Kátt í Kjósinni

Þríþrautarfélögin á suðvesturhorninu héldu sameiginlega hálfólympíska þraut við Meðalfellsvatn í Kjós í dag við kjöraðstæður og þar var glatt á hjalla eins og meðfylgjandi myndir sýna.

IMG-1765
Vatnið þótti þægilega volgt, 13 gráður og keppendur þyrptust út í til að bleyta sig og venja sig við. Rásmarkið var við baujuna sem sést vinstra megin á myndinni.

En engin keppni er án starfsmanna sem bera hitann og þungann af skipulagi, undirbúningi og framkvæmd og þessi fríði hópur var mættur til starfa.

IMG-1763

Þríþraut er fjölskyldusport og tengslanetið lá víða. Margir höfðu meðferðis börn og skyldmenni og fulltrúar stórfjölskyldu Trausta Valdimarssonar voru í sólskinsskapi eftir keppnina.

IMG-1766

Og svo var komið að verðlaunaafhendingu. Hér eru allir sem fengu medalíu um hálsinn. Öll úrslit er að finna hér. Seinna verður bætt við myndum sem hirðljósmyndari ÞRÍ tók. Hákon Hrafn sigraði í opnum karlaflokki, Sigurður Tómas var annar og Ólafur Magnússon þriðji en Rannveig kom fyrst í mark í kvennaflokki, síðan Birna Íris og þá Steffi Gregersen.

IMG-1771

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s