Guðjón Karl segir frá:
Ég finn að líkami og sál er búið að jafna sig eftir Ironman Barcelona, nú þegar tíu dagar eru frá keppni. Ég er byrjaður að lyfta létt og hjóla og hlaupa.
Ég veit um marga sem fylgjast með kallinum og fá hugmyndir og þess vegna er við hæfi að deila nokkra ára reynslu af árlegri þátttöku í heilum járnmanni.
Hvíld er góð
Sjálfur var ég agaður í að hvíla þol og högg á liði 2x per viku alveg frá Ironman Wales og er því meiðslalaus í dag. Hvíldi og hvíla nánast alltaf annan helgardaginn allt árið. Fann líka hvað það hentaði betur að synda bara 1 x í viku, einnig voru axlir og lendhryggur töluvert betri í kjölfarið. Þannig sleppti ég alveg morgun (hóst) æfingum í miðri viku alveg í heilt ár og mun gera slíkt fram að Ironman South Africa.
Ég æfði að venju 10 klst per viku frá IM Wales og fylgdi bara mínu eigin programmi sem ég bjó til fyrir hvern mánuð og hverja viku. Þannig var fjölbreytnin mikil. Æfði 3-4 x per viku múrsteinshlaup allt árið, tók þátt í maraþoni í april og Reykjavíkurmaraþoni í Ironman æfingaprogrammi og fannst mér það alveg vel við hæfi.
Ég gat sparað tíma með því að lyfta ekki í ræktarsal en get og gerði viðeigandi styrkjandi æfingar í lok hvers vinnudags á stofunni ca 3-4 x per viku, 10 mín í senn.
Tölur frá Barcelona
Árangurinn í Ironman Barcelona var 65 mín sund eða 1,44 min/100m og vel sáttur við það. Hefði farið sub 5 klst í hjólaleggnum ef ég hefði ekki lent í vægum árekstri eftir 56km. Var mjög ánægður með 5,01 klst enda hjólaði ég mest 4 klst á æfingu og 4x 3klst. Fann mikinn mun eftir bike fit hjá Bikefit Sigga og engin óþægindi á hjólinu. Viljandi rétti ég úr mér í racer stöðu per 5 mín og fór í TT stöðuna á 5 mín fresti. Hjólaleggurinn og frjálslegar draftreglur í járninu í Barcelona bjóða uppá þetta.
Pínu vonbrigði með hlaupalegginn eða 4,16 klst en þetta er samt bara sæmilegur tími m.v. vaxandi aldur og brjóskrof í lendhryggnum. Gleymdi líka harðfisknum á T2 og brúsarnir með GU roctane mixinu hurfu þegar datt á hjólinu og því var bara kolvetni og steinefni í Enervit Iso drykk í ca 120 km á hjólinu. Tankurinn var því ansi tómur þegar ég byrjaði að hlaupa.
Bjóst við ca 11,15 klst og því kom 10.33 klst á óvart. Ég á það til að sleppa garmin hraða/wöttum, sem ég gerði eftir sundið. Sá bara hvað klukkan var og ca hver tíminn var eftir hjólið. Afslappað og gott. Kannski ekki nógu vísindalegt eða markvisst.
Ég keppti í öllum 4 þriþrautar keppnunum hér heima fyrir Barcelona járnkarlinn og lenti í 5. sæti í stigakeppni ÞRÍ og vel sáttur við það.
Það er því vel hægt að keppa árlega í járnkarli og hinum styttri keppnunum hérlendis ef æft er 10 klst vikulega og hvílt allt árið 2 daga og getum alveg lyft létt líka.
Er sjálfur gíraður í að rúlla 21k í haust hálfþoni 26.10 eða 3 vikum eftir Ironman. Vonandi þú líka lesandi góður. Hér er slóðin ef þú hefur ekki skráð þig.
https://marathonhlaup.is/registration/
Að lokum vil ég þakka Viðari Braga og Þríkó en fékk að vera með þeim góða hópi í húsi nálægt keppnissvæðinu. Ég æfði ekkert með þeim í IM programminu og fann að ég vildi frekar gera minn undirbúning. Finnst sjálfum stundum erfitt að æfa samkvæmt annarra manna prógrammi en ætla að vera 2-3 x per viku með Ægir3 í vetur.
Þakka lesninguna, ykkar Gutti