Ég ætlaði aldrei í járnið

Stefán Örn Magnússon segir frá:

Bjór, af því að engin góð saga byrjar á salati. Ég sat með nokkrum félögum mínum í desember í fyrra og sötraði bjór þegar einn þeirra nefnir að þeir séu búnir að skrá sig í Ironman í Barcelona haustið 2018, ég varð verulega hissa á þessu þar sem þessi hópur á ekki langa afrekaskrá í þríþraut, reyndar enga, sumir áttu jafnvel ekki hjól né hlaupaskó. Ég varð strax mjög spenntur og hugsaði sem svo að ef að þeir gætu þetta þá gæti ég þetta líka og í raun yrði að fylgja þeim í gegnum þetta ferli. Skráning staðfest tveim dögum síðar.

Forsagan.

Árið 2011 byrjaði Nanna konan mín að taka þátt í þríþraut sem hluti af hópefli á þáverandi vinnustað hennar. Hún kolféll fyrir sportinu og var fljótlega kominn í hóp kvenna sem Karen Axels og Vignir ætluðu að koma í gegnum hálfan Ironman í Hafnarfirði 2012, þessi hópur var nefndur Hálfsystur og átti eftir að gjörbreyta lífi Nönnu og mínu árin á eftir.

Ég horfði á eftir henni sökkva sér í þetta og gjörbreytast sem manneskja, ég hreifst með og var fljótlega farinn að hjóla líka, ég hafði skokkað mér til heilsubótar með Stjörnunni og var í ágætis hlaupaformi þegar ég byrjaði að hjóla og fannst það hrikalega gaman. Við skráðum okkur svo í 3SH haustið 2012, þar var frábær félagsskapur og var mér kennt að sökkva minna í sundinu og að stunda skipulegar æfingar, Ég var nokkuð duglegur í þessu en aldrei óraði mér fyrir að Ironman yrði nokkurntíman á dagskrá.

1377607_10200719414243498_450055046_n

Ég var alveg hættur að æfa 2015 þegar við vorum fyrir tilviljun stödd í Barcelona sömu helgi og Ironman Barcelona var haldin það árið, við þekktum þó nokkra íslendinga sem voru skráðir til leiks og rifum okkur upp langt fyrir allar aldir til að fara og sjá þessa “sjúklinga” fremja verknaðinn. Í lok þessa dags sáum við seinustu keppendur skakklappast á síðasta hring í marathoni eins og það væri búið að gera í buxurnar og þá sagði ég við Nönnu að þetta skildi ég aldrei gera.

Ferlið.

Ég vissi að ef ég ætlaði að eiga séns í að klára þetta dæmi yrði ég að skrá mig í góðan klúbb, ég er svo lánsamur að búa tveim húsum frá sundlaug Kópavogs og lá því lóðbeint við að skrá sig í Breiðablik, ekki skemmdi fyrir að þar mætti maður frábærum hóp af þjálfurum og iðkendum sem gerðu æfingar skemmtilegar. Ég kom inn í mitt æfingartímabil hjá Blikum og var því dálítið á skjön við programið þeirra, þau voru búin með grunn tímabilið sem mér fannst algjört möst að taka af skynsemi til þess að minnka líkur á meðslum við að fara of bratt af stað. Ég keypti mér því 32 vikna æfingaáætlun á Training Peaks sem var sér sniðið fyrir Ironman Barcelona, það reyndist mér frábærlega að styðjast við það fram að 12 vikum fyrir keppni, þá tók við gríðarlega metnaðarfull áætlun frá Viðari Braga sem ég notaði sem viðmið en hlustaði alltaf vel á líkamann til að forðast meiðsl og þreytu og hvíldi ef mér fannst annað hvort gera vart við sig meira en góðu hófi gegndi. Ég var búinn að gera mér nokkuð góða grein fyrir að ég myndi ekki ná að vinna mótið og voru æfingar því meira miðaðar við að fara í gegnum þetta meiðsla laus og að njóta æfinga og keppni.

Til þess að auka á stemninguna skipti ég um vinnu í apríl og var mjög erfitt að halda sér við efnið í æfingum með því aukna álagi sem fylgdi því að byrja að vinna á nýjum vinnustað.

Veðurguðirnir gerðu líka allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir æfingar og var ég við það að bugast seinnipartinn í júní þegar tvöhundraðasti sunnudagurinn í röð var með rigningu og roki á langri hjólaæfingu, þrír til fjórir tímar á hjóli í svona veðri aftur og aftur eru bara ekkert skemmtilegir, nema að maður sé eitthvað bilaður sem ég er sem betur fer smá.

Ég tók þátt í eins mörgum keppnum og ég kom við og var sú reynsla ómetanleg þegar á hólminn í Barcelona var komið. Þar skiptu sundkeppnir í opnu vatni mestu máli enda reynslan minnst þar, Urriðavatnssundið og Viðeyjarsund stóðu þar hæst, að þeim loknum þá vissi ég að ég kæmist þetta.

Frá ármamótum og fram að keppni lagði ég rétt tæpa 3000 km að baki á hjólinu, hljóp 825km og synti rúma 95km, það tók mig um 250 klst að fara þessa km á 200 æfingum. Ég í raun gerði lítið annað en að vinna, æfa og keppa þetta árið.

Ég var feginn að hafa borið þetta undir Nönnu áður en ég skráði mig því að hún bar hitan og þungann af öllu heimilishaldi og leyfði mér að vera prinsessan sem var að fara keppa allt þetta ár, án hennar hefði ég ekki getað þetta.

Keppnin sjálf.

Satt best að segja þá var keppnin sjálf minnsti parturinn af þessu og í raun auðveld og skemmtileg, æfingar höfðu skilað sér og ég var tilbúinn.

sund

Ég játa að ég var ansi lítill í mér þegar ég stóð í sund startinu um morguninn og horfði á öldurnar berja á þeim sem fóru útí á undan mér, þetta var rosalegt og skolaði sumum tvisvar til þrisvar til baka áður en þeir komust út.

Maggi félagi minn stóð þarna með mér og hann sagði “iss þetta verður aldrei vesen” einkunnarorð hans sem róuðu mig mikið og reyndust að sjálfsögðu sönn. Það höfðu greinilega ekki allir heyrt í honum því fleiri tugum ef ekki hundruðum reyndist sundið ofviða og voru sóttir af lífvörðum og skutlað í land. Margir fóru aldrei útí.

Við Maggi fórum óvænt nokkuð samhliða í gegnum keppnina, það var hrikalega gaman að rúlla þetta saman og njóta allan tímann.

Lykilinn af vellíðan í svona keppni er jákvætt hugarfar, næra sig og vökva nóg á hjólinu og vera uppi með kassann í hlaupinu. Pissa reglulega á sig og éta sölt eins og smarties var að reynast mér vel.

Stuðningsliðið okkar stóð sig frábærlega og öskrin í Nönnu minni bárum mig áfram í gegnum erfiða kafla, ég ákvað strax á hjólinu þegar ég heyrði köllin í Nönnu á eftir mér þegar ég var að rúlla af stað út úr Calella í 90 km hring þar sem maður þekkti engan stuðningsmann að öll hvatning sem ég fengi á leiðinni yrði tekið sem hvatning frá Nönnu, það var æðislegt að “sjá” hana svona oft í hringnum.

43392935_10216574345732902_3735887060867743744_n

Það var mikið af íslenskum fánum í hlaupa brautinni og var ómetanlegt að fá stuðninginn frá þeim sem og öllum öðrum sem hvöttu mann áfram af mikilli ákefð.

Það var algjörlega ólýsanleg tilfinning að hlaupa inn eftir rauða dreglinum og klára þetta verkefni í vellíðan og algjörri alsælu, gerði þetta allt þess virði og ég mun endurtaka leikinn.

Screen Shot 2018-10-14 at 15.35.42

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s