjöldum og þjálfurum.

3Nvetur

3næfingatafla
3Vest

craftþrautinmynd
Á myndinni eru hressir keppendur hjá 3Vest í Craftþrautinni 2017.

Craftþríþrautin er 1. september. Þar er fjörið!

Þríþrautarfélag Norðurlands

Það verður sundæfing hjá Oðinn i samstarfið við UFA Eyrarskokk. Hugmyndin er að bjóða uppá 2x í viku áfram á þri og fim kvöldum 19.30-20.30. Svo eru hjólaæfingar hjá HFA og gonguskiði i fjallinu.

 
Þríkó-Breiðablik

breiðablikmynd
Við í Breiðablik erum að setja saman svona hóp fyrir veturinn með skemmtilegum æfingum (4-5x í viku). Verið með!

 

Kynningarfundur Í dag kl. 20:00 · Breiðablik Dalsmári 5, önnur hæð, 201 Kópavogur